Erlendar fréttir ársins: Brúðkaup aldarinnar 2018, bíl skotið út í geim og „annus horribilis“ hjá Facebook Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2018 09:15 Brot af því helsta sem gerðist á árinu á erlendum vettvangi. Mynd/Samsett Árið sem senn er á enda var síður en svo viðburðasnautt fréttaár á erlendum vettvangi. Náttúran lét á sér kræla sem aldrei fyrr, Facebook lenti í töluverðum vandræðum og bresk yfirvöld virðast vera í mestu vandræðum með að leysa úr flækjunum sem fylgja Brexit á sama tíma og brúðkaup aldarinnar var haldið þar í landi. Þá stóð heimsbyggðin á öndinni þegar tælensku fótboltaliði var bjargað úr helli á frækinn hátt. Vísir hefur hér tekið saman nokkur af mest áberandi fréttamálum ársins en athygli er vakin á því að þessi yfirferð er langt frá því að vera tæmandi. Þá er einnig bent á því að hér er lítið sem ekkert fjallað um fréttir af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, en honum voru gerð skil í sérstöku uppgjöri fyrr í vikunni.Brúðkaup aldarinnar en hveitibrauðsdögunum virðist lokið Frasinn „brúðkaup aldarinnar“ er ef til vill ofnotaður enda notaður við ýmis tilefni þegar innistæðan er ef til vill ekki fyrir hendi. Það er þó óhætt að segja að ekkert brúðkaup á þessari öld hafi komist með tærnar þar sem brúðkaup Harry Bretaprins og bandarísku leikkonunrnar Meghan Markle hafði hælana en þau giftu sig í maí.Hinn 34 ára gamli prins hafði verið gríðarlega eftirsóttur piparsveinn í Bretlandi á sama tíma og stjarna Markle skein skært eftir leik hennar í bandarísku þáttunum vinsælu Suits. Hollywood-stjarna giftist prins. Það hafa verið framleiddar bíómyndir af minna tilefni. Parið hafði aðeins verið saman í rúmt ár þegar tilkynnt var um trúlofun þeirra en þau kynntust á blindu stefnumóti sem virðist hafa gengið afar vel. Brúðkaupsins var beðið með mikilli eftirvæntingu og mikið var fjallað um það í fjölmiðlum víða um heim. Athygli vakti að Thomas, faðir Markle, mætti ekki í brúðkaupið, í yfirlýsingu sagði að hann þyrfti að ná sér eftir hjartaaðgerð. Í aðdraganda brúðkaupsins var töluvert fjallað um Thomas sem gulu pressunni í Bretlandi þótti heldur luralegur og ýjað var því að hann væri ekki þess verðugur að vera tengdapabbi Bretaprinsins.David og Victoria voru að sjálfsögðu á gestalistanum.Getty/WPA PoolEn þrátt fyrir að faðir brúðarinnar hafi ekki mætt var gestalistinn ekki af verra taginu. Fræga fólkið flykktist í brúðkaup Harry og Meghan en á meðal viðstaddra voru tennisstjarnan Serena Williams og eiginmaður hennar Alex Ohanian, stofnandi Reddit, spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey og starfsbróðir hennar James Corden, tónlistarmaðurinn Sir Elton John og leikarinn Idris Elba, auk David og Victoru Beckham. Samtals voru 600 gestir viðstaddir athöfnina auk 2640 almennra borgara.Karl Bretaprins, faðir Harry, leiddi Meghan síðasta spölinn upp að altarinu í kapellu heilags Georgs í Windsor-kastala. Brúðkaupið gekk vel fyrir sig en á ýmsu hefur gengið í samskiptum konungsfjölskyldunnar og Meghan frá því að hjónabandið hófst.Greint hefur verið frá því að starfsfólk hafi sagt upp störfum hjá konungsfjölskyldunni vegna þess hve Meghan á að vera erfið í samskiptum. Þá eru hún og Katrín hertogaynja af Cambridge, eiginkona Vilhjálms prins, sagðar ekki ná vel saman. Hafa bræðurnir og eiginkonur þeirra ekki sést opinberlega saman í nokkra mánuði. Hjónin, sem hafa opinberu titlana hertoginn og hertogaynjan af Sussex, eru nú kölluð Chandler og Monica af starfsliði sínu vegna stjórnsemi Meghan, að því er fram kemur í götublaðinu The Sun. Flestir kannast eflaust við þau Chandler og Monicu úr Friends-þáttunum en eitt af karaktereinkennum Monicu var einmitt stjórnsemi. Hveitibrauðsdögunum virðist því vera lokið.Stóra spurningin.Getty/John KeebleÓreiða á óreiðu ofan vegna Brexit „Bretland stendur frammi fyrir auðveldu og óumflýjanlegu vali - Stöðugleiki og sterk ríkisstjórn með mér, eða óreiðu með Ed Miliband,“ skrifaði David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, í kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar í Bretlandi árið 2015. Skaut hann þar á Ed Miliband, þáverandi leiðtoga Verkamannaflokksins.Britain faces a simple and inescapable choice - stability and strong Government with me, or chaos with Ed Miliband: https://t.co/fmhcfTunbm — David Cameron (@David_Cameron) May 4, 2015 Meðal helstu kosningaloforða Íhaldsflokksins fyrir kosningarnar það árið var loforð um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Bretland skyldi áfram vera meðlimur í Evrópusambandinu. Eins og kunnugt er greiddi naumur meirihluta þeirra sem kusu í atkvæðagreiðslunni með því að Bretland skyldi yfirgefa ESB. Cameron sagði af sér embætti sem forsætisráðherra eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar urðu ljós og eftirlét Theresu May að ráða fram úr þeirri miklu óreiðu sem skapast hefur í Bretlandi vegna útgöngu Bretlands úr ESB, sem ákveðið var að skyldi verða þann 29. mars næstkomandi. Í upphafi ársins sem nú er að líða var skýrslu um áhrif Brexit á efnahaginn í Bretlandi lekið. Þar kom fram að nær öll svið bresks efnahags muni líða fyrir útgönguna. Hagvöxtur verði átta prósent minni að fimmtán árum liðnum ef Bretar segja skilið við ESB án nokkurs samnings um viðskipti. Hefur megnið af breskum stjórnmálum á árinu snúist um að skilgreina hvernig Bretland geti sagt sig úr sambandinu og hefur May meðal annars þurft að glíma við mikla mótstöðu innan eigin flokks vegna málsins. Í júlí, skömmu áður en May ætlaði sér að kynna samkomulag sem náðst hafi innan ríkisstjórnar hennar um framtíðarsamband Bretlands og ESB, sagði Boris Johnson af sér sem utanríkisráðherra. David Davis sagði einnig af sér sem Brexit-málaráðherra. Ástæðan var ósætti við það samkomulag sem May taldi sig hafa náð.May lét þó engan bilbug á sér finna og hélt áfram viðræðum við ESB eftir að hafa fundið nýja ráðherra í stóla Johnson og Davis. Í síðasta mánuði var svo tilkynnt eftir 524 daga af samningaviðræðum að lending hefði náðst á milli ríkisstjórnar May og ESB um framtíðarsamband ESB og Bretlands. Samningurinn felur í sér ákveðið aðlögunartímabil, sem gæti náð til ársins 2022. Þá felur samningurinn meðal annars í sér að þær þrjár milljónir íbúa ríkja ESB í Bretlandi, og ein milljón breskra íbúa í ríkjum ESB halda réttindum sínum þrátt fyrir útgöngu ESB. Bretland þarf einnig að punga út 39 milljörðum punda, um sex þúsund milljörðum króna, sem samsvarar fjárhagslegum skuldbindingum Bretlands vegna ESB til ársins 2020. Þetta var þó ekki nógu gott fyrir þingmenn Íhaldsflokksins sem margir hverjir lögðu fram vantrauststillögu á hendur May vegna samningsins. May stóð atlöguna reyndar af sér. Þó stefnir allt í að breska þingið muni kolfella samninginn en þingið, auk 27 aðildarríkja ESB, þarf að samþykkja samninginn svo hann verði af veruleika. Talið er mögulegt að May muni freista þess að semja um nýjan samning við ESB í ljósi andstöðu þingmanna, en atkvæðagreiðslan um samninginn mun fara fram í janúar. Það má því segja að þrátt fyrir að kjósendur hafi fylgt ráðleggingum Cameron ríki allt annað en stöðugleiki og sterk ríkisstjórn í Bretlandi. Þegar þetta er skrifað hafa yfirvöld 98 daga til þess að komast að niðurstöðu, áður en Bretland yfirgefur ESB, þann 29. mars næstkomandi.Foreldrar og ættingjar biðu dögum saman við hellinn í von um jákvæðar fréttir.Getty/Lauren DeCiccaÓtrúleg björgun úr ótrúlegri prísund Heimsbyggðin öll fylgdist með þegar fréttir fóru að berast í síðari hluta júnímánaðar um að tólf ungra drengja í knattspyrnuliðinu Wild Boars væri saknað auk þjálfara liðsins. Við tóku gríðarlega umfangsmiklar aðgerðir sem sýnt var frá á sjónvarpsstöðvum og fréttasíðum um víða veröld. Strákarnir festust inn í miklu hellakerfi eftir að miklar rigningar komu í veg fyrir að þeir gætu farið sömu leið til baka og þeir fóru inn í hellinn. Drengirnir fundust eftir níu daga og breskur kafari sem sendur var til Tælands til að taka þátt í leitinni náði myndbandi af augnablikinu þegar strákarnir og þjálfarinn fundust á lífi. Við tók miklar aðgerðir til þess að koma drengjunum út og var um að ræða einhverja flóknustu og umfangsmestu björgunaraðgerð sem sögur fara af. Aðstæður í hellinum voru þannig að mjög erfitt var að koma drengjunum aftur út, kafa þurfti töluverða leið og lést meðal annars einn kafari við undirbúning björgunaraðgerðinnar er hann var að koma fyrir súrefniskútum á leiðinni. Leiðin var um fimm kílómetra löng og líkti einn kafari aðgerðunum við að ætla sér að klífa Everest-fjall án þess að hafa leiðbeiningar eða leiðsögumenn til hjálpar. Kafarar úr öllum heimshornum komu að björgunaraðgerðum og stóð heimsbyggðin á öndinni er aðgerðin við að koma drengjunum út hófst.Einn og einn komu þeir út en það auðveldaði björgunaraðgerðir að minna vatn var í hellinum en búist var við. Sautján dögum eftir að þeir fóru inn í hellinn komust allir drengirnir og þjálfari þeirra út, nánast við hestaheilsu, sé mið tekið af lengd þess tíma sem dvölin stóð yfir. Eftir dvöl í einangrun komust þeir svo aftur í faðm fjölskyldna sinna. Ótrúlegt þykir að drengirnir hafi sloppið úr prísundinni heilir á höldnu en björgunaraðgerðirnar eru gott dæmi um hvað heimsbyggðin getur áorkað þegar samvinna er í fyrirrúmi. Björgunin hefur þó dregið dilk á eftir sér, ekki síst vegna meintrar aðkomu frumkvöðulsins Elon Musk. Lýsti hann því yfir á samfélagmiðlum að hann hafi fyrirskipað verkfræðingum sínum að hjálpa eins og hægt væri. Greindi hann frá því að þeir hefðu þróað sérstakt hylki til þess að koma strákunum út. Var hylkið sent til Tælands. Eitthvað fór þetta í taugarnar á Vern Unsworth, kafara sem kom að aðgerðunum. Gagnrýndi hann Musk harðlega fyrir sýndarmennsku vegna málsins og sagði það sem frumkvöðullinn hafi haft fram að færa við björgunina hafi á engan hátt verið gagnlegt. Í kjölfarið kallað Musk Unsworth barnaperra en baðst að lokum afsökunar eftir að Unsworth hótaði lögsókn. Sú afsökunarbeiðni virðist þó ekki hafa verið einlæg.Sviðsljósið var á Mark Zuckerberg í ár.Getty/Chip SomodevillAnnus horribilis hjá Facebook Árið sem er að líða var sérstaklega slæmt fyrir Mark Zuckerberg og fyrirtæki hans Facebook. Samfélagsmiðillinn hefur verið í brennidepli eftir að upp hefur komst á árinu um vafasama starfsemi fyrirtækisins á ýmsum sviðum, þó ekki síst hvernig fyrirtækið hefur farið með gögn notenda sinna. Því á latneski frasinn Annus horribilis, eða hrikalegt ár, einkar vel við. Snemma á árinu kom í ljós að greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica, sem kom að forsetaframboði Donald Trump og Brexit, notfærði sér persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í pólitískum tilgangi. Gögnin, sem fyrirtækið komst yfir án leyfis og án réttinda, voru notuð til að byggja upp öflugan hugbúnað og hafa áhrif á kosningarnar. Hugbúnaðurinn greindi skoðanir einstaklinga svo hægt var að senda þeim hnitmiðaðar og persónulegar auglýsingar. Þetta varð til þess að yfirvöld víða um heim hófu rannsókn á Facebook og kom Zuckerberg meðal annars fyrir þingnefnd bandaríska þingsins þar sem þjarmað var að honum vegna málsins. Sat Zuckerberg þar og svaraði spurningum þingmanna og greindi hann meðal annars frá því að upplýsingum um hann sjálfan deilt var deilt með Cambridge Analytica. Til þess að bæta gráu ofan á svart brutust hakkarar inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook í september. Með árásinni á síðuna náðu þeir sem að verkinu stóðu að komast yfir persónuupplýsingar fólks og ná stjórn á reikningum þess. Um er að ræða stærsta brot sem Facebook hefur orðið fyrir á 14 ára sögu fyrirtækisins.Þá hafa fréttamenn bandaríska stórblaðsins New York Times í auknum mæli beint sjónum sínum að Facebook og birt umfangsmiklar greinar um vafasamar aðgerðir yfirmanna Facebook og starfsmanna þeirra.Í einni slíkri grein kom fram að Facebook réð almannatengslafyrirtæki til þess að reyna að grafa undan gagnrýnendum samfélagsmiðlarisans með því að tengja gagnrýnendurna við milljarðamæringinn George Soros. Voru gagnrýnendurnir sagðir vera sérstakir útsendarar Soros. Fyrirtækið notaði þjónustu ráðgjafafyrirtækis sem stýrt er af íhaldsmönnum til að veitast að aðilum sem gagnrýndu Facebook og þá jafnvel með rasískum árásum. Á dögunum var svo greint frá því í annarri grein New York Times að stór tæknifyrirtæki eins og Microsoft og Amazon fengu vildarkjör hjá samfélagsmiðlarisanum Facebook sem gerði þau í reynd undanþegin gagnaleyndarreglum miðilsins. Leitarvél Microsoft fékk meðal annars aðgang að upplýsingum um nærri alla vini Facebook-notenda án leyfis þeirra og vinsælar streymissíður fengu leyfi til að skoða og eiga við einkaskilaboð notenda.Á meðal þeirra sem nutu góðs af samstarfinu við Facebook voru streymissíðurnar Netflix og Spotify sem gátu lesið einkaskilaboð Facebook-notenda. Amazon gat komist yfir nöfn og heimilisföng notenda í gegnum vini þeirra á Facebook og Yahoo fékk að fylgjast með færslum vina notenda að minnsta kosti þangað til í sumar þrátt fyrir að stjórnendur Facebook hefðu áður sagt opinberlega að slíkur aðgangur væri ekki lengur í boði. Sannarlega slæmt ár fyrir Facebook.Fjölmargir minnstust þeirra sem létust í Parkland-árásinni.Getty/Joe RaedleSkotárásin sem virtist ætla að breyta öllu í Bandaríkjunum Valentínusardagurinn á þessu ári var sem hver annar dagur í Parkland í Flórída. Það átti þó eftir að breytast þegar Nicolas Cruz, fyrrverandi nemandi við Marjory Stoneman Douglas grunnskólann, steig út úr Uber-bíl við skólann. Cruz gekk inn í skólann með hríðskotabyssu, kveikti á brunaviðvörunarkerfi skólans og hóf skothríð. Áður en yfirlauk hafði hann skotið 34 nemendur og kennara við skólann. Fimmtán létust í og við skólann, tveir á spítala. Skotárásin varði í um sex mínútur. Eftir hana skildi Cruz byssuna eftir í skólanum og gekk á brott. Hann var handtekinn í grennd við skólann um klukkutíma eftir árásina. Þrátt fyrir að skotárásir í Bandaríkjunum séu afar tíðar hafði þessi tiltekna árás mun víðtækari áhrif en aðrar og má þar þakka ungum eftirlifendum árásinnar sem sögðu einfaldlega hingað og ekki lengra. Ein þeirra sem vakir hefur hvað mesta athygli fyrir framgöngu sína er Emma Gonzalez, einn nemandana sem lifði af skotárásina. Hin átján ára stúlka hélt tilfinningaþrungnar ræður þar sem hún lét stjórnmálamenn heyra það sem komið hafa í veg fyrir harðari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. „Stjórnmálamenn sem sitja í gylltu þingsæti sem fjármagnað er af Skotvopnasamtökunum og segja okkur að ekkert hefði verið hægt að gera til að koma í veg fyrir þetta, ég kalla það kjaftæði,“ sagði hún á fjöldafundi örfáum dögum eftir árásina. Þó virðist sem svo að krafa Gonsalez og skólafélaga hennar um herta skotvopnalöggjöf hafi ekki farið vel í suma. Var hinn 17 ára gamli David Hogg, sem lifði af árásina, meðal annars sakaður um að vera leikari sem fengi borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. Barátta eftirlifendanna skilaði sér meðal annars í því að hertari skotvopnalöggjöf var samþykkt í Flórída, um einum mánuði eftir árásina. Lágmarksaldur þeirra sem mega kaupa riffla var meðal annars hækkaður í 21 árs aldur, auk þess sem að reglur um biðtíma eftir byssum og bakgrunnskoðanir voru samþykktar. Örfáum dögum eftir að lögin voru samþykkt í ríkinu freistuðu Skotvopnasamtök Bandaríkjanna þess að fá lögunum hnekkt. Málsóknin er enn í gangi. Lítið hefur þó þokast á landsvísu í því að fá í gegn hertari byssulöggjöf en samkvæmt skoðanakönnunum Reuters hafði skotárásin engin varanleg áhrif á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart skotvopnaeign.Flórens og Michael komu inn af krafti Heimurinn sem mannkynið býr er öðru fremur mótaður af móður náttúru sem getur verið blíð en harða hlið hennar er þó sú sem oftar ratar í fréttir. Og náttúran lét sannarlega á sér kræla á árinu. Bandaríkin fengu að finna fyrir fellibyljum og tveir þeirra öflugustu, fellibylirnir Flórens og Michael skullu á austurströnd Bandaríkjanna á haustmánuðunum. Flórens kom fyrst og henni fylgdi gríðarlegt úrhelli. Þegar mest lét var úrkoman 913 millimetrar og varð Flórens þar með blautasti fellibylur í sögu Karólína-ríkjanna tvegga sem helst urðu fyrir barðinu.Alls létust 53 af völdum Flórensar, flestir í miklum flóðum sem fylgdu í kjölfarið. Michael gaf Flórens lítið eftir en þegar hann skall á í október var hann þriðji öflugasti fellibylur sem skollið hefur á Karólína-ríkjunum. Það var vindstyrkurinn sem olli mesta tjóninu en alls létust 60 af völdum Michael. Talið er að tjónið af völdum Flórensar og Michael nemi allt 60 milljörðum dollara, um sjö þúsund milljörðum króna.Paradís varð að helvíti Tugþúsundir þurfti að flýja mikla kjarrelda í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna í nóvember þegar þrír mismunandi eldar fóru gríðarlega hratt yfir og skildu eftir sig sviðna jörð. Dæmi er um að heilu bæirnir hafi horfið, líkt bærinn Paradís, sem gjöreyðilagðist nánast allur, í eldunum.Erfiðlega gekk fyrir íbúa bæjarins að flýja eldana enda bara ein leið út úr bænum sem var umlukin eldum á alla vegu. Íslendingur sem búsettur er, eða var, í Paradís sagði í samtali við Vísi að aðstæður í bænum hafi verið hrikalegar.Þrátt fyrir að kjarreldarnir þrír hafi verið hvað alvarlegastir hafa alls 8434 kjarr- eða skógareldar kviknað í Kaliforníu á árinu og orðið 98 borgurum og sex slökkviliðsmönnum að bana, flestir af þeim létust í kjarreldunum í nóvember.Eldgos á eldgosaeyjunni Eldgosaeyjan Hawaii stóð einnig undir nafni á árinu en eldfjallið Kilauea byrjaði að gjósa í í maí á stærstu eyja Hawaii eyjaklasans. Þúsundir þurftu að flýja heimili sína og um tíma var óttast að íbúar á afmörku svæði eyjunnar myndu lokast inni vegna hraunflaumsins.Blessunarlega varð ekkert mannfall vegna eldgossins en þó nokkur fjöldi húsa varð hrauninu að bráð. Eldgosið stóð yfir í nokkra mánuði en lauk í ágúst.Geimfréttir ársins Það vakti gríðarlega athygli þegar frumkvöðullinn Elon Musk, sem annars hefur átt nokkuð stormasamt ár, sendi Tesla-bifreið áleiðis út í geim að plánetunni Mars. Um borð var Starman en tilgangur ferðarinnar var að prófa Falcon Heavy eldflaug fyrirtækisins. Geimskotsins var beðið með mikilli eftirvæntingu og gekk allt eins og í sögu í miklu sjónarspili þar sem tvær af þremur eldflaugum Falcon Heavy sneru aftur til jarðar.Þá er stutt síðan Bandaríska geimfarið Voyager 2 komst út fyrir sólvindshvolfið svonefnda og flýgur nú í geimnum á milli stjarnanna. Þetta er í annað skiptið sem manngerður hlutur kemst út fyrir áhrifasvæði sólarinnar en systurfarið Voyager 1 gerði það fyrst fyrir sex árum.Geimfarið er nú í rúmlega átján milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni en 41 ár er síðan því var skotið á loft. Í þessari fjarlægð tekur það gögn um sextán og hálfa klukkustund að berast á milli geimfarsins og jarðar á hraða ljóssins.Rembihnútur í Svíþjóð Ekki sér fyrir endann á stjórnarkreppu í Svíþjóð eftir kosningarnar þar í landi í september. Alger pattstaða er á sænska þinginu þar sem ekkert hefur gengið að ná saman um nýja stjórn sem njóti stuðnings meirihluta þingsins. Kosningar fóru fram þann 9. september. Rauðgrænu flokkarnir náðu 144 þingsætum, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62. Stjórnarmyndunarumboðið hefur farið fram og til baka á milli stjórnmálaleiðtoga og hvorki hefur gengið né rekið að mynda ríkisstjórn og hefur Stefan Löfven Formaður Jafnaðarmannaflokksins, gegnt embætti starfandi forsætisráðherra í millitíðinni. Takist sænska þinginu ekki að samþykkja tillögu þingforseta um nýjan forsætisráðherra í fjórum tilraunum þarf að boða til nýrra kosninga. Nú þegar hafa tvær slíkar kosningar verið haldnar en Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna og Löfven var hafnað.Talið er líklegt að boða þurfi til nýrra kosninga.Skripal-málið hafði víðtæk áhrif Alvarlegir brestir mynduðust í samskiptum Breta og Rússa árinu eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans í Salisbury í Bretlandi í mars. Eitrinu Novichok var beitt og segja bresk yfirvöld að það hafi verið framleitt í Rússlandi. Bæði komust þau lífs af en Bretar svöruðu með því að reka fjölda rússsneska erindreka úr landi. Rússar svöruðu í sömu mynt en vestræn ríki stóðu með Bretum og ýmist vísuðu rússneskum erindrekum úr landi eða hættu samstarfi við Rússa á ákveðnum sviðum.Ákváðu íslensk yfirvöld meðal annars að enginn ráðamaður myndi heimsækja Rússlands vegna HM í knattspyrnu sem haldið var í sumar. Í einu undarlegasta sjónvarpsviðtali allra tíma sögðust mennirnir sem bresk yfirvöld segja hafa framkvæmt tilræðið aðeins hafa verið í Salisbury sem ferðamenn sem ferðast hafi þangað til að skoða dómkirkjuna í bænum.Merkel kynnti eftirmanninn Tímamót urðu í þýskum stjórnmálum þegar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, steig til hliðar sem formaður Kristilegra demókrata. Hún hafði stýrt flokknum með styrkri hendi frá árinu 2000 og verið kanslari frá árinu 2005. Merkel mun þó áfram gegna embætti kanslara. Nýi formaðurinn heitir Annegret Kramp-Karrenbauer. Hún 56 ára gömul og fædd í Saarlandi, einu af sextán sambandsríkjum Þýskalands. Á árunum frá 2011 og þar til snemma árs 2018 stýrði hún stjórn í sambandsríkinu, eða þar til Merkel útnefndi hana sem framkvæmdastjóra Kristilegra demókrata. Var það af mörgum talið skýrt merki um að Kramp-Karrenbauer myndi njóta stuðnings kanslarans þegar kæmi að því að velja nýjan formann flokksins, en það reyndist rétt.Brúin sem hrundi 43 létust þegar brú hrundi fyrirvaralaust í Genúa á Ítalíu í ágúst. Talið er að hátt í fjörutíu bílar hafi fallið 45 metra niður þegar brúin hrundi.Brúin var svokölluð skálags- eða stagbrú, tegund brúa sem ruddi sér til rúms upp úr stríðslokum og þótti framúrstefnuleg enda aðallega byggðar úr steinsteypu í stað stáls. Slíkar brýr hafa þó víða verið til vandræða og mikill kostnaður farið í að laga þær og viðhalda.Ítölsk yfirvöld máttu þola mikla gagnrýni vegna málsins en þar hafa framlög til vegamála verið skorin duglega niður frá fjármálakreppunni miklu árið 2008.HM og Ólympíuleikar Heimsmeistaramótið í knattspyrnu var haldið í Rússlandi og þrátt fyrir ýmsar áhyggjur þótti mótið afar vel heppnað. Engu var til sparað og tóku Rússar vel á móti knattspyrnuaðdáendum víða um heim. Frakkar stóðu að lokum uppi sem heimsmeistarar eftir sigur gegn Króatíu í úrslitaleiknum. Íslenska karlalandsliðið þreytti sem kunnugt er frumraun sína á HM. Þrátt fyrir að hafa ekki komist upp úr riðli sínum stóð liðið sig bærilega, hápunkturinn 1-1 jafntefli við Lionel Messi og félaga í Argentínu.Þá voru Vetrarólympíuleikarnir haldnir í Pyeongchang í Suður-Kóreu en þar tóku 2.922 íþróttamenn þátt. Leikarnir mörkuðu þáttaskil í samskiptum Suður og Norður-Kóreu en ríkin mættu til opnunarhátíðarinnar undir sameiginlegum merkjum Kóreu auk þess sem að ríkin tefldu fram sameiginlegu liði í hokkí kvenna. Frændur okkar Norðmenn stóðu upp sem sigursælasta þjóðin á leikunum með alls 39 verðlaun, þar af fjórtán gull.Talandi um S- og N- Kóreu Leiðtogar ríkjanna tveggja, þeir Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, og kollegi hans Kim Jong-un föðmuðust þegar þeir heilsuðust fyrir leiðtogafund þeirra tveggja í september. Samskipti ríkjanna hafa batnað mikið á árinu. Hefur neyðarlína verið opnuð á ný á milli ríkjanna og norðrið sendi keppnislið á Vetrarólympíuleikana í Pyeongchang líkt og áður sagði. Hafa þeir sagt að stefna beri að sameiningu ríkjanna tveggja en ríkin hafa verið aðskilin frá árinu 1953 eftir Kóreu-stríðið sem hófst 1950. Hafa ríkin eldað saman grátt silfur en nú virðist horfa til betri tíðar.Eldflaugaárásin sem varað var við en aldrei varð Ein undarlegasta frétt ársins kom frá Hawaii í byrjun árs er mikil skelfing greip um sig er Eldflaugaviðvörunin var send á íbúa og aðra á eyjunum. „ELDFLAUGAÁRÁS Á HAWAII YFIRVOFANDI. LEITIÐ SKJÓLS TAFARLAUST. ÞETTA ER EKKI ÆFING,“ voru skilaboðin sem send voru í fjölmörg símtæki og eftir öðrum leiðum til íbúa Hawaii og annarra sem þar voru staddir. Í ljós kom að um mistök var um að ræða en starfsmaður Almannavarna Hawaii ýtti einfaldlega á rangan takka og sendi þannig út viðvörunina. „Mistök voru gerð við vaktaskipti og starfsmaður ýtti á vitlausan takka,“ sagði David Ige, ríkisstjóri Hawaii í samtali við CNN. Sjálfur gat Ige ekki sent út leiðréttingu þar sem hann mundi ekki lykilorðið sitt á Twitter.Bútaður niður á ræðismannsskrifstofu „Ég get ekki andað“. Þau eru sögð hinstu orð sádiarabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi áður en hann var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Málið vakti gríðarlega athygli og hefur sett gífurlega pressu á Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, sem bandaríska leyniþjónustan telur að hafi fyrirskipað morðið. Khashoggi var pistlahöfundur Washington Post, búsettur í Bandaríkjunum, og hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í Ríad. Á upptökunni má einnig heyra þegar líkami Khashoggis var bútaður niður með sög og er morðingjunum ráðlagt að hlusta á tónlist til að dempa hljóðið. Þeir eiga einnig að hafa hringt símtöl til að upplýsa aðila á hinni línunni um gang mála. Ellefu hafa verið ákærðir í Sádí Arabíu fyrir morðið en tímaritið Time valdi Kashoggi og myrta og fangelsaða blaðamenn sem manneskjur ársins 2018. Argentína Fréttir ársins 2018 Tengdar fréttir Erlendar fréttir ársins 2016: Trump, Brexit, valdaránstilraun og óöld í Sýrlandi Árið sem senn er á enda var síður en svo viðburðasnautt fréttaár á erlendum vettvangi. Vísir hefur tekið saman nokkur af helstu fréttamálum ársins. 20. desember 2016 11:00 Erlendar fréttir ársins árið 2014 Vísir hefur tekið saman nokkur af þeim fréttamálum sem hafa verið einna mest áberandi á árinu. 21. desember 2014 10:00 Erlendar fréttir ársins 2017: Eldflaugar, eitur, ástir, hryðjuverk og móðir náttúra Árið sem senn er á enda var síður en svo viðburðasnautt fréttaár á erlendum vettvangi. 22. desember 2017 06:00 Erlendar fréttir ársins 2015: Flóttamenn, hryðjuverk í París, skuldavandi Grikkja, loftslagsmál og fleira Árið 2015 var síður en svo tíðindalítið og hefur Vísir tekið saman nokkur af helstu fréttamálum ársins á erlendum vettvangi. 16. desember 2015 09:45 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Árið sem senn er á enda var síður en svo viðburðasnautt fréttaár á erlendum vettvangi. Náttúran lét á sér kræla sem aldrei fyrr, Facebook lenti í töluverðum vandræðum og bresk yfirvöld virðast vera í mestu vandræðum með að leysa úr flækjunum sem fylgja Brexit á sama tíma og brúðkaup aldarinnar var haldið þar í landi. Þá stóð heimsbyggðin á öndinni þegar tælensku fótboltaliði var bjargað úr helli á frækinn hátt. Vísir hefur hér tekið saman nokkur af mest áberandi fréttamálum ársins en athygli er vakin á því að þessi yfirferð er langt frá því að vera tæmandi. Þá er einnig bent á því að hér er lítið sem ekkert fjallað um fréttir af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, en honum voru gerð skil í sérstöku uppgjöri fyrr í vikunni.Brúðkaup aldarinnar en hveitibrauðsdögunum virðist lokið Frasinn „brúðkaup aldarinnar“ er ef til vill ofnotaður enda notaður við ýmis tilefni þegar innistæðan er ef til vill ekki fyrir hendi. Það er þó óhætt að segja að ekkert brúðkaup á þessari öld hafi komist með tærnar þar sem brúðkaup Harry Bretaprins og bandarísku leikkonunrnar Meghan Markle hafði hælana en þau giftu sig í maí.Hinn 34 ára gamli prins hafði verið gríðarlega eftirsóttur piparsveinn í Bretlandi á sama tíma og stjarna Markle skein skært eftir leik hennar í bandarísku þáttunum vinsælu Suits. Hollywood-stjarna giftist prins. Það hafa verið framleiddar bíómyndir af minna tilefni. Parið hafði aðeins verið saman í rúmt ár þegar tilkynnt var um trúlofun þeirra en þau kynntust á blindu stefnumóti sem virðist hafa gengið afar vel. Brúðkaupsins var beðið með mikilli eftirvæntingu og mikið var fjallað um það í fjölmiðlum víða um heim. Athygli vakti að Thomas, faðir Markle, mætti ekki í brúðkaupið, í yfirlýsingu sagði að hann þyrfti að ná sér eftir hjartaaðgerð. Í aðdraganda brúðkaupsins var töluvert fjallað um Thomas sem gulu pressunni í Bretlandi þótti heldur luralegur og ýjað var því að hann væri ekki þess verðugur að vera tengdapabbi Bretaprinsins.David og Victoria voru að sjálfsögðu á gestalistanum.Getty/WPA PoolEn þrátt fyrir að faðir brúðarinnar hafi ekki mætt var gestalistinn ekki af verra taginu. Fræga fólkið flykktist í brúðkaup Harry og Meghan en á meðal viðstaddra voru tennisstjarnan Serena Williams og eiginmaður hennar Alex Ohanian, stofnandi Reddit, spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey og starfsbróðir hennar James Corden, tónlistarmaðurinn Sir Elton John og leikarinn Idris Elba, auk David og Victoru Beckham. Samtals voru 600 gestir viðstaddir athöfnina auk 2640 almennra borgara.Karl Bretaprins, faðir Harry, leiddi Meghan síðasta spölinn upp að altarinu í kapellu heilags Georgs í Windsor-kastala. Brúðkaupið gekk vel fyrir sig en á ýmsu hefur gengið í samskiptum konungsfjölskyldunnar og Meghan frá því að hjónabandið hófst.Greint hefur verið frá því að starfsfólk hafi sagt upp störfum hjá konungsfjölskyldunni vegna þess hve Meghan á að vera erfið í samskiptum. Þá eru hún og Katrín hertogaynja af Cambridge, eiginkona Vilhjálms prins, sagðar ekki ná vel saman. Hafa bræðurnir og eiginkonur þeirra ekki sést opinberlega saman í nokkra mánuði. Hjónin, sem hafa opinberu titlana hertoginn og hertogaynjan af Sussex, eru nú kölluð Chandler og Monica af starfsliði sínu vegna stjórnsemi Meghan, að því er fram kemur í götublaðinu The Sun. Flestir kannast eflaust við þau Chandler og Monicu úr Friends-þáttunum en eitt af karaktereinkennum Monicu var einmitt stjórnsemi. Hveitibrauðsdögunum virðist því vera lokið.Stóra spurningin.Getty/John KeebleÓreiða á óreiðu ofan vegna Brexit „Bretland stendur frammi fyrir auðveldu og óumflýjanlegu vali - Stöðugleiki og sterk ríkisstjórn með mér, eða óreiðu með Ed Miliband,“ skrifaði David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, í kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar í Bretlandi árið 2015. Skaut hann þar á Ed Miliband, þáverandi leiðtoga Verkamannaflokksins.Britain faces a simple and inescapable choice - stability and strong Government with me, or chaos with Ed Miliband: https://t.co/fmhcfTunbm — David Cameron (@David_Cameron) May 4, 2015 Meðal helstu kosningaloforða Íhaldsflokksins fyrir kosningarnar það árið var loforð um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Bretland skyldi áfram vera meðlimur í Evrópusambandinu. Eins og kunnugt er greiddi naumur meirihluta þeirra sem kusu í atkvæðagreiðslunni með því að Bretland skyldi yfirgefa ESB. Cameron sagði af sér embætti sem forsætisráðherra eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar urðu ljós og eftirlét Theresu May að ráða fram úr þeirri miklu óreiðu sem skapast hefur í Bretlandi vegna útgöngu Bretlands úr ESB, sem ákveðið var að skyldi verða þann 29. mars næstkomandi. Í upphafi ársins sem nú er að líða var skýrslu um áhrif Brexit á efnahaginn í Bretlandi lekið. Þar kom fram að nær öll svið bresks efnahags muni líða fyrir útgönguna. Hagvöxtur verði átta prósent minni að fimmtán árum liðnum ef Bretar segja skilið við ESB án nokkurs samnings um viðskipti. Hefur megnið af breskum stjórnmálum á árinu snúist um að skilgreina hvernig Bretland geti sagt sig úr sambandinu og hefur May meðal annars þurft að glíma við mikla mótstöðu innan eigin flokks vegna málsins. Í júlí, skömmu áður en May ætlaði sér að kynna samkomulag sem náðst hafi innan ríkisstjórnar hennar um framtíðarsamband Bretlands og ESB, sagði Boris Johnson af sér sem utanríkisráðherra. David Davis sagði einnig af sér sem Brexit-málaráðherra. Ástæðan var ósætti við það samkomulag sem May taldi sig hafa náð.May lét þó engan bilbug á sér finna og hélt áfram viðræðum við ESB eftir að hafa fundið nýja ráðherra í stóla Johnson og Davis. Í síðasta mánuði var svo tilkynnt eftir 524 daga af samningaviðræðum að lending hefði náðst á milli ríkisstjórnar May og ESB um framtíðarsamband ESB og Bretlands. Samningurinn felur í sér ákveðið aðlögunartímabil, sem gæti náð til ársins 2022. Þá felur samningurinn meðal annars í sér að þær þrjár milljónir íbúa ríkja ESB í Bretlandi, og ein milljón breskra íbúa í ríkjum ESB halda réttindum sínum þrátt fyrir útgöngu ESB. Bretland þarf einnig að punga út 39 milljörðum punda, um sex þúsund milljörðum króna, sem samsvarar fjárhagslegum skuldbindingum Bretlands vegna ESB til ársins 2020. Þetta var þó ekki nógu gott fyrir þingmenn Íhaldsflokksins sem margir hverjir lögðu fram vantrauststillögu á hendur May vegna samningsins. May stóð atlöguna reyndar af sér. Þó stefnir allt í að breska þingið muni kolfella samninginn en þingið, auk 27 aðildarríkja ESB, þarf að samþykkja samninginn svo hann verði af veruleika. Talið er mögulegt að May muni freista þess að semja um nýjan samning við ESB í ljósi andstöðu þingmanna, en atkvæðagreiðslan um samninginn mun fara fram í janúar. Það má því segja að þrátt fyrir að kjósendur hafi fylgt ráðleggingum Cameron ríki allt annað en stöðugleiki og sterk ríkisstjórn í Bretlandi. Þegar þetta er skrifað hafa yfirvöld 98 daga til þess að komast að niðurstöðu, áður en Bretland yfirgefur ESB, þann 29. mars næstkomandi.Foreldrar og ættingjar biðu dögum saman við hellinn í von um jákvæðar fréttir.Getty/Lauren DeCiccaÓtrúleg björgun úr ótrúlegri prísund Heimsbyggðin öll fylgdist með þegar fréttir fóru að berast í síðari hluta júnímánaðar um að tólf ungra drengja í knattspyrnuliðinu Wild Boars væri saknað auk þjálfara liðsins. Við tóku gríðarlega umfangsmiklar aðgerðir sem sýnt var frá á sjónvarpsstöðvum og fréttasíðum um víða veröld. Strákarnir festust inn í miklu hellakerfi eftir að miklar rigningar komu í veg fyrir að þeir gætu farið sömu leið til baka og þeir fóru inn í hellinn. Drengirnir fundust eftir níu daga og breskur kafari sem sendur var til Tælands til að taka þátt í leitinni náði myndbandi af augnablikinu þegar strákarnir og þjálfarinn fundust á lífi. Við tók miklar aðgerðir til þess að koma drengjunum út og var um að ræða einhverja flóknustu og umfangsmestu björgunaraðgerð sem sögur fara af. Aðstæður í hellinum voru þannig að mjög erfitt var að koma drengjunum aftur út, kafa þurfti töluverða leið og lést meðal annars einn kafari við undirbúning björgunaraðgerðinnar er hann var að koma fyrir súrefniskútum á leiðinni. Leiðin var um fimm kílómetra löng og líkti einn kafari aðgerðunum við að ætla sér að klífa Everest-fjall án þess að hafa leiðbeiningar eða leiðsögumenn til hjálpar. Kafarar úr öllum heimshornum komu að björgunaraðgerðum og stóð heimsbyggðin á öndinni er aðgerðin við að koma drengjunum út hófst.Einn og einn komu þeir út en það auðveldaði björgunaraðgerðir að minna vatn var í hellinum en búist var við. Sautján dögum eftir að þeir fóru inn í hellinn komust allir drengirnir og þjálfari þeirra út, nánast við hestaheilsu, sé mið tekið af lengd þess tíma sem dvölin stóð yfir. Eftir dvöl í einangrun komust þeir svo aftur í faðm fjölskyldna sinna. Ótrúlegt þykir að drengirnir hafi sloppið úr prísundinni heilir á höldnu en björgunaraðgerðirnar eru gott dæmi um hvað heimsbyggðin getur áorkað þegar samvinna er í fyrirrúmi. Björgunin hefur þó dregið dilk á eftir sér, ekki síst vegna meintrar aðkomu frumkvöðulsins Elon Musk. Lýsti hann því yfir á samfélagmiðlum að hann hafi fyrirskipað verkfræðingum sínum að hjálpa eins og hægt væri. Greindi hann frá því að þeir hefðu þróað sérstakt hylki til þess að koma strákunum út. Var hylkið sent til Tælands. Eitthvað fór þetta í taugarnar á Vern Unsworth, kafara sem kom að aðgerðunum. Gagnrýndi hann Musk harðlega fyrir sýndarmennsku vegna málsins og sagði það sem frumkvöðullinn hafi haft fram að færa við björgunina hafi á engan hátt verið gagnlegt. Í kjölfarið kallað Musk Unsworth barnaperra en baðst að lokum afsökunar eftir að Unsworth hótaði lögsókn. Sú afsökunarbeiðni virðist þó ekki hafa verið einlæg.Sviðsljósið var á Mark Zuckerberg í ár.Getty/Chip SomodevillAnnus horribilis hjá Facebook Árið sem er að líða var sérstaklega slæmt fyrir Mark Zuckerberg og fyrirtæki hans Facebook. Samfélagsmiðillinn hefur verið í brennidepli eftir að upp hefur komst á árinu um vafasama starfsemi fyrirtækisins á ýmsum sviðum, þó ekki síst hvernig fyrirtækið hefur farið með gögn notenda sinna. Því á latneski frasinn Annus horribilis, eða hrikalegt ár, einkar vel við. Snemma á árinu kom í ljós að greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica, sem kom að forsetaframboði Donald Trump og Brexit, notfærði sér persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í pólitískum tilgangi. Gögnin, sem fyrirtækið komst yfir án leyfis og án réttinda, voru notuð til að byggja upp öflugan hugbúnað og hafa áhrif á kosningarnar. Hugbúnaðurinn greindi skoðanir einstaklinga svo hægt var að senda þeim hnitmiðaðar og persónulegar auglýsingar. Þetta varð til þess að yfirvöld víða um heim hófu rannsókn á Facebook og kom Zuckerberg meðal annars fyrir þingnefnd bandaríska þingsins þar sem þjarmað var að honum vegna málsins. Sat Zuckerberg þar og svaraði spurningum þingmanna og greindi hann meðal annars frá því að upplýsingum um hann sjálfan deilt var deilt með Cambridge Analytica. Til þess að bæta gráu ofan á svart brutust hakkarar inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook í september. Með árásinni á síðuna náðu þeir sem að verkinu stóðu að komast yfir persónuupplýsingar fólks og ná stjórn á reikningum þess. Um er að ræða stærsta brot sem Facebook hefur orðið fyrir á 14 ára sögu fyrirtækisins.Þá hafa fréttamenn bandaríska stórblaðsins New York Times í auknum mæli beint sjónum sínum að Facebook og birt umfangsmiklar greinar um vafasamar aðgerðir yfirmanna Facebook og starfsmanna þeirra.Í einni slíkri grein kom fram að Facebook réð almannatengslafyrirtæki til þess að reyna að grafa undan gagnrýnendum samfélagsmiðlarisans með því að tengja gagnrýnendurna við milljarðamæringinn George Soros. Voru gagnrýnendurnir sagðir vera sérstakir útsendarar Soros. Fyrirtækið notaði þjónustu ráðgjafafyrirtækis sem stýrt er af íhaldsmönnum til að veitast að aðilum sem gagnrýndu Facebook og þá jafnvel með rasískum árásum. Á dögunum var svo greint frá því í annarri grein New York Times að stór tæknifyrirtæki eins og Microsoft og Amazon fengu vildarkjör hjá samfélagsmiðlarisanum Facebook sem gerði þau í reynd undanþegin gagnaleyndarreglum miðilsins. Leitarvél Microsoft fékk meðal annars aðgang að upplýsingum um nærri alla vini Facebook-notenda án leyfis þeirra og vinsælar streymissíður fengu leyfi til að skoða og eiga við einkaskilaboð notenda.Á meðal þeirra sem nutu góðs af samstarfinu við Facebook voru streymissíðurnar Netflix og Spotify sem gátu lesið einkaskilaboð Facebook-notenda. Amazon gat komist yfir nöfn og heimilisföng notenda í gegnum vini þeirra á Facebook og Yahoo fékk að fylgjast með færslum vina notenda að minnsta kosti þangað til í sumar þrátt fyrir að stjórnendur Facebook hefðu áður sagt opinberlega að slíkur aðgangur væri ekki lengur í boði. Sannarlega slæmt ár fyrir Facebook.Fjölmargir minnstust þeirra sem létust í Parkland-árásinni.Getty/Joe RaedleSkotárásin sem virtist ætla að breyta öllu í Bandaríkjunum Valentínusardagurinn á þessu ári var sem hver annar dagur í Parkland í Flórída. Það átti þó eftir að breytast þegar Nicolas Cruz, fyrrverandi nemandi við Marjory Stoneman Douglas grunnskólann, steig út úr Uber-bíl við skólann. Cruz gekk inn í skólann með hríðskotabyssu, kveikti á brunaviðvörunarkerfi skólans og hóf skothríð. Áður en yfirlauk hafði hann skotið 34 nemendur og kennara við skólann. Fimmtán létust í og við skólann, tveir á spítala. Skotárásin varði í um sex mínútur. Eftir hana skildi Cruz byssuna eftir í skólanum og gekk á brott. Hann var handtekinn í grennd við skólann um klukkutíma eftir árásina. Þrátt fyrir að skotárásir í Bandaríkjunum séu afar tíðar hafði þessi tiltekna árás mun víðtækari áhrif en aðrar og má þar þakka ungum eftirlifendum árásinnar sem sögðu einfaldlega hingað og ekki lengra. Ein þeirra sem vakir hefur hvað mesta athygli fyrir framgöngu sína er Emma Gonzalez, einn nemandana sem lifði af skotárásina. Hin átján ára stúlka hélt tilfinningaþrungnar ræður þar sem hún lét stjórnmálamenn heyra það sem komið hafa í veg fyrir harðari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. „Stjórnmálamenn sem sitja í gylltu þingsæti sem fjármagnað er af Skotvopnasamtökunum og segja okkur að ekkert hefði verið hægt að gera til að koma í veg fyrir þetta, ég kalla það kjaftæði,“ sagði hún á fjöldafundi örfáum dögum eftir árásina. Þó virðist sem svo að krafa Gonsalez og skólafélaga hennar um herta skotvopnalöggjöf hafi ekki farið vel í suma. Var hinn 17 ára gamli David Hogg, sem lifði af árásina, meðal annars sakaður um að vera leikari sem fengi borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. Barátta eftirlifendanna skilaði sér meðal annars í því að hertari skotvopnalöggjöf var samþykkt í Flórída, um einum mánuði eftir árásina. Lágmarksaldur þeirra sem mega kaupa riffla var meðal annars hækkaður í 21 árs aldur, auk þess sem að reglur um biðtíma eftir byssum og bakgrunnskoðanir voru samþykktar. Örfáum dögum eftir að lögin voru samþykkt í ríkinu freistuðu Skotvopnasamtök Bandaríkjanna þess að fá lögunum hnekkt. Málsóknin er enn í gangi. Lítið hefur þó þokast á landsvísu í því að fá í gegn hertari byssulöggjöf en samkvæmt skoðanakönnunum Reuters hafði skotárásin engin varanleg áhrif á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart skotvopnaeign.Flórens og Michael komu inn af krafti Heimurinn sem mannkynið býr er öðru fremur mótaður af móður náttúru sem getur verið blíð en harða hlið hennar er þó sú sem oftar ratar í fréttir. Og náttúran lét sannarlega á sér kræla á árinu. Bandaríkin fengu að finna fyrir fellibyljum og tveir þeirra öflugustu, fellibylirnir Flórens og Michael skullu á austurströnd Bandaríkjanna á haustmánuðunum. Flórens kom fyrst og henni fylgdi gríðarlegt úrhelli. Þegar mest lét var úrkoman 913 millimetrar og varð Flórens þar með blautasti fellibylur í sögu Karólína-ríkjanna tvegga sem helst urðu fyrir barðinu.Alls létust 53 af völdum Flórensar, flestir í miklum flóðum sem fylgdu í kjölfarið. Michael gaf Flórens lítið eftir en þegar hann skall á í október var hann þriðji öflugasti fellibylur sem skollið hefur á Karólína-ríkjunum. Það var vindstyrkurinn sem olli mesta tjóninu en alls létust 60 af völdum Michael. Talið er að tjónið af völdum Flórensar og Michael nemi allt 60 milljörðum dollara, um sjö þúsund milljörðum króna.Paradís varð að helvíti Tugþúsundir þurfti að flýja mikla kjarrelda í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna í nóvember þegar þrír mismunandi eldar fóru gríðarlega hratt yfir og skildu eftir sig sviðna jörð. Dæmi er um að heilu bæirnir hafi horfið, líkt bærinn Paradís, sem gjöreyðilagðist nánast allur, í eldunum.Erfiðlega gekk fyrir íbúa bæjarins að flýja eldana enda bara ein leið út úr bænum sem var umlukin eldum á alla vegu. Íslendingur sem búsettur er, eða var, í Paradís sagði í samtali við Vísi að aðstæður í bænum hafi verið hrikalegar.Þrátt fyrir að kjarreldarnir þrír hafi verið hvað alvarlegastir hafa alls 8434 kjarr- eða skógareldar kviknað í Kaliforníu á árinu og orðið 98 borgurum og sex slökkviliðsmönnum að bana, flestir af þeim létust í kjarreldunum í nóvember.Eldgos á eldgosaeyjunni Eldgosaeyjan Hawaii stóð einnig undir nafni á árinu en eldfjallið Kilauea byrjaði að gjósa í í maí á stærstu eyja Hawaii eyjaklasans. Þúsundir þurftu að flýja heimili sína og um tíma var óttast að íbúar á afmörku svæði eyjunnar myndu lokast inni vegna hraunflaumsins.Blessunarlega varð ekkert mannfall vegna eldgossins en þó nokkur fjöldi húsa varð hrauninu að bráð. Eldgosið stóð yfir í nokkra mánuði en lauk í ágúst.Geimfréttir ársins Það vakti gríðarlega athygli þegar frumkvöðullinn Elon Musk, sem annars hefur átt nokkuð stormasamt ár, sendi Tesla-bifreið áleiðis út í geim að plánetunni Mars. Um borð var Starman en tilgangur ferðarinnar var að prófa Falcon Heavy eldflaug fyrirtækisins. Geimskotsins var beðið með mikilli eftirvæntingu og gekk allt eins og í sögu í miklu sjónarspili þar sem tvær af þremur eldflaugum Falcon Heavy sneru aftur til jarðar.Þá er stutt síðan Bandaríska geimfarið Voyager 2 komst út fyrir sólvindshvolfið svonefnda og flýgur nú í geimnum á milli stjarnanna. Þetta er í annað skiptið sem manngerður hlutur kemst út fyrir áhrifasvæði sólarinnar en systurfarið Voyager 1 gerði það fyrst fyrir sex árum.Geimfarið er nú í rúmlega átján milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni en 41 ár er síðan því var skotið á loft. Í þessari fjarlægð tekur það gögn um sextán og hálfa klukkustund að berast á milli geimfarsins og jarðar á hraða ljóssins.Rembihnútur í Svíþjóð Ekki sér fyrir endann á stjórnarkreppu í Svíþjóð eftir kosningarnar þar í landi í september. Alger pattstaða er á sænska þinginu þar sem ekkert hefur gengið að ná saman um nýja stjórn sem njóti stuðnings meirihluta þingsins. Kosningar fóru fram þann 9. september. Rauðgrænu flokkarnir náðu 144 þingsætum, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62. Stjórnarmyndunarumboðið hefur farið fram og til baka á milli stjórnmálaleiðtoga og hvorki hefur gengið né rekið að mynda ríkisstjórn og hefur Stefan Löfven Formaður Jafnaðarmannaflokksins, gegnt embætti starfandi forsætisráðherra í millitíðinni. Takist sænska þinginu ekki að samþykkja tillögu þingforseta um nýjan forsætisráðherra í fjórum tilraunum þarf að boða til nýrra kosninga. Nú þegar hafa tvær slíkar kosningar verið haldnar en Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna og Löfven var hafnað.Talið er líklegt að boða þurfi til nýrra kosninga.Skripal-málið hafði víðtæk áhrif Alvarlegir brestir mynduðust í samskiptum Breta og Rússa árinu eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans í Salisbury í Bretlandi í mars. Eitrinu Novichok var beitt og segja bresk yfirvöld að það hafi verið framleitt í Rússlandi. Bæði komust þau lífs af en Bretar svöruðu með því að reka fjölda rússsneska erindreka úr landi. Rússar svöruðu í sömu mynt en vestræn ríki stóðu með Bretum og ýmist vísuðu rússneskum erindrekum úr landi eða hættu samstarfi við Rússa á ákveðnum sviðum.Ákváðu íslensk yfirvöld meðal annars að enginn ráðamaður myndi heimsækja Rússlands vegna HM í knattspyrnu sem haldið var í sumar. Í einu undarlegasta sjónvarpsviðtali allra tíma sögðust mennirnir sem bresk yfirvöld segja hafa framkvæmt tilræðið aðeins hafa verið í Salisbury sem ferðamenn sem ferðast hafi þangað til að skoða dómkirkjuna í bænum.Merkel kynnti eftirmanninn Tímamót urðu í þýskum stjórnmálum þegar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, steig til hliðar sem formaður Kristilegra demókrata. Hún hafði stýrt flokknum með styrkri hendi frá árinu 2000 og verið kanslari frá árinu 2005. Merkel mun þó áfram gegna embætti kanslara. Nýi formaðurinn heitir Annegret Kramp-Karrenbauer. Hún 56 ára gömul og fædd í Saarlandi, einu af sextán sambandsríkjum Þýskalands. Á árunum frá 2011 og þar til snemma árs 2018 stýrði hún stjórn í sambandsríkinu, eða þar til Merkel útnefndi hana sem framkvæmdastjóra Kristilegra demókrata. Var það af mörgum talið skýrt merki um að Kramp-Karrenbauer myndi njóta stuðnings kanslarans þegar kæmi að því að velja nýjan formann flokksins, en það reyndist rétt.Brúin sem hrundi 43 létust þegar brú hrundi fyrirvaralaust í Genúa á Ítalíu í ágúst. Talið er að hátt í fjörutíu bílar hafi fallið 45 metra niður þegar brúin hrundi.Brúin var svokölluð skálags- eða stagbrú, tegund brúa sem ruddi sér til rúms upp úr stríðslokum og þótti framúrstefnuleg enda aðallega byggðar úr steinsteypu í stað stáls. Slíkar brýr hafa þó víða verið til vandræða og mikill kostnaður farið í að laga þær og viðhalda.Ítölsk yfirvöld máttu þola mikla gagnrýni vegna málsins en þar hafa framlög til vegamála verið skorin duglega niður frá fjármálakreppunni miklu árið 2008.HM og Ólympíuleikar Heimsmeistaramótið í knattspyrnu var haldið í Rússlandi og þrátt fyrir ýmsar áhyggjur þótti mótið afar vel heppnað. Engu var til sparað og tóku Rússar vel á móti knattspyrnuaðdáendum víða um heim. Frakkar stóðu að lokum uppi sem heimsmeistarar eftir sigur gegn Króatíu í úrslitaleiknum. Íslenska karlalandsliðið þreytti sem kunnugt er frumraun sína á HM. Þrátt fyrir að hafa ekki komist upp úr riðli sínum stóð liðið sig bærilega, hápunkturinn 1-1 jafntefli við Lionel Messi og félaga í Argentínu.Þá voru Vetrarólympíuleikarnir haldnir í Pyeongchang í Suður-Kóreu en þar tóku 2.922 íþróttamenn þátt. Leikarnir mörkuðu þáttaskil í samskiptum Suður og Norður-Kóreu en ríkin mættu til opnunarhátíðarinnar undir sameiginlegum merkjum Kóreu auk þess sem að ríkin tefldu fram sameiginlegu liði í hokkí kvenna. Frændur okkar Norðmenn stóðu upp sem sigursælasta þjóðin á leikunum með alls 39 verðlaun, þar af fjórtán gull.Talandi um S- og N- Kóreu Leiðtogar ríkjanna tveggja, þeir Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, og kollegi hans Kim Jong-un föðmuðust þegar þeir heilsuðust fyrir leiðtogafund þeirra tveggja í september. Samskipti ríkjanna hafa batnað mikið á árinu. Hefur neyðarlína verið opnuð á ný á milli ríkjanna og norðrið sendi keppnislið á Vetrarólympíuleikana í Pyeongchang líkt og áður sagði. Hafa þeir sagt að stefna beri að sameiningu ríkjanna tveggja en ríkin hafa verið aðskilin frá árinu 1953 eftir Kóreu-stríðið sem hófst 1950. Hafa ríkin eldað saman grátt silfur en nú virðist horfa til betri tíðar.Eldflaugaárásin sem varað var við en aldrei varð Ein undarlegasta frétt ársins kom frá Hawaii í byrjun árs er mikil skelfing greip um sig er Eldflaugaviðvörunin var send á íbúa og aðra á eyjunum. „ELDFLAUGAÁRÁS Á HAWAII YFIRVOFANDI. LEITIÐ SKJÓLS TAFARLAUST. ÞETTA ER EKKI ÆFING,“ voru skilaboðin sem send voru í fjölmörg símtæki og eftir öðrum leiðum til íbúa Hawaii og annarra sem þar voru staddir. Í ljós kom að um mistök var um að ræða en starfsmaður Almannavarna Hawaii ýtti einfaldlega á rangan takka og sendi þannig út viðvörunina. „Mistök voru gerð við vaktaskipti og starfsmaður ýtti á vitlausan takka,“ sagði David Ige, ríkisstjóri Hawaii í samtali við CNN. Sjálfur gat Ige ekki sent út leiðréttingu þar sem hann mundi ekki lykilorðið sitt á Twitter.Bútaður niður á ræðismannsskrifstofu „Ég get ekki andað“. Þau eru sögð hinstu orð sádiarabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi áður en hann var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Málið vakti gríðarlega athygli og hefur sett gífurlega pressu á Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, sem bandaríska leyniþjónustan telur að hafi fyrirskipað morðið. Khashoggi var pistlahöfundur Washington Post, búsettur í Bandaríkjunum, og hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í Ríad. Á upptökunni má einnig heyra þegar líkami Khashoggis var bútaður niður með sög og er morðingjunum ráðlagt að hlusta á tónlist til að dempa hljóðið. Þeir eiga einnig að hafa hringt símtöl til að upplýsa aðila á hinni línunni um gang mála. Ellefu hafa verið ákærðir í Sádí Arabíu fyrir morðið en tímaritið Time valdi Kashoggi og myrta og fangelsaða blaðamenn sem manneskjur ársins 2018.
Argentína Fréttir ársins 2018 Tengdar fréttir Erlendar fréttir ársins 2016: Trump, Brexit, valdaránstilraun og óöld í Sýrlandi Árið sem senn er á enda var síður en svo viðburðasnautt fréttaár á erlendum vettvangi. Vísir hefur tekið saman nokkur af helstu fréttamálum ársins. 20. desember 2016 11:00 Erlendar fréttir ársins árið 2014 Vísir hefur tekið saman nokkur af þeim fréttamálum sem hafa verið einna mest áberandi á árinu. 21. desember 2014 10:00 Erlendar fréttir ársins 2017: Eldflaugar, eitur, ástir, hryðjuverk og móðir náttúra Árið sem senn er á enda var síður en svo viðburðasnautt fréttaár á erlendum vettvangi. 22. desember 2017 06:00 Erlendar fréttir ársins 2015: Flóttamenn, hryðjuverk í París, skuldavandi Grikkja, loftslagsmál og fleira Árið 2015 var síður en svo tíðindalítið og hefur Vísir tekið saman nokkur af helstu fréttamálum ársins á erlendum vettvangi. 16. desember 2015 09:45 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Erlendar fréttir ársins 2016: Trump, Brexit, valdaránstilraun og óöld í Sýrlandi Árið sem senn er á enda var síður en svo viðburðasnautt fréttaár á erlendum vettvangi. Vísir hefur tekið saman nokkur af helstu fréttamálum ársins. 20. desember 2016 11:00
Erlendar fréttir ársins árið 2014 Vísir hefur tekið saman nokkur af þeim fréttamálum sem hafa verið einna mest áberandi á árinu. 21. desember 2014 10:00
Erlendar fréttir ársins 2017: Eldflaugar, eitur, ástir, hryðjuverk og móðir náttúra Árið sem senn er á enda var síður en svo viðburðasnautt fréttaár á erlendum vettvangi. 22. desember 2017 06:00
Erlendar fréttir ársins 2015: Flóttamenn, hryðjuverk í París, skuldavandi Grikkja, loftslagsmál og fleira Árið 2015 var síður en svo tíðindalítið og hefur Vísir tekið saman nokkur af helstu fréttamálum ársins á erlendum vettvangi. 16. desember 2015 09:45