„Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“ Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2018 22:45 Einungis nokkrir dagar eru síðan starfsmenn Trump og yfirmenn í bandaríska hernum sögðu brottför frá Sýrlandi ekki í sjónmáli. AP/Evan Vucci Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, kom mörgum á óvart. Þar á meðal þingmönnum, embættismönnum og utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Svo virðist einnig sem að ákvörðunin hafi einnig komið bandamönnum Bandaríkjanna, sem hafa tekið þátt í baráttunni gegn Íslamska ríkinu, á óvart. Frakkar eru þar á meðal en þeir eru einnig með hermenn í Sýrlandi. Einungis nokkrir dagar eru síðan starfsmenn Trump og yfirmenn í bandaríska hernum sögðu brottför frá Sýrlandi ekki í sjónmáli. Nú síðast á mánudaginn sagði sérstakur erindreki Trump varðandi Sýrland að herinn myndi ekki fara fyrr en þremur markmiðum hefði verið náð. Þau markmið eru: Að langvarandi sigur gegn ISIS væri tryggður, að draga úr umsvifum Íran í Sýrlandi og að finna pólitíska lausn á þeim átökum sem hafa átt sér stað í Sýrlandi um áraraðir.Erindreki Trump innan bandalagsins gegn ISIS sagði sambærilega hluti þann 11. desember. Þar á meðal sagði hann að ef Bandaríkin „hefðu eitthvað lært á undanförnum árum, væri það að við getum ekki bara staðið upp og farið“."So obviously, it would be reckless if we were just to say, well, the physical caliphate is defeated, so we can just leave now. I think anyone who’s looked at a conflict like this would agree with that." Brett McGurk, Presidential Envoy for the Defeat ISIS Coalition, Dec 11. pic.twitter.com/0OLrgf3sFB — Jamie McIntyre (@jamiejmcintyre) December 19, 2018 Áætlað er að allir hermenn Bandaríkjanna verði farnir frá Sýrlandi eftir 60 til 100 daga.Gagnrýni úr ýmsum áttum Þá eru áhyggjur vegna mögulegra afdrifa sýrlenskra Kúrda (YPG), sem hafa verið dyggir bandamenn Bandaríkjanna gegn ISIS, og ekki er vitað hvað verður um þá hundruð eða jafnvel þúsundir ISIS-liða sem Kúrdar eru með í haldi. Buzzfeed ræddi við blaðamann á yfirráðasvæði Kúrda sem sagði fólk óttaslegið. Tyrkir hafa lengi hótað því að gera árás á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi og íbúar óttast einnig upprisu ISIS.Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heimBandarískir fjölmiðlar segja Trump hafa rætt við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í síma á föstudaginn og í kjölfar þess hafi Trump tekið þessa ákvörðun. Embættismenn og yfirmenn hersins hafa síðan þá reynt að fá hann til að skipta um skoðun en án árangurs. New York Times segir yfirmenn Bandaríkjahers telja ákvörðunina vera svik við sýrlenska Kúrda sem hafi barist við hlið bandarískra hermanna gegn ISIS-liðum. Fari bandarískir hermenn stafi þeim mikil ógn af bæði Tyrkjum og ISIS-liðum. Þá segir í frétt NYTimes að leiðtogar sýrlenskra Kúrda hafi einungis fengið að vita af ákvörðuninni í dag.Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er mjög andvígur ákvörðun forsetans.AP/J. Scott ApplewhiteJim Mattis, varnarmálaráðherra Trump, er meðal þeirra sem hefur reynt að fá Trump til að snúa við ákvörðun sinni. Hann hefur sagt að brottför frá Sýrlandi myndi veita Rússum og Íran frjálsar hendur í Sýrlandi og auka áhrif þeirra í Mið-Austurlöndum, á sama tíma og eitt helsta stefnumál Bandaríkjanna væri að sporna gegn áhrifum beggja ríkja. Að yfirgefa sýrlenska Kúrda myndi einnig gera Bandaríkjunum erfiðara að öðlast traust annarra fylkinga víða um heim og heimamanna í ríkjum eins og Afganistan, Jemen og Sómalíu. Samkvæmt NYTimes sagðist Trump þó hafa áhyggjur af því að innrás Tyrkja á yfirráðasvæði sýrlenskra Kúrda myndi ógna bandarískum hermönnum. Herinn ætlar að halda loftárásum gegn ISIS-liðum áfram í Sýrlandi og er vonast til þess að Kúrdar muni aðstoða við það. Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa misst allt vogarafl Bandaríkjanna varðandi þær friðarviðræður sem eiga sér nú stað. Þá segja sérfræðingar það kolrangt hjá Trump að búið sé að sigra ISIS-liða. Þó samtökin hafi misst nánast allt yfirráðasvæði í Sýrlandi og Írak, búi þau enn yfir allt að 30 þúsund vígamönnum og undirbúi sig fyrir langvarandi skæruhernað.Einungis tíu mínútum áður en Trump tísti um meintan sigur gegn ISIS í dag, höfðu samtökin lýst yfir ábyrgð á hryðjuverkaárás í Raqqa, sem sýrlenskir Kúrdar tóku úr höndum ISIS-liða.Varaforsetinn skammaður af þingmönnum Þingmenn Repúblikanaflokksins funduðu í kvöld með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, og fjölmiðlar ytra segja þá hafa húðskammað hann. Meðal þess sem þeir kvörtuðu yfir var að hafa lesið um þessa ákvörðun í blöðunum, að svo virðist sem að engin greining hafi átt sér stað. Einn þingmaður sagði blaðamanni CNN að svo virðist sem að Trump hafi bara vaknað og tekið þessa ákvörðun. Útlit sé fyrir að forsvarsmenn þeirra stofnanna sem að veru Bandaríkjahers í Sýrlandi hafi ekki einu sinni vitað af þessu fyrir fram. Meðal þeirra þingmanna sem hafa gagnrýnt ákvörðunina er Marco Rubio. Hann segir Trump hafa tekið hana þvert á álit yfirmanna hersins og að um mikil mistök sé að ræða. Hann segir að sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra sem tilheyra regnhlífarsamtökunum SDF, muni líklega hætta baráttunni gegn ISIS og að með ákvörðun sinni sé Trump að tryggja ítök helstu óvina Ísrael [Íran] í Sýrlandi.The decision to pull out of Syria was made despite overwhelming military advice against it. It is a major blunder. It it isn’t reversed it will haunt this administration & America for years to come. — Marco Rubio (@marcorubio) December 19, 2018 Gagnrýni þingmanna Repúblikanaflokksins hefur einnig snúið að því að Trump sjálfur hafi margsinnis gagnrýnt Barack Obama, forvera sinn, fyrir að draga bandaríska hermenn of snemma frá Írak. Þannig hafi Obama veitt ISIS rúm til að stækka og verða að þeim hryðjuverkasamtökum sem þau eru í dag. „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir,“ sagði þingmaðurinn Lindsay Graham um ákvörðun Trump. Hann kallaði eftir því að þingið tæki þessa ákvörðun til umfjöllunar og kvartaði yfir því að þingmenn hefðu ekki verið hafðir með í ráðum.Hér má sjá ummæli Lindsay Graham um ákvörðun Trump.Þingmaðurinn Adam Kinzinger, sem er í utanríkismálanefnd fulltrúadeildarinnar og er fyrrverandi hermaður, var ómyrkur í máli þegar hann ræddi ákvörðun Trump á CNN nú í kvöld. Hann sagði ákvörðun Trump vera hræðilega og það væri nauðsynlegt að óhjákvæmilegt að berjast gegn hryðjuverkastarfsemi. Spurningin væri bara hvort það þyrfti að berjast við hana í Sýrlandi, í þessu tilfelli, eða í Bandaríkjunum. Hann benti á að vinur sinn hefði fallið í átökum við ISIS-liða í Írak á þessu ári. Það væri ljóst að ekki væri búið að sigra samtökin. Hann sagði það að auki að brottför Bandaríkjanna myndi leiða til stækkunar ISIS og á endanum myndi það leiða til þess að senda þyrfti hermenn aftur til bandaríkjanna.Ísraelar einir á báti gegn Íran Ákvörðun Trump hefur einnig valdið usla í Ísrael. Her Ísrael hefur lengi gert loftárásir í Sýrlandi en þær hafa allar beinst að Íran og Hezbollah-hryðjuverkasamtökunum. Brottför bandarískra hermanna mun gera Ísrael erfiðara að sporna gegn áhrifum Íran og að stöðva vopnasendingar frá Íran til Hezbollah í Líbanon. Íran og Hezbollah hafa stutt dyggilega við bakið á Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra, segist hafa rætt við Mike Pompeo, utanríkisráðherra Trump, í dag og hann hafi staðhæft að Bandaríkin myndu áfram hafa áhrif á gang mála í Sýrlandi. Hann sagðist virða ákvörðun Trump en tók fram að hann ætti eftir að kynna sér hana betur og hvaða áhrif hún mun hafa á Ísrael.Samkvæmt Times of Israel reyndi Netanyahu einnig að fá Trump til að skipta um skoðun þegar þeir töluðu saman á mánudaginn. Það hafi ekki borið árangur.Stjórnarandstæðingar í Ísrael hafa þó gagnrýnt Netanyahu og Trump harðlega. Tzipi Livni, fyrrverandi dómsmálaráðherra Ísrael og formaður eins stjórnarandstöðuflokks, sagði í dag að yfirlýsing Trump um að eina verkefni Bandaríkjanna í Sýrlandi hefði verið að sigra ISIS, sýndi fram á hættulega lítilsvirðingu gagnvart sífellt auknum umsvifum Íran í Sýrlandi og hvernig þau umsvif ógnuðu Ísrael. Aðrir andstæðingar Netanyahu segja þetta til marks um misheppnaða utanríkisstefnu hans og að Íran muni nú ná fótfestu í Sýrlandi. Danny Danon, sendiherra Ísrael hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í kvöld að Ísraelar myndu gera hvað sem er til að verja öryggi þjóðarinnar. Engu máli skipti hermenn hvaða þjóða væru í Sýrlandi.Hér má sjá Þingmanninn Bob Corker, sem er formaður utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar, ræða ákvörðun Trump og það að enginn hafi vitað af henni. Hann átti fund með Trump í dag en Hvíta húsið afboðaði fundinn. Hann segir ákvörðunina vera hræðilega, að mörgu leyti og hann hafi aldrei séð annað eins.WATCH: Senate Foreign Relations Cmte. Chairman Corker on Syria troop withdrawal: "I’ve never seen a decision like this since I’ve been here in 12 years where nothing is communicated in advance, and all of a sudden this type of massive decision takes place." pic.twitter.com/pE3xkMeoYg — NBC News (@NBCNews) December 19, 2018 Afganistan Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Ísrael Mið-Austurlönd Rússland Sómalía Tyrkland Tengdar fréttir Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, kom mörgum á óvart. Þar á meðal þingmönnum, embættismönnum og utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Svo virðist einnig sem að ákvörðunin hafi einnig komið bandamönnum Bandaríkjanna, sem hafa tekið þátt í baráttunni gegn Íslamska ríkinu, á óvart. Frakkar eru þar á meðal en þeir eru einnig með hermenn í Sýrlandi. Einungis nokkrir dagar eru síðan starfsmenn Trump og yfirmenn í bandaríska hernum sögðu brottför frá Sýrlandi ekki í sjónmáli. Nú síðast á mánudaginn sagði sérstakur erindreki Trump varðandi Sýrland að herinn myndi ekki fara fyrr en þremur markmiðum hefði verið náð. Þau markmið eru: Að langvarandi sigur gegn ISIS væri tryggður, að draga úr umsvifum Íran í Sýrlandi og að finna pólitíska lausn á þeim átökum sem hafa átt sér stað í Sýrlandi um áraraðir.Erindreki Trump innan bandalagsins gegn ISIS sagði sambærilega hluti þann 11. desember. Þar á meðal sagði hann að ef Bandaríkin „hefðu eitthvað lært á undanförnum árum, væri það að við getum ekki bara staðið upp og farið“."So obviously, it would be reckless if we were just to say, well, the physical caliphate is defeated, so we can just leave now. I think anyone who’s looked at a conflict like this would agree with that." Brett McGurk, Presidential Envoy for the Defeat ISIS Coalition, Dec 11. pic.twitter.com/0OLrgf3sFB — Jamie McIntyre (@jamiejmcintyre) December 19, 2018 Áætlað er að allir hermenn Bandaríkjanna verði farnir frá Sýrlandi eftir 60 til 100 daga.Gagnrýni úr ýmsum áttum Þá eru áhyggjur vegna mögulegra afdrifa sýrlenskra Kúrda (YPG), sem hafa verið dyggir bandamenn Bandaríkjanna gegn ISIS, og ekki er vitað hvað verður um þá hundruð eða jafnvel þúsundir ISIS-liða sem Kúrdar eru með í haldi. Buzzfeed ræddi við blaðamann á yfirráðasvæði Kúrda sem sagði fólk óttaslegið. Tyrkir hafa lengi hótað því að gera árás á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi og íbúar óttast einnig upprisu ISIS.Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heimBandarískir fjölmiðlar segja Trump hafa rætt við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í síma á föstudaginn og í kjölfar þess hafi Trump tekið þessa ákvörðun. Embættismenn og yfirmenn hersins hafa síðan þá reynt að fá hann til að skipta um skoðun en án árangurs. New York Times segir yfirmenn Bandaríkjahers telja ákvörðunina vera svik við sýrlenska Kúrda sem hafi barist við hlið bandarískra hermanna gegn ISIS-liðum. Fari bandarískir hermenn stafi þeim mikil ógn af bæði Tyrkjum og ISIS-liðum. Þá segir í frétt NYTimes að leiðtogar sýrlenskra Kúrda hafi einungis fengið að vita af ákvörðuninni í dag.Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er mjög andvígur ákvörðun forsetans.AP/J. Scott ApplewhiteJim Mattis, varnarmálaráðherra Trump, er meðal þeirra sem hefur reynt að fá Trump til að snúa við ákvörðun sinni. Hann hefur sagt að brottför frá Sýrlandi myndi veita Rússum og Íran frjálsar hendur í Sýrlandi og auka áhrif þeirra í Mið-Austurlöndum, á sama tíma og eitt helsta stefnumál Bandaríkjanna væri að sporna gegn áhrifum beggja ríkja. Að yfirgefa sýrlenska Kúrda myndi einnig gera Bandaríkjunum erfiðara að öðlast traust annarra fylkinga víða um heim og heimamanna í ríkjum eins og Afganistan, Jemen og Sómalíu. Samkvæmt NYTimes sagðist Trump þó hafa áhyggjur af því að innrás Tyrkja á yfirráðasvæði sýrlenskra Kúrda myndi ógna bandarískum hermönnum. Herinn ætlar að halda loftárásum gegn ISIS-liðum áfram í Sýrlandi og er vonast til þess að Kúrdar muni aðstoða við það. Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa misst allt vogarafl Bandaríkjanna varðandi þær friðarviðræður sem eiga sér nú stað. Þá segja sérfræðingar það kolrangt hjá Trump að búið sé að sigra ISIS-liða. Þó samtökin hafi misst nánast allt yfirráðasvæði í Sýrlandi og Írak, búi þau enn yfir allt að 30 þúsund vígamönnum og undirbúi sig fyrir langvarandi skæruhernað.Einungis tíu mínútum áður en Trump tísti um meintan sigur gegn ISIS í dag, höfðu samtökin lýst yfir ábyrgð á hryðjuverkaárás í Raqqa, sem sýrlenskir Kúrdar tóku úr höndum ISIS-liða.Varaforsetinn skammaður af þingmönnum Þingmenn Repúblikanaflokksins funduðu í kvöld með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, og fjölmiðlar ytra segja þá hafa húðskammað hann. Meðal þess sem þeir kvörtuðu yfir var að hafa lesið um þessa ákvörðun í blöðunum, að svo virðist sem að engin greining hafi átt sér stað. Einn þingmaður sagði blaðamanni CNN að svo virðist sem að Trump hafi bara vaknað og tekið þessa ákvörðun. Útlit sé fyrir að forsvarsmenn þeirra stofnanna sem að veru Bandaríkjahers í Sýrlandi hafi ekki einu sinni vitað af þessu fyrir fram. Meðal þeirra þingmanna sem hafa gagnrýnt ákvörðunina er Marco Rubio. Hann segir Trump hafa tekið hana þvert á álit yfirmanna hersins og að um mikil mistök sé að ræða. Hann segir að sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra sem tilheyra regnhlífarsamtökunum SDF, muni líklega hætta baráttunni gegn ISIS og að með ákvörðun sinni sé Trump að tryggja ítök helstu óvina Ísrael [Íran] í Sýrlandi.The decision to pull out of Syria was made despite overwhelming military advice against it. It is a major blunder. It it isn’t reversed it will haunt this administration & America for years to come. — Marco Rubio (@marcorubio) December 19, 2018 Gagnrýni þingmanna Repúblikanaflokksins hefur einnig snúið að því að Trump sjálfur hafi margsinnis gagnrýnt Barack Obama, forvera sinn, fyrir að draga bandaríska hermenn of snemma frá Írak. Þannig hafi Obama veitt ISIS rúm til að stækka og verða að þeim hryðjuverkasamtökum sem þau eru í dag. „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir,“ sagði þingmaðurinn Lindsay Graham um ákvörðun Trump. Hann kallaði eftir því að þingið tæki þessa ákvörðun til umfjöllunar og kvartaði yfir því að þingmenn hefðu ekki verið hafðir með í ráðum.Hér má sjá ummæli Lindsay Graham um ákvörðun Trump.