Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða Silja Bára Ómarsdóttir skrifar 5. desember 2018 07:00 Í dag, 5. desember er haldið upp á alþjóðlegan dag sjálfboðaliða. Þú vissir þetta kannski ekki, því störf sjálfboðaliða komast ekkert sérstaklega oft í fréttirnar. Engu að síður eru þetta störf sem gjörbreyta samfélaginu að svo mörgu leyti. Sjálfboðaliðar starfa í þágu ýmissa félaga og samtaka, að góðgerðarmálum, íþróttum, tómstundum og mannúðarstarfi. Það er á þessu síðasta sviði sem nærri 4000 manns starfa á vegum rúmlega 40 deilda Rauða kross Íslands víðs vegar um landið en hugmyndin um sjálfboðið starf er ein af sjö grundvallarhugsjónum Rauða krossins á alþjóðavísu. Sjálfboðaliðar eru á öllum aldri, fólk í námi, starfi og á eftirlaunaaldri. Fólk hefur ólíkar ástæður til að vinna störf í sjálfboðavinnu, en íslenskar rannsóknir sýna að það er fyrst og fremst að vilja leggja eitthvað af mörkum til samfélagsins, vinna að verðugu málefni og hjálpa þeim sem minna mega sín. Á meðal verkefnanna eru nokkur sem eru vel þekkt, eins og Frú Ragnheiður og Konukot. Önnur eru ekki jafn þekkt en engu minna mikilvæg. Sjálfboðaliðar vinna með umsækjendum um alþjóðlega vernd, kenna nýjum íbúum landsins íslensku og hjálpa þeim að skilja samfélagið. Í kvennadeildum er prjónað á ungabörn og margir flokka og selja föt sem annars færu í ruslið. Fólk og hundar á vegum Rauða krossins heimsækja eldri borgara og sporna gegn félagslegri einangrun. Börn fá aðstoð við heimanám. Fólk sem hefur nýlokið afplánun refsivistar fær aðstoð við að byggja upp sjálfstraust, færni og ferilskrár. Verkefnin taka mið af þörfum hvers samfélags en þess utan hefur Rauði krossinn lögbundið hlutverk í neyðarvörnum og útvegar sjálfboðaliða til að veita fjöldahjálp og félagslega aðstoð í kjölfar neyðarástands. Án allra þeirra sem leggja sitt af mörkum til samfélagsins í gegnum verkefni RKÍ væri íslenskt samfélag veikara og fátækara. Líttu í kringum þig í dag og þakkaðu þeim sem þetta gera.Höfundur er stjórnarmaður í Rauða krossinum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 5. desember er haldið upp á alþjóðlegan dag sjálfboðaliða. Þú vissir þetta kannski ekki, því störf sjálfboðaliða komast ekkert sérstaklega oft í fréttirnar. Engu að síður eru þetta störf sem gjörbreyta samfélaginu að svo mörgu leyti. Sjálfboðaliðar starfa í þágu ýmissa félaga og samtaka, að góðgerðarmálum, íþróttum, tómstundum og mannúðarstarfi. Það er á þessu síðasta sviði sem nærri 4000 manns starfa á vegum rúmlega 40 deilda Rauða kross Íslands víðs vegar um landið en hugmyndin um sjálfboðið starf er ein af sjö grundvallarhugsjónum Rauða krossins á alþjóðavísu. Sjálfboðaliðar eru á öllum aldri, fólk í námi, starfi og á eftirlaunaaldri. Fólk hefur ólíkar ástæður til að vinna störf í sjálfboðavinnu, en íslenskar rannsóknir sýna að það er fyrst og fremst að vilja leggja eitthvað af mörkum til samfélagsins, vinna að verðugu málefni og hjálpa þeim sem minna mega sín. Á meðal verkefnanna eru nokkur sem eru vel þekkt, eins og Frú Ragnheiður og Konukot. Önnur eru ekki jafn þekkt en engu minna mikilvæg. Sjálfboðaliðar vinna með umsækjendum um alþjóðlega vernd, kenna nýjum íbúum landsins íslensku og hjálpa þeim að skilja samfélagið. Í kvennadeildum er prjónað á ungabörn og margir flokka og selja föt sem annars færu í ruslið. Fólk og hundar á vegum Rauða krossins heimsækja eldri borgara og sporna gegn félagslegri einangrun. Börn fá aðstoð við heimanám. Fólk sem hefur nýlokið afplánun refsivistar fær aðstoð við að byggja upp sjálfstraust, færni og ferilskrár. Verkefnin taka mið af þörfum hvers samfélags en þess utan hefur Rauði krossinn lögbundið hlutverk í neyðarvörnum og útvegar sjálfboðaliða til að veita fjöldahjálp og félagslega aðstoð í kjölfar neyðarástands. Án allra þeirra sem leggja sitt af mörkum til samfélagsins í gegnum verkefni RKÍ væri íslenskt samfélag veikara og fátækara. Líttu í kringum þig í dag og þakkaðu þeim sem þetta gera.Höfundur er stjórnarmaður í Rauða krossinum
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar