Segir samskipti við verkalýðshreyfinguna mikil og góð Andri Eysteinsson skrifar 30. desember 2018 13:26 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra vísar á bug ásökunum Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, um að Vinstri Grænir hafi misst tengslin við verkalýðshreyfinguna og átti sig ekki á því. Katrín og Styrmir voru meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag.Sagði VG misst tengslin við fyrirrennara sína og verkalýðshreyfinguna Styrmir Gunnarsson velti upp spurningunni hvernig flokkur VG væri í dag, auðvitað væru þau vinstri flokkur en væru búin að missa rætur við uppruna sinn, sem rekja mætti í gegnum Alþýðubandalag, Sósíalistaflokk og Kommúnistaflokks Íslands. Þeir flokkar hafi átt það sameiginlegt að vera í mjög nánum tengslum við verkalýðshreyfinguna. Styrmir segist túlka orð Katrínar og samflokksmanna hennar á þá vegu að VG hafi misst þessi tengsl við gamla tíma og verkalýðshreyfinguna. Katrín hóf mál sitt með því að segja að hún hafi aldrei verið í Alþýðubandalaginu og hafi gengið til liðs við VG vegna þess að flokkurinn nálgaðist samfélagsmálin með nýjum hætti, út frá mikilvægu jafnvægi efnahags, umhverfis og samfélags. Katrín sagði jöfnuð hluta af því og verkalýðshreyfingin einnig.Fáar ríkisstjórnir átt meiri samskipti við verkalýðshreyfinguna í seinni tíð Katrín segist ekki vita til annars en að samskipti við verkalýðshreyfinguna séu mikil og góð. Fáar ríkisstjórnir í seinni tíð hafi átt meiri samskipti við verkalýðshreyfinguna en sú sem nú situr. Katrín telur að það sé meðal annars vegna áhrifa Vinstri Grænna þó svo að flokkurinn sé ekki eins og Kommúnistaflokkurinn gamli. Katrín kannist ekki við annað þó að Styrmir sé kannski með heimildir umfram þær sem Katrín hefur. „Ég hef engar heimildir, aðra en það sem þú og þínir flokksmenn segja opinberlega. Ég dreg þá ályktun frá því sem þið segið og hvernig þið talið opinberlega, að þið séuð ekki í tengslum við þann grunn samfélagsins sem verkalýðsfélögin eru fulltrúar fyrir,“ sagði Styrmir áður en hann bætti við að honum dytti ekki í hug annað en að ríkisstjórnin ætti góð samtöl við verkalýðsforingja. „En eitt eru góð samtöl, og annað eru opin og hreinskilin samtöl,“ sagði Styrmir og minnti á að traust milli stjórnvalda og forystu verkalýðshreyfingarinnar sé mikilvægt. Fundir í ráðherrabústaðnum séu góðir en tveggja manna tal væri enn betra. Katrín bætti þá inn rétt áður en viðtalinu lauk að vissulega hefðu þónokkur tveggja manna töl átt sér stað milli ríkisstjórnar og forystu verkalýðshreyfingarinnar.Umræður Katrínar og Styrmis um málið hefjast eftir sex mínútur og fimmtíuogfjórar sekúndur í spilaranum hér að ofan. Kjaramál Sprengisandur Stj.mál Tengdar fréttir Styrmir segir „unga fólkið“ í ríkisstjórninni ekki vita hvað geti verið í vændum Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir stjórnmálamenn ekki átta sig á undiröldu kjaramála í samfélaginu. 30. desember 2018 12:24 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra vísar á bug ásökunum Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, um að Vinstri Grænir hafi misst tengslin við verkalýðshreyfinguna og átti sig ekki á því. Katrín og Styrmir voru meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag.Sagði VG misst tengslin við fyrirrennara sína og verkalýðshreyfinguna Styrmir Gunnarsson velti upp spurningunni hvernig flokkur VG væri í dag, auðvitað væru þau vinstri flokkur en væru búin að missa rætur við uppruna sinn, sem rekja mætti í gegnum Alþýðubandalag, Sósíalistaflokk og Kommúnistaflokks Íslands. Þeir flokkar hafi átt það sameiginlegt að vera í mjög nánum tengslum við verkalýðshreyfinguna. Styrmir segist túlka orð Katrínar og samflokksmanna hennar á þá vegu að VG hafi misst þessi tengsl við gamla tíma og verkalýðshreyfinguna. Katrín hóf mál sitt með því að segja að hún hafi aldrei verið í Alþýðubandalaginu og hafi gengið til liðs við VG vegna þess að flokkurinn nálgaðist samfélagsmálin með nýjum hætti, út frá mikilvægu jafnvægi efnahags, umhverfis og samfélags. Katrín sagði jöfnuð hluta af því og verkalýðshreyfingin einnig.Fáar ríkisstjórnir átt meiri samskipti við verkalýðshreyfinguna í seinni tíð Katrín segist ekki vita til annars en að samskipti við verkalýðshreyfinguna séu mikil og góð. Fáar ríkisstjórnir í seinni tíð hafi átt meiri samskipti við verkalýðshreyfinguna en sú sem nú situr. Katrín telur að það sé meðal annars vegna áhrifa Vinstri Grænna þó svo að flokkurinn sé ekki eins og Kommúnistaflokkurinn gamli. Katrín kannist ekki við annað þó að Styrmir sé kannski með heimildir umfram þær sem Katrín hefur. „Ég hef engar heimildir, aðra en það sem þú og þínir flokksmenn segja opinberlega. Ég dreg þá ályktun frá því sem þið segið og hvernig þið talið opinberlega, að þið séuð ekki í tengslum við þann grunn samfélagsins sem verkalýðsfélögin eru fulltrúar fyrir,“ sagði Styrmir áður en hann bætti við að honum dytti ekki í hug annað en að ríkisstjórnin ætti góð samtöl við verkalýðsforingja. „En eitt eru góð samtöl, og annað eru opin og hreinskilin samtöl,“ sagði Styrmir og minnti á að traust milli stjórnvalda og forystu verkalýðshreyfingarinnar sé mikilvægt. Fundir í ráðherrabústaðnum séu góðir en tveggja manna tal væri enn betra. Katrín bætti þá inn rétt áður en viðtalinu lauk að vissulega hefðu þónokkur tveggja manna töl átt sér stað milli ríkisstjórnar og forystu verkalýðshreyfingarinnar.Umræður Katrínar og Styrmis um málið hefjast eftir sex mínútur og fimmtíuogfjórar sekúndur í spilaranum hér að ofan.
Kjaramál Sprengisandur Stj.mál Tengdar fréttir Styrmir segir „unga fólkið“ í ríkisstjórninni ekki vita hvað geti verið í vændum Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir stjórnmálamenn ekki átta sig á undiröldu kjaramála í samfélaginu. 30. desember 2018 12:24 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Styrmir segir „unga fólkið“ í ríkisstjórninni ekki vita hvað geti verið í vændum Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir stjórnmálamenn ekki átta sig á undiröldu kjaramála í samfélaginu. 30. desember 2018 12:24