Þingmaðurinn Adam Kinzinger, sem er í utanríkismálanefnd fulltrúadeildarinnar og er fyrrverandi hermaður, var ómyrkur í máli þegar hann ræddi ákvörðun Trump á CNN nú í kvöld. Hann sagði ákvörðun Trump vera hræðilega og það væri nauðsynlegt að óhjákvæmilegt að berjast gegn hryðjuverkastarfsemi. Spurningin væri bara hvort það þyrfti að berjast við hana í Sýrlandi, í þessu tilfelli, eða í Bandaríkjunum. Hann benti á að vinur sinn hefði fallið í átökum við ISIS-liða í Írak á þessu ári. Það væri ljóst að ekki væri búið að sigra samtökin. Hann sagði það að auki að brottför Bandaríkjanna myndi leiða til stækkunar ISIS og á endanum myndi það leiða til þess að senda þyrfti hermenn aftur til bandaríkjanna.Ísraelar einir á báti gegn Íran Ákvörðun Trump hefur einnig valdið usla í Ísrael. Her Ísrael hefur lengi gert loftárásir í Sýrlandi en þær hafa allar beinst að Íran og Hezbollah-hryðjuverkasamtökunum. Brottför bandarískra hermanna mun gera Ísrael erfiðara að sporna gegn áhrifum Íran og að stöðva vopnasendingar frá Íran til Hezbollah í Líbanon. Íran og Hezbollah hafa stutt dyggilega við bakið á Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra, segist hafa rætt við Mike Pompeo, utanríkisráðherra Trump, í dag og hann hafi staðhæft að Bandaríkin myndu áfram hafa áhrif á gang mála í Sýrlandi. Hann sagðist virða ákvörðun Trump en tók fram að hann ætti eftir að kynna sér hana betur og hvaða áhrif hún mun hafa á Ísrael.Samkvæmt Times of Israel reyndi Netanyahu einnig að fá Trump til að skipta um skoðun þegar þeir töluðu saman á mánudaginn. Það hafi ekki borið árangur.Stjórnarandstæðingar í Ísrael hafa þó gagnrýnt Netanyahu og Trump harðlega. Tzipi Livni, fyrrverandi dómsmálaráðherra Ísrael og formaður eins stjórnarandstöðuflokks, sagði í dag að yfirlýsing Trump um að eina verkefni Bandaríkjanna í Sýrlandi hefði verið að sigra ISIS, sýndi fram á hættulega lítilsvirðingu gagnvart sífellt auknum umsvifum Íran í Sýrlandi og hvernig þau umsvif ógnuðu Ísrael. Aðrir andstæðingar Netanyahu segja þetta til marks um misheppnaða utanríkisstefnu hans og að Íran muni nú ná fótfestu í Sýrlandi. Danny Danon, sendiherra Ísrael hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í kvöld að Ísraelar myndu gera hvað sem er til að verja öryggi þjóðarinnar. Engu máli skipti hermenn hvaða þjóða væru í Sýrlandi.Hér má sjá Þingmanninn Bob Corker, sem er formaður utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar, ræða ákvörðun Trump og það að enginn hafi vitað af henni. Hann átti fund með Trump í dag en Hvíta húsið afboðaði fundinn. Hann segir ákvörðunina vera hræðilega, að mörgu leyti og hann hafi aldrei séð annað eins.WATCH: Senate Foreign Relations Cmte. Chairman Corker on Syria troop withdrawal: "I’ve never seen a decision like this since I’ve been here in 12 years where nothing is communicated in advance, and all of a sudden this type of massive decision takes place." pic.twitter.com/pE3xkMeoYg — NBC News (@NBCNews) December 19, 2018
Afganistan Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Ísrael Mið-Austurlönd Rússland Sómalía Tyrkland Tengdar fréttir Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15