Áttu erindi í hraðbankann? Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 4. desember 2018 07:00 Víða er opið í fordyri bankanna svo að fólk geti hanterað hraðbankann þar í næði. Þangað fer ég stundum að taka út túkalla. En nú þegar ólífuuppskerutíminn er genginn í garð, hér í Alcalá í suðurhéruðum Spánar, koma þau líka að annars konar notum. Nú halda þar til farandverkamenn frá Afríku. Þeir fletja út pappakassa á gólfinu og sofa þar ofaná með teppahrúgu yfir sér. Árla dags fjölmenna þeir svo við rútustöðina en þangað koma jarðeigendur á jeppunum sínum og kippa þeim uppí. Enn er næturfrostið ekki farið að næða um en það er á næsta leiti. Þá verður nóttin vitaskuld nöpur í hraðbankanum og ófýsilegt að halda útá frosinn akurinn. Allt eru þetta ungir menn og margir hverjir óskiljanlega brosmildir. Einn þeirra sagði mér frá Ódysseifsför sinni þegar hann fór frá Senegal með fríðum hópi á slöngubát til Kanaríeyja. Var hann sjö daga á leiðinni og allar vistir og eldsneyti nánast uppurið þegar náðist í land. Enginn lést á leiðinni sem má teljast mikið lán sem margir hafa farið á mis við á leið sinni yfir Miðjarðarhafið síðustu mánuðina einsog allir vita. Hann segist vera búinn að greiða fyrir farið svo ég veit að það tók sinn tíma en ekki veit ég hvernig þær greiðslur fóru fram og hvaða glæpamaður fékk þær á endanum. Ekki veit ég heldur hvað ræður því að hér eru farandverkamennirnir frá löndum sunnan Sahara en í næsta þorpi koma þeir nánast allir frá Rúmeníu. Ekki veit ég heldur hvert þessir „bankabúar“ fara þegar uppskeru lýkur hér. En það versta af öllu er að í raun skil ég ekki hvað veldur því að erindi okkar í hraðbankann eru svona ólík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Víða er opið í fordyri bankanna svo að fólk geti hanterað hraðbankann þar í næði. Þangað fer ég stundum að taka út túkalla. En nú þegar ólífuuppskerutíminn er genginn í garð, hér í Alcalá í suðurhéruðum Spánar, koma þau líka að annars konar notum. Nú halda þar til farandverkamenn frá Afríku. Þeir fletja út pappakassa á gólfinu og sofa þar ofaná með teppahrúgu yfir sér. Árla dags fjölmenna þeir svo við rútustöðina en þangað koma jarðeigendur á jeppunum sínum og kippa þeim uppí. Enn er næturfrostið ekki farið að næða um en það er á næsta leiti. Þá verður nóttin vitaskuld nöpur í hraðbankanum og ófýsilegt að halda útá frosinn akurinn. Allt eru þetta ungir menn og margir hverjir óskiljanlega brosmildir. Einn þeirra sagði mér frá Ódysseifsför sinni þegar hann fór frá Senegal með fríðum hópi á slöngubát til Kanaríeyja. Var hann sjö daga á leiðinni og allar vistir og eldsneyti nánast uppurið þegar náðist í land. Enginn lést á leiðinni sem má teljast mikið lán sem margir hafa farið á mis við á leið sinni yfir Miðjarðarhafið síðustu mánuðina einsog allir vita. Hann segist vera búinn að greiða fyrir farið svo ég veit að það tók sinn tíma en ekki veit ég hvernig þær greiðslur fóru fram og hvaða glæpamaður fékk þær á endanum. Ekki veit ég heldur hvað ræður því að hér eru farandverkamennirnir frá löndum sunnan Sahara en í næsta þorpi koma þeir nánast allir frá Rúmeníu. Ekki veit ég heldur hvert þessir „bankabúar“ fara þegar uppskeru lýkur hér. En það versta af öllu er að í raun skil ég ekki hvað veldur því að erindi okkar í hraðbankann eru svona ólík.
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar