Þeim fjölgar ár frá ári sem kjósa að gefa Sannar gjafir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. desember 2018 08:15 Hnetupakkinn er kallaður þriðji orkupakkinn þetta árið. MYND/UNICEF Sífellt fjölgar þeim sem nýta sér þann kost að gefa Sannar gjafir um jólin. Dæmi eru um að heilu fjölskyldurnar hafi ákveðið að gefa slíkar jólagjafir. UNICEF á Íslandi hefur undanfarin ár haft til sölu gjafir sem koma fólki á erlendri grundu sem býr við erfiðar aðstæður til góða. Sem dæmi um slíkar gjafir má nefna vatnshreinsitöflur, hlý teppi og vetrarfatnað fyrir börn og orkuríkt hnetumauk. „Við sjáum aukningu frá því í fyrra þó endanlegar tölur liggi ekki fyrir. Margir gefa þeim sem allt eiga slíka gjöf og enn aðrir lauma þessu með sem merkimiða,“ segir Anna Margrét Hrólfsdóttir, fjáröflunarstjóri UNICEF á Íslandi. Hún segir að þetta árið hafi mest selst af hlýjum vetrarfatnaði og teppum enda tengi Íslendingar vel við þá tilfinningu að vera kalt. Gjafirnar eru einnig hentugar fyrir þá sem mögulega gleyma að kaupa gjöf handa einhverjum enda hægðarleikur að kaupa þær af heimasíðu samtakanna hvenær sem er sólarhrings. „Ég veit til að mynda um konu sem fékk óvænta heimsókn skömmu fyrir jól. Fyrir utan stóð fjölskylda með konfektkassa. Hún sagði að sjálfsögðu að hún hefði „akkúrat verið að kaupa gjöfina þeirra“. Síðan prentaði hún út gjafabréf fyrir hlýjum fötum handa börnum í neyð og afhenti þeim,“ segir Anna Margrét og hlær. „Ef einhver vaknar upp við vondan draum í dag þá er alltaf hægt að leita til okkar.“ Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Sífellt fjölgar þeim sem nýta sér þann kost að gefa Sannar gjafir um jólin. Dæmi eru um að heilu fjölskyldurnar hafi ákveðið að gefa slíkar jólagjafir. UNICEF á Íslandi hefur undanfarin ár haft til sölu gjafir sem koma fólki á erlendri grundu sem býr við erfiðar aðstæður til góða. Sem dæmi um slíkar gjafir má nefna vatnshreinsitöflur, hlý teppi og vetrarfatnað fyrir börn og orkuríkt hnetumauk. „Við sjáum aukningu frá því í fyrra þó endanlegar tölur liggi ekki fyrir. Margir gefa þeim sem allt eiga slíka gjöf og enn aðrir lauma þessu með sem merkimiða,“ segir Anna Margrét Hrólfsdóttir, fjáröflunarstjóri UNICEF á Íslandi. Hún segir að þetta árið hafi mest selst af hlýjum vetrarfatnaði og teppum enda tengi Íslendingar vel við þá tilfinningu að vera kalt. Gjafirnar eru einnig hentugar fyrir þá sem mögulega gleyma að kaupa gjöf handa einhverjum enda hægðarleikur að kaupa þær af heimasíðu samtakanna hvenær sem er sólarhrings. „Ég veit til að mynda um konu sem fékk óvænta heimsókn skömmu fyrir jól. Fyrir utan stóð fjölskylda með konfektkassa. Hún sagði að sjálfsögðu að hún hefði „akkúrat verið að kaupa gjöfina þeirra“. Síðan prentaði hún út gjafabréf fyrir hlýjum fötum handa börnum í neyð og afhenti þeim,“ segir Anna Margrét og hlær. „Ef einhver vaknar upp við vondan draum í dag þá er alltaf hægt að leita til okkar.“
Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira