Veselnitskaya ákærð fyrir að hindra framgang réttvísinnar Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2019 16:05 Natalia Veselnitskaya, rússneski lögfræðingurinn sem fundað með Donald Trump yngri og öðrum starfsmönnum framboðs Trump í júní 2016. AP/Dmitry Serebryakov Rússneski lögmaðurinn Natalia Veselnitskaya hefur verið ákærð í Bandaríkjunum fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Ákæran snýr að umfangsmiklu dómsmáli varðandi svik og peningaþvætti rússneskra glæpamanna. Veselnitskaya er þó hvað þekktust vegna fundar hennar og forsvarsmanna framboðs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í turni Trump í New York árið 2016. Milliliður hafði boðað til fundarins með því loforði að Veselnitskaya væri á vegum yfirvalda Rússlands og hún ætlaði að veita framboði Trump upplýsingar sem kæmu sér illa fyrir Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Hún hefur verið til rannsóknar hjá Robert Mueller, sérstökum rannsakenda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Veselniskaya var lögmaður fyrirtækisins Prevezon Holdings en saksóknarar á Manhattan hafa reynt að leggja hald á milljóna dala eignir fyrirtækisins og annarra vegna umfangsmikilla svika og fjárþvættis rússneskra glæpamanna í Bandaríkjunum. Saksóknarar segja skipulögð glæpasamtök hafa svikið um 230 milljónir dala út úr skattkerfi Bandaríkjanna. Þessi peningar hafi svo verið fluttir á milli skúffufyrirtækja áður en þeir enduðu í sjóðum fasteignafélagsins Prevezon, sem er skráð á Kýpur. Fyrirtækið þvættaði svo féð í fasteignum og þá meðal annars á Manhattan í New York. Svikahrapparnir þóttust vera forsvarsmenn bandarískra fyrirtækja til að svíkja fé úr skattinum. Móðurfélag fyrirtækjanna sem um ræðir, réð hóp lögmanna til að rannsaka málið og þar á meðal var Rússinn Sergei Magnitsky. Þeir komust á snoðir um svikin og bendluðu rússneska embættismenn við málið. Magnitsky var þó handtekinn í Rússlandi og lést í fangelsi. Saksóknarar segja hann hafa verið barinn af fangavörðum og sjúkraflutningamönnum hafi verið meinaður aðgangur að honum í fangelsi. Í kjölfar þessa voru lög sem kallast Magnitsky Act sett á í Bandaríkjunum og þau gera yfirvöldum Bandaríkjanna kleift að beita rússneska embættismenn sem fremja mannréttindabrot refsiaðgerðum. Í ákæru sem opinberuð var í dag segir að yfirvöld Rússlands hafi neitað að starfa með rannsakendum í Bandaríkjunum. Þess í stað hafi þeir sent bréf til Bandaríkjanna sem ætlað var að hreinsa rússneska embættismenn og starfsmenn Prevezon af sök. Veselnitskaya er gert að starfað með rússneskum saksóknara við skriftir bréfsins og logið fyrir dómi. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Rússneski lögmaðurinn Natalia Veselnitskaya hefur verið ákærð í Bandaríkjunum fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Ákæran snýr að umfangsmiklu dómsmáli varðandi svik og peningaþvætti rússneskra glæpamanna. Veselnitskaya er þó hvað þekktust vegna fundar hennar og forsvarsmanna framboðs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í turni Trump í New York árið 2016. Milliliður hafði boðað til fundarins með því loforði að Veselnitskaya væri á vegum yfirvalda Rússlands og hún ætlaði að veita framboði Trump upplýsingar sem kæmu sér illa fyrir Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Hún hefur verið til rannsóknar hjá Robert Mueller, sérstökum rannsakenda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Veselniskaya var lögmaður fyrirtækisins Prevezon Holdings en saksóknarar á Manhattan hafa reynt að leggja hald á milljóna dala eignir fyrirtækisins og annarra vegna umfangsmikilla svika og fjárþvættis rússneskra glæpamanna í Bandaríkjunum. Saksóknarar segja skipulögð glæpasamtök hafa svikið um 230 milljónir dala út úr skattkerfi Bandaríkjanna. Þessi peningar hafi svo verið fluttir á milli skúffufyrirtækja áður en þeir enduðu í sjóðum fasteignafélagsins Prevezon, sem er skráð á Kýpur. Fyrirtækið þvættaði svo féð í fasteignum og þá meðal annars á Manhattan í New York. Svikahrapparnir þóttust vera forsvarsmenn bandarískra fyrirtækja til að svíkja fé úr skattinum. Móðurfélag fyrirtækjanna sem um ræðir, réð hóp lögmanna til að rannsaka málið og þar á meðal var Rússinn Sergei Magnitsky. Þeir komust á snoðir um svikin og bendluðu rússneska embættismenn við málið. Magnitsky var þó handtekinn í Rússlandi og lést í fangelsi. Saksóknarar segja hann hafa verið barinn af fangavörðum og sjúkraflutningamönnum hafi verið meinaður aðgangur að honum í fangelsi. Í kjölfar þessa voru lög sem kallast Magnitsky Act sett á í Bandaríkjunum og þau gera yfirvöldum Bandaríkjanna kleift að beita rússneska embættismenn sem fremja mannréttindabrot refsiaðgerðum. Í ákæru sem opinberuð var í dag segir að yfirvöld Rússlands hafi neitað að starfa með rannsakendum í Bandaríkjunum. Þess í stað hafi þeir sent bréf til Bandaríkjanna sem ætlað var að hreinsa rússneska embættismenn og starfsmenn Prevezon af sök. Veselnitskaya er gert að starfað með rússneskum saksóknara við skriftir bréfsins og logið fyrir dómi.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira