Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Kjartan Kjartansson skrifar 11. desember 2018 15:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra með Teresu Ribera, ráðherra Spánar í loftslagsmálum. Sigríður Víðis Jónsdóttir Andstaða nokkurra olíuframleiðsluríkja eins og Bandaríkjanna og Sádi-Arabíu við vísindaskýrslu um afleiðingar loftslagsbreytingar hefur neikvæð áhrif á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi en mikilvægt er að aðrar þjóðir taki höndum saman, að sögn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra. Hann segir alvarlegt að ríki afneiti loftslagsvísindum. Seinni vika COP24-loftslagsráðstefnunnar stendur nú yfir í borginni Katowice í kolavinnsluhéraði Póllands. Embættismenn hófu vinnuna í síðustu viku en nú er háttsetta leiðtoga aðildarríkjanna byrjað að að drífa að, þar á meðal íslenska umhverfisráðherrann. Aðalmálið sem liggur fyrir fundinum nú er að ná samkomulagi um hvernig reglum um bókhaldsskil í tengslum við Parísarsamkomulagið verður háttar. Hvert ríki setur sér landsmarkmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Reglurnar eiga að kveða á um hvernig löndin telja aðgerðirnar fram, hverju þær eigi að skila, hversu oft þær eigi að skila og með hvaða hætti. Guðmundur Ingi segir að fleiri mál standi út af borðinu ennþá, þar á meðal fjármögnun á sérstökum grænum sjóði sem á að hjálpa þróunarríkjum að aðlagast og bregðast við loftslagsbreytingum sem ákveðið var að stofna á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn árið 2009. Markmiðið er að efnaðri ríki leggi sjóðnum hundrað milljarða dollara til á ári. Bandaríkjastjórn átti að leggja til stærsta hluta fjárins en eftir forsetaskiptin þar fyrir tveimur árum hafa Bandaríkin nær algerlega dregið sig í hlé í loftslagsmálum. Fjármögnun sjóðsins er því í uppnámi.Aðalviðfangsefni COP24 er að samþykkja reglur um hvernig ríki mæla og telja fram aðgerðir sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu.Sigríður Víðis JónsdóttirAuðveldara að líta fram hjá vísindaskýrslu með vægara orðalagi Um helgina vakti athygli að fulltrúar Bandaríkjanna, Rússlands, Sádi-Arabíu og Kúveit lögðust gegn samþykkt sem tengist stórri vísindaskýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar sem gefin var út í október. Loftslagsfundurinn árið 2015 óskaði eftir skýrslunni til að leggja mat á afleiðingar metnaðarfyllast markmiðs Parísarsamkomulagsins og hvað þarf til að það náist. Í skýrslunni kom fram að heimsbyggðin væri víðsfjarri því að að ná markmiðinu um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Þjóðir heims þyrftu að margfalda markmið sín um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Að öðru kosti stefni hlýnunin í 3°C eða meira fyrir lok aldarinnar með gífurlegum afleiðingum fyrir samfélög manna og lífríki jarðar. Fyrrnefndu ríkin fjögur komu í veg fyrir að fundurinn samþykkti ályktun þar sem afhendingu skýrslunnar hefði verið „fagnað“ [e. Welcome]. Þess í stað vildu þau að aðeins væri talað um að fundurinn „tæki eftir“ [e. Note] skýrslunni. Engin málamiðlun náðist í viðræðum embættismanna um orðalagið. Guðmundur Ingi segir að orðalagið skipti máli. Vægara orðalagið þýði að skýrslan fái ekki sama vægi og auðveldara verði fyrir ríkin sem eru mótfallin henni að líta fram hjá henni í þeirri vinnu sem er framundan. „Mér finnst mjög alvarlegt mál að svona hálfpartinn neita vísindunum sem þarna eru,“ segir ráðherrann. Mörg ríki hafi mótmælt framferði olíuframleiðsluríkjanna fjögurra. Guðmundur Ingi segist hafa gert það sjálfur síðast í viðræðum á fundinum í morgun.Hróp voru gerð að sendinefnd Bandaríkjanna á loftslagsfundinum þegar hún hélt viðburð til að mæra kolanotkun.Vísir/APSérstakt að tala fyrir kolum nú Bandarískir fjölmiðlar hafa gert að því skónum að ríkisstjórn Donalds Trump, sem ætlar að draga sig úr Parísarsamkomulaginu árið 2020, reyni nú í bandalagi við nokkur önnur ríki að grafa markvisst undan Parísarsamkomulaginu og reyna að fá fleiri ríki til að segja sig frá því. Ríkisstjórn Trump sendi aðeins fámennan hóp lágt settra embættismanna frá utanríkisráðuneytinu á ráðstefnuna. Á sama tíma og hún tekur þátt í viðræðum um regluverk Parísarsamkomulagsins eru aðrir fulltrúar ríkisstjórnarinnar með sýningu um jarðefnaeldsneyti þar sem talað er fyrir áframhaldandi notkun á kolum í heiminum, verstu uppsprettu gróðurhúsalofttegundanna sem valda loftslagsbreytingum. „Við höfum sterka trú á að ekkert land eigi að þurfa að fórna efnahagslegri velmegun eða orkuöryggi í nafni umhverfislegrar sjálfbærni,“ sagði Wells Griffith, orkumálaráðgjafi Trump forseta á viðburði sem Bandaríkin héldu til stuðnings kola í Katowice. Washington Post segir að hæðnislegur hlátur hafi heyrst í salnum áður en mótmæli brutust út gegn málflutningi Bandaríkjamannanna. „Sumir segja að með þessu séu Bandaríkin fyrst og fremst að ögra öðrum þjóðum. Ég myndi segja að mér finnst mjög sérstakt að tala sérstaklega fyrir því að nota kol þegar stóra verkefnið er að umbylta orkukerfinu og byggja það á endurnýjanlegum auðlindum,“ segir Guðmundur Ingi. Áhrifin séu frekar neikvæð en jákvæð en ríki heims ættu ekki að veita því of mikla athygli. „Allar hinar þjóðirnar þurfa að taka höndum saman og halda áfram með þetta verkefni. Það er gríðarlega mikilvægt að aðrar þjóðir sýni samstöðu og festu. Svo verðum við að vona að þessar þjóðir komi aftur inn seinna,“ segir ráðherrann. Meira hvetjandi voru orð formanns milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem stóð að vísindaskýrslunni í morgun, að sögn Guðmundar Inga. „Hann var mjög skýr um að hvert ár skiptir máli, hver einasta smá hækkun á hitastigi skiptir máli, hver aðgerð skiptir máli. Það er einmitt þetta sem þetta snýst um: að allt sem við gerum skiptir máli,“ segir hann. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Rússland Umhverfismál Tengdar fréttir Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54 Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Andstaða nokkurra olíuframleiðsluríkja eins og Bandaríkjanna og Sádi-Arabíu við vísindaskýrslu um afleiðingar loftslagsbreytingar hefur neikvæð áhrif á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi en mikilvægt er að aðrar þjóðir taki höndum saman, að sögn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra. Hann segir alvarlegt að ríki afneiti loftslagsvísindum. Seinni vika COP24-loftslagsráðstefnunnar stendur nú yfir í borginni Katowice í kolavinnsluhéraði Póllands. Embættismenn hófu vinnuna í síðustu viku en nú er háttsetta leiðtoga aðildarríkjanna byrjað að að drífa að, þar á meðal íslenska umhverfisráðherrann. Aðalmálið sem liggur fyrir fundinum nú er að ná samkomulagi um hvernig reglum um bókhaldsskil í tengslum við Parísarsamkomulagið verður háttar. Hvert ríki setur sér landsmarkmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Reglurnar eiga að kveða á um hvernig löndin telja aðgerðirnar fram, hverju þær eigi að skila, hversu oft þær eigi að skila og með hvaða hætti. Guðmundur Ingi segir að fleiri mál standi út af borðinu ennþá, þar á meðal fjármögnun á sérstökum grænum sjóði sem á að hjálpa þróunarríkjum að aðlagast og bregðast við loftslagsbreytingum sem ákveðið var að stofna á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn árið 2009. Markmiðið er að efnaðri ríki leggi sjóðnum hundrað milljarða dollara til á ári. Bandaríkjastjórn átti að leggja til stærsta hluta fjárins en eftir forsetaskiptin þar fyrir tveimur árum hafa Bandaríkin nær algerlega dregið sig í hlé í loftslagsmálum. Fjármögnun sjóðsins er því í uppnámi.Aðalviðfangsefni COP24 er að samþykkja reglur um hvernig ríki mæla og telja fram aðgerðir sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu.Sigríður Víðis JónsdóttirAuðveldara að líta fram hjá vísindaskýrslu með vægara orðalagi Um helgina vakti athygli að fulltrúar Bandaríkjanna, Rússlands, Sádi-Arabíu og Kúveit lögðust gegn samþykkt sem tengist stórri vísindaskýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar sem gefin var út í október. Loftslagsfundurinn árið 2015 óskaði eftir skýrslunni til að leggja mat á afleiðingar metnaðarfyllast markmiðs Parísarsamkomulagsins og hvað þarf til að það náist. Í skýrslunni kom fram að heimsbyggðin væri víðsfjarri því að að ná markmiðinu um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Þjóðir heims þyrftu að margfalda markmið sín um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Að öðru kosti stefni hlýnunin í 3°C eða meira fyrir lok aldarinnar með gífurlegum afleiðingum fyrir samfélög manna og lífríki jarðar. Fyrrnefndu ríkin fjögur komu í veg fyrir að fundurinn samþykkti ályktun þar sem afhendingu skýrslunnar hefði verið „fagnað“ [e. Welcome]. Þess í stað vildu þau að aðeins væri talað um að fundurinn „tæki eftir“ [e. Note] skýrslunni. Engin málamiðlun náðist í viðræðum embættismanna um orðalagið. Guðmundur Ingi segir að orðalagið skipti máli. Vægara orðalagið þýði að skýrslan fái ekki sama vægi og auðveldara verði fyrir ríkin sem eru mótfallin henni að líta fram hjá henni í þeirri vinnu sem er framundan. „Mér finnst mjög alvarlegt mál að svona hálfpartinn neita vísindunum sem þarna eru,“ segir ráðherrann. Mörg ríki hafi mótmælt framferði olíuframleiðsluríkjanna fjögurra. Guðmundur Ingi segist hafa gert það sjálfur síðast í viðræðum á fundinum í morgun.Hróp voru gerð að sendinefnd Bandaríkjanna á loftslagsfundinum þegar hún hélt viðburð til að mæra kolanotkun.Vísir/APSérstakt að tala fyrir kolum nú Bandarískir fjölmiðlar hafa gert að því skónum að ríkisstjórn Donalds Trump, sem ætlar að draga sig úr Parísarsamkomulaginu árið 2020, reyni nú í bandalagi við nokkur önnur ríki að grafa markvisst undan Parísarsamkomulaginu og reyna að fá fleiri ríki til að segja sig frá því. Ríkisstjórn Trump sendi aðeins fámennan hóp lágt settra embættismanna frá utanríkisráðuneytinu á ráðstefnuna. Á sama tíma og hún tekur þátt í viðræðum um regluverk Parísarsamkomulagsins eru aðrir fulltrúar ríkisstjórnarinnar með sýningu um jarðefnaeldsneyti þar sem talað er fyrir áframhaldandi notkun á kolum í heiminum, verstu uppsprettu gróðurhúsalofttegundanna sem valda loftslagsbreytingum. „Við höfum sterka trú á að ekkert land eigi að þurfa að fórna efnahagslegri velmegun eða orkuöryggi í nafni umhverfislegrar sjálfbærni,“ sagði Wells Griffith, orkumálaráðgjafi Trump forseta á viðburði sem Bandaríkin héldu til stuðnings kola í Katowice. Washington Post segir að hæðnislegur hlátur hafi heyrst í salnum áður en mótmæli brutust út gegn málflutningi Bandaríkjamannanna. „Sumir segja að með þessu séu Bandaríkin fyrst og fremst að ögra öðrum þjóðum. Ég myndi segja að mér finnst mjög sérstakt að tala sérstaklega fyrir því að nota kol þegar stóra verkefnið er að umbylta orkukerfinu og byggja það á endurnýjanlegum auðlindum,“ segir Guðmundur Ingi. Áhrifin séu frekar neikvæð en jákvæð en ríki heims ættu ekki að veita því of mikla athygli. „Allar hinar þjóðirnar þurfa að taka höndum saman og halda áfram með þetta verkefni. Það er gríðarlega mikilvægt að aðrar þjóðir sýni samstöðu og festu. Svo verðum við að vona að þessar þjóðir komi aftur inn seinna,“ segir ráðherrann. Meira hvetjandi voru orð formanns milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem stóð að vísindaskýrslunni í morgun, að sögn Guðmundar Inga. „Hann var mjög skýr um að hvert ár skiptir máli, hver einasta smá hækkun á hitastigi skiptir máli, hver aðgerð skiptir máli. Það er einmitt þetta sem þetta snýst um: að allt sem við gerum skiptir máli,“ segir hann.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Rússland Umhverfismál Tengdar fréttir Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54 Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54
Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00
Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57