Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2019 09:00 Artur Pawel Wisocki í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Artur Pawel Wisocki er sakaður um að hafa ráðist með grófum hætti á dyravörð. Árásin vakti mikla athygli síðastliðið sumar þegar ráðist var á dyravörð við fyrrnefndan næturklúbb í Austurstræti. Dyravörðurinn slasaðist alvarlega. Artur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás aðfaranótt sunnudagsins 26. ágúst síðastliðinn fyrir utan næturklúbbinn Shooters í Austurstræti sem leiddi til þess að dyravörður á staðnum lamaðist fyrir neðan háls. Hann hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn eftir árásina.Árásin var á Shooters í Austurstræti.Fréttablaðið/Anton BrinkJátar hnefahögg en neitar öðru Artur hefur játað að hafa reitt dyraverðinum hnefahögg en neitar annars sök er varðar líkamsárásina og afleiðingar hennar. Hann er sakaður um að hafa eftir hnefahöggið í andlitið elt dyravörðinn þegar hann reyndi að komast undan. Hrinti hann honum þannig að dyravörðurinn féll fram fyrir sig, niður tvö þrep, höfuð hans skall á hurð og hann féll á magann á gólfið. Þar á Artur að hafa veitt honum fleiri hnefahögg og spörk bæði í andlit og höfuð. Afleiðingarnar voru meðal annars margþætt brot á fimmta hálshryggjarlið, mænuáverkar og meðfylgjandi lömun fyrir neðan háls.Dyraverðir sýndu mikla samstöðu í kjölfar árásarinnar og komu meðal annars saman fyrir utan Shooters og lögðu hanska sína á tröppurnar fyrir framan næturklúbbinn.VísirÖnnur árás á sama stað sama kvöld Þá er Artur ásamt öðrum manni, Dawid Kornacki, ákærður fyrir aðra sérstaklega hættulega líkamsárás sömu nótt á sama stað. Tveir aðrir menn eru taldir hafa verið aðilar að árásinni en þeir eru óþekktir. Artur og Dawid eru báðir ákærðir fyrir endurtekin hnefahögg í andlit, höfuð og líkama auk þess að hafa sparkað í hann, þar á meðal þrjú hnéspörk í andlit í tilfelli Arturs. Héldu þeir honum, samkvæmt því sem segir í ákæru, svo hann kæmist ekki undan. Karlmaðurinn sem lamaðist fyrir neðan háls fer fram á 123 milljónir króna í miskabætur af hendi Arturs. Hinn karlinn krefst 2,5 milljóna króna í miskabætur frá þeim Artur og Dawid. Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Rúmlega 100 milljóna króna bótakrafa í Shooters-málinu Réttargæslumaður dyravarðarins sem er lamaður fyrir neðan háls eftir líkamsárás fyrir utan skemmtistaðinn Shooters þann 26. ágúst fer fram á rúmlega 100 milljónir króna í miskabætur frá árásarmanninum. 25. nóvember 2018 07:00 Shooters-málið: Játar árás en ekki þá sem lýst er í ákæru Dyravörður á Shooters lamaðist fyrir neðan háls eftir árásina. 11. desember 2018 14:36 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Artur Pawel Wisocki er sakaður um að hafa ráðist með grófum hætti á dyravörð. Árásin vakti mikla athygli síðastliðið sumar þegar ráðist var á dyravörð við fyrrnefndan næturklúbb í Austurstræti. Dyravörðurinn slasaðist alvarlega. Artur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás aðfaranótt sunnudagsins 26. ágúst síðastliðinn fyrir utan næturklúbbinn Shooters í Austurstræti sem leiddi til þess að dyravörður á staðnum lamaðist fyrir neðan háls. Hann hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn eftir árásina.Árásin var á Shooters í Austurstræti.Fréttablaðið/Anton BrinkJátar hnefahögg en neitar öðru Artur hefur játað að hafa reitt dyraverðinum hnefahögg en neitar annars sök er varðar líkamsárásina og afleiðingar hennar. Hann er sakaður um að hafa eftir hnefahöggið í andlitið elt dyravörðinn þegar hann reyndi að komast undan. Hrinti hann honum þannig að dyravörðurinn féll fram fyrir sig, niður tvö þrep, höfuð hans skall á hurð og hann féll á magann á gólfið. Þar á Artur að hafa veitt honum fleiri hnefahögg og spörk bæði í andlit og höfuð. Afleiðingarnar voru meðal annars margþætt brot á fimmta hálshryggjarlið, mænuáverkar og meðfylgjandi lömun fyrir neðan háls.Dyraverðir sýndu mikla samstöðu í kjölfar árásarinnar og komu meðal annars saman fyrir utan Shooters og lögðu hanska sína á tröppurnar fyrir framan næturklúbbinn.VísirÖnnur árás á sama stað sama kvöld Þá er Artur ásamt öðrum manni, Dawid Kornacki, ákærður fyrir aðra sérstaklega hættulega líkamsárás sömu nótt á sama stað. Tveir aðrir menn eru taldir hafa verið aðilar að árásinni en þeir eru óþekktir. Artur og Dawid eru báðir ákærðir fyrir endurtekin hnefahögg í andlit, höfuð og líkama auk þess að hafa sparkað í hann, þar á meðal þrjú hnéspörk í andlit í tilfelli Arturs. Héldu þeir honum, samkvæmt því sem segir í ákæru, svo hann kæmist ekki undan. Karlmaðurinn sem lamaðist fyrir neðan háls fer fram á 123 milljónir króna í miskabætur af hendi Arturs. Hinn karlinn krefst 2,5 milljóna króna í miskabætur frá þeim Artur og Dawid.
Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Rúmlega 100 milljóna króna bótakrafa í Shooters-málinu Réttargæslumaður dyravarðarins sem er lamaður fyrir neðan háls eftir líkamsárás fyrir utan skemmtistaðinn Shooters þann 26. ágúst fer fram á rúmlega 100 milljónir króna í miskabætur frá árásarmanninum. 25. nóvember 2018 07:00 Shooters-málið: Játar árás en ekki þá sem lýst er í ákæru Dyravörður á Shooters lamaðist fyrir neðan háls eftir árásina. 11. desember 2018 14:36 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Rúmlega 100 milljóna króna bótakrafa í Shooters-málinu Réttargæslumaður dyravarðarins sem er lamaður fyrir neðan háls eftir líkamsárás fyrir utan skemmtistaðinn Shooters þann 26. ágúst fer fram á rúmlega 100 milljónir króna í miskabætur frá árásarmanninum. 25. nóvember 2018 07:00
Shooters-málið: Játar árás en ekki þá sem lýst er í ákæru Dyravörður á Shooters lamaðist fyrir neðan háls eftir árásina. 11. desember 2018 14:36