Vaknaði upp við vondan draum á rúmsjó: „Ég er bara í sjokki“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. janúar 2019 11:43 Hjólhýsið stóð í ljósum logum sem teygðu sig yfir í Benz-inn. Sigfús Steindórsson Ásgeir Helgi Þórðarson segir það hafa verið mikið áfall þegar hann fékk þau tíðindi á rúmsjó að nýlegur Mercedes-Benz hefði brunnið til kaldra kola. Ásgeir Helgi, sem er skipverji á Kristrúnu Re, var sofandi þegar hann fékk símtalið með fregnunum. Ásgeir Helgi Þórðarson. Það var upp úr klukkan hálf fimm í gær sem slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að hjólhýsi stæði í ljósum logum úti á Granda í Reykjavík. Mikinn svartan og þykkan reyk lagði frá brunanum svo til sást víða á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva eldinn en hjólhýsið er gjörónýtt og sömuleiðis Mercedes Benz bíll Ásgeirs Helga sem var lagt við hliðina á. Karlmaður sem bjó í hjólhýsinu náði að koma sér út áður en slökkviliðið bar að garði. „Ég fékk bara hringingu í gærkvöld hingað út á sjó, var vakinn við þessar glötuðu fréttir,“ segir Ásgeir Helgi í samtali við Vísi. „Ég er bara í sjokki.“ Frá vettvangi á Granda í gær.Sigfús Steindórsson Bíllinn er gjörónýtur en um er að ræða Benz c55 amg sem að sögn Ásgeirs Helga er sjaldgæf tegund af Benz. Hann var tryggður og vonar Ásgeir að tryggingar dekki skaðann. „Ég var búinn að eiga hann í hálft ár. Ég var þrjár vertíðir að safna fyrir honum.“ En það var ekki bara bíllinn sem skemmdist heldur var Ásgeir Helgi með búnað í bílnum. Slökkviliðsmaður í baráttu við eldinn.Sigfús Steindórsson „Allt snjóbrettadótið mitt var í skottinu,“ segir Ásgeir Helgi sem verður að óbreyttu á sjó út mánuðinn. „Það gæti verið að mér verði bara skutlað í land út af þessu. Ég trúi þessu bara ekki.“ Hann segir það furðulega að fyrir nákvæmlega ári síðan hafi verið ekið á 745 BMW bíl hans og stungið af. „Þetta er bara alveg glatað.“ Tildrög brunans eru til rannsóknar.Fjallað var um brunann í fréttum Stöðvar 2 í gær þar sem sjá má myndbönd frá vettvangi. Slökkvilið Tryggingar Tengdar fréttir Eldur logaði í hjólhýsi á Granda Mikinn sótsvartan reyk lagði frá Grandanum í Reykjavík þar sem eldur logaði í hjólhýsi. Lögregla lokaði fyrir umferð um svæðið. 12. janúar 2019 16:33 Kom sér út áður en slökkvilið bar að garði Karlmaður sem býr í hjólhýsinu sem brann við Grandagarð í dag, komst út úr hjólhýsinu áður en slökkvilið bar að garði. Hjólhýsið var alelda þegar slökkvilið mætti á vettvang að sögn varðstjóra. 12. janúar 2019 20:07 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Ásgeir Helgi Þórðarson segir það hafa verið mikið áfall þegar hann fékk þau tíðindi á rúmsjó að nýlegur Mercedes-Benz hefði brunnið til kaldra kola. Ásgeir Helgi, sem er skipverji á Kristrúnu Re, var sofandi þegar hann fékk símtalið með fregnunum. Ásgeir Helgi Þórðarson. Það var upp úr klukkan hálf fimm í gær sem slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að hjólhýsi stæði í ljósum logum úti á Granda í Reykjavík. Mikinn svartan og þykkan reyk lagði frá brunanum svo til sást víða á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva eldinn en hjólhýsið er gjörónýtt og sömuleiðis Mercedes Benz bíll Ásgeirs Helga sem var lagt við hliðina á. Karlmaður sem bjó í hjólhýsinu náði að koma sér út áður en slökkviliðið bar að garði. „Ég fékk bara hringingu í gærkvöld hingað út á sjó, var vakinn við þessar glötuðu fréttir,“ segir Ásgeir Helgi í samtali við Vísi. „Ég er bara í sjokki.“ Frá vettvangi á Granda í gær.Sigfús Steindórsson Bíllinn er gjörónýtur en um er að ræða Benz c55 amg sem að sögn Ásgeirs Helga er sjaldgæf tegund af Benz. Hann var tryggður og vonar Ásgeir að tryggingar dekki skaðann. „Ég var búinn að eiga hann í hálft ár. Ég var þrjár vertíðir að safna fyrir honum.“ En það var ekki bara bíllinn sem skemmdist heldur var Ásgeir Helgi með búnað í bílnum. Slökkviliðsmaður í baráttu við eldinn.Sigfús Steindórsson „Allt snjóbrettadótið mitt var í skottinu,“ segir Ásgeir Helgi sem verður að óbreyttu á sjó út mánuðinn. „Það gæti verið að mér verði bara skutlað í land út af þessu. Ég trúi þessu bara ekki.“ Hann segir það furðulega að fyrir nákvæmlega ári síðan hafi verið ekið á 745 BMW bíl hans og stungið af. „Þetta er bara alveg glatað.“ Tildrög brunans eru til rannsóknar.Fjallað var um brunann í fréttum Stöðvar 2 í gær þar sem sjá má myndbönd frá vettvangi.
Slökkvilið Tryggingar Tengdar fréttir Eldur logaði í hjólhýsi á Granda Mikinn sótsvartan reyk lagði frá Grandanum í Reykjavík þar sem eldur logaði í hjólhýsi. Lögregla lokaði fyrir umferð um svæðið. 12. janúar 2019 16:33 Kom sér út áður en slökkvilið bar að garði Karlmaður sem býr í hjólhýsinu sem brann við Grandagarð í dag, komst út úr hjólhýsinu áður en slökkvilið bar að garði. Hjólhýsið var alelda þegar slökkvilið mætti á vettvang að sögn varðstjóra. 12. janúar 2019 20:07 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Eldur logaði í hjólhýsi á Granda Mikinn sótsvartan reyk lagði frá Grandanum í Reykjavík þar sem eldur logaði í hjólhýsi. Lögregla lokaði fyrir umferð um svæðið. 12. janúar 2019 16:33
Kom sér út áður en slökkvilið bar að garði Karlmaður sem býr í hjólhýsinu sem brann við Grandagarð í dag, komst út úr hjólhýsinu áður en slökkvilið bar að garði. Hjólhýsið var alelda þegar slökkvilið mætti á vettvang að sögn varðstjóra. 12. janúar 2019 20:07