Lööf hyggst greiða atkvæði gegn Löfven Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2018 10:38 Annie Lööf er formaður sænska Miðflokksins. Getty/MICHAEL CAMPANELLA Annie Lööf, formaður sænska Miðflokksins, segir að þingmenn flokksins muni greiða atkvæði gegn Stefan Löfven, starfandi forsætisráðherra og formanni Jafnaðarmannaflokksins, sem nýr forsætisráðherra í atkvæðagreiðslu á þinginu. Lööf segir að Jafnaðarmannaflokkurinn hafi ekki sýnt nægan vilja til málamiðlunar í viðræðum um mögulegt stjórnarsamstarf. Þá hafi Jafnaðarmenn reynst tregir til að láta af samstarfi við Vinstriflokkinn til að hægt sé að finna grundvöll til samstarfs. Alger pattstaða er á sænska þinginu þar sem ekkert hefur gengið að ná saman um nýja stjórn sem njóti stuðnings meirihluta þingsins.Óformleg samtöl Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, segir að hann muni veita flokkunum nokkra daga til að melta þá stöðu sem nú er uppi. Hann muni á þeim tíma eiga óformleg samtöl við flokksleiðtoga. Hann hafði áður tilnefnt Löfven sem nýjan forsætisráðherra, en eftir viðræður síðustu daga hefur Miðflokkurinn, sem er einn borgaralegu flokkanna, sagst munu greiða atkvæði gegn Löfven eftir að hafa áður opnað á samstarf. Lööf hefur lagt mikla áherslu á að ná saman um nýja stjórn flokka úr báðum blokkum, til að koma í veg fyrir að Svíþjóðardemókratar komist til áhrifa. Kosningar fóru fram í Svíþjóð þann 9. september síðastliðinn og hefur ekkert gengið að mynda nýja stjórn. Bæði þeim Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, og Stefan Löfven hefur mistekist að mynda starfhæfa stjórn. Hið sama á við um Lööf sem skilaði sínu stjórnarmyndunarumboði 22. nóvember.Snúin staða Afar snúin staða er á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkarnir náðu 144 þingsætum, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62. Takist sænska þinginu ekki að samþykkja tillögu þingforseta um nýjan forsætisráðherra í fjórum tilraunum þarf að boða til nýrra kosninga. Í byrjun nóvember hafnaði þingið tillögu þingforseta um Kristersson sem nýr forsætisráðherra. Hann sagðist vilja mynda minnihlutastjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Hringekjan byrjar aftur eftir að þingið hafnaði Kristersson Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, mun aftur þurfa að setjast niður með leiðtogum sænsku stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á þingi til að ræða um möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. 14. nóvember 2018 10:00 Munu greiða atkvæði um Löfven sem forsætisráðherra Sænski þingforsetinn hefur tilnefnt Stefan Löfven, formann Jafnaðarmannaflokksins og starfandi forsætisráðherra, sem næsta forsætisráðherra landsins. 23. nóvember 2018 09:54 Annie Lööf gefst upp Formaður sænska Miðflokksins segist hafa gefist upp í tilraunum sínum að mynda nýja ríkisstjórn sem nýtur stuðnings meirihluta sænska þingsins. 22. nóvember 2018 10:06 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Annie Lööf, formaður sænska Miðflokksins, segir að þingmenn flokksins muni greiða atkvæði gegn Stefan Löfven, starfandi forsætisráðherra og formanni Jafnaðarmannaflokksins, sem nýr forsætisráðherra í atkvæðagreiðslu á þinginu. Lööf segir að Jafnaðarmannaflokkurinn hafi ekki sýnt nægan vilja til málamiðlunar í viðræðum um mögulegt stjórnarsamstarf. Þá hafi Jafnaðarmenn reynst tregir til að láta af samstarfi við Vinstriflokkinn til að hægt sé að finna grundvöll til samstarfs. Alger pattstaða er á sænska þinginu þar sem ekkert hefur gengið að ná saman um nýja stjórn sem njóti stuðnings meirihluta þingsins.Óformleg samtöl Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, segir að hann muni veita flokkunum nokkra daga til að melta þá stöðu sem nú er uppi. Hann muni á þeim tíma eiga óformleg samtöl við flokksleiðtoga. Hann hafði áður tilnefnt Löfven sem nýjan forsætisráðherra, en eftir viðræður síðustu daga hefur Miðflokkurinn, sem er einn borgaralegu flokkanna, sagst munu greiða atkvæði gegn Löfven eftir að hafa áður opnað á samstarf. Lööf hefur lagt mikla áherslu á að ná saman um nýja stjórn flokka úr báðum blokkum, til að koma í veg fyrir að Svíþjóðardemókratar komist til áhrifa. Kosningar fóru fram í Svíþjóð þann 9. september síðastliðinn og hefur ekkert gengið að mynda nýja stjórn. Bæði þeim Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, og Stefan Löfven hefur mistekist að mynda starfhæfa stjórn. Hið sama á við um Lööf sem skilaði sínu stjórnarmyndunarumboði 22. nóvember.Snúin staða Afar snúin staða er á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkarnir náðu 144 þingsætum, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62. Takist sænska þinginu ekki að samþykkja tillögu þingforseta um nýjan forsætisráðherra í fjórum tilraunum þarf að boða til nýrra kosninga. Í byrjun nóvember hafnaði þingið tillögu þingforseta um Kristersson sem nýr forsætisráðherra. Hann sagðist vilja mynda minnihlutastjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Hringekjan byrjar aftur eftir að þingið hafnaði Kristersson Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, mun aftur þurfa að setjast niður með leiðtogum sænsku stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á þingi til að ræða um möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. 14. nóvember 2018 10:00 Munu greiða atkvæði um Löfven sem forsætisráðherra Sænski þingforsetinn hefur tilnefnt Stefan Löfven, formann Jafnaðarmannaflokksins og starfandi forsætisráðherra, sem næsta forsætisráðherra landsins. 23. nóvember 2018 09:54 Annie Lööf gefst upp Formaður sænska Miðflokksins segist hafa gefist upp í tilraunum sínum að mynda nýja ríkisstjórn sem nýtur stuðnings meirihluta sænska þingsins. 22. nóvember 2018 10:06 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Hringekjan byrjar aftur eftir að þingið hafnaði Kristersson Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, mun aftur þurfa að setjast niður með leiðtogum sænsku stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á þingi til að ræða um möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. 14. nóvember 2018 10:00
Munu greiða atkvæði um Löfven sem forsætisráðherra Sænski þingforsetinn hefur tilnefnt Stefan Löfven, formann Jafnaðarmannaflokksins og starfandi forsætisráðherra, sem næsta forsætisráðherra landsins. 23. nóvember 2018 09:54
Annie Lööf gefst upp Formaður sænska Miðflokksins segist hafa gefist upp í tilraunum sínum að mynda nýja ríkisstjórn sem nýtur stuðnings meirihluta sænska þingsins. 22. nóvember 2018 10:06