Hörður segist stefna á að fá aðra Dornier-vél fyrir vorið Kristján Már Unnarsson skrifar 10. janúar 2019 19:30 Hörður Guðmundsson við Dornier-vélina á Reykjavíkurflugvelli í dag. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Dornier-skrúfuþota Ernis, sem Isavia kyrrsetti í fyrradag vegna vanskila, var ræst á ný í dag. Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis, segir félagið glíma við lausafjárskort en staðan sé ekki verri en svo að hann stefni að því að fá aðra Dornier fyrir vorið. Rætt var við Hörð í fréttum Stöðvar 2. Isavia kyrrsetti þetta flaggskip Ernis vegna vanskila á lendingargjöldum og öðrum þjónustugjöldum. Flugvélin var þó leyst úr prísundinni í hádeginu í dag. Formlegri kyrrsetningu hefur samt ekki verið aflétt en Ernir fékk heimild til að keyra upp hreyflana vegna viðhalds. Við spurðum Hörð hvort hann væri að fara á hausinn: „Nei, það er öðru nær. Þetta fyrirtæki er sterkt, á góða markaðshlutdeild, og það er ekkert í farvatninu með neitt slíkt.“ -En reyndust kaupin á Dornier-vélinni félaginu erfið? „Nei, kaupin voru mjög létt. En skráningarferlið tók töluverðan tíma og við misstum af sumrinu, sem gerði það að verkum að lausafjárstaðan varð verri en ætlað var.“Dornier-skrúfuþotan kom til Reykjavíkur 23. maí á nýliðnu ári. Hún komst ekki í áætlunarflug fyrr en 5. desember síðastliðinn.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hörður og Isavia munu eiga viðræður næstu daga um uppgjör skuldarinnar, sem hann segir nema 98 milljónum króna. Þetta sé tímabundið. „Við erum með öll okkar lán og allt í skilum allsstaðar. Við höfum greitt Isavia og forverum þeirra allar skuldir og öll gjöld í nærri því fimmtíu ár. Þetta er í fyrsta skipti sem við lendum í því að vél sé stöðvuð. En það er í sjálfu sér engin vá, ef svo má segja, fyrir dyrum, þó að vél stoppi einhvern tíma. En slæm umræða sem gæti skapast þegar svona aðgerðir eru gerðar þær geta skaðað fyrirtækið meira heldur en þó að vél stoppi einhvern tíma.“ Hann segist raunar sjá fram á mikil verkefni fyrir Dornier-vélina næsta sumar. „Og vonandi verður komin önnur slík að vori.“ -Ertu að stefna á það? „Já, ég er að stefna á það. Og hún er til boða,“ svarar Hörður. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Fyrstu flugfreyjur í sögu Ernis í fyrsta áætlunarflugi Dornier Þáttaskil urðu í sögu Flugfélagsins Ernis þegar stærsta og hraðfleygasta vél félagsins fór í sitt fyrsta áætlunarflug. Flugfreyjur voru um borð í vél félagsins í fyrsta sinn. 5. desember 2018 20:45 Flugvél Ernis föst í vef skriffinnsku í allt sumar Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar, að sögn eigandans. 4. september 2018 21:00 Skrúfuþota Ernis kyrrsett Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. 10. janúar 2019 06:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Dornier-skrúfuþota Ernis, sem Isavia kyrrsetti í fyrradag vegna vanskila, var ræst á ný í dag. Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis, segir félagið glíma við lausafjárskort en staðan sé ekki verri en svo að hann stefni að því að fá aðra Dornier fyrir vorið. Rætt var við Hörð í fréttum Stöðvar 2. Isavia kyrrsetti þetta flaggskip Ernis vegna vanskila á lendingargjöldum og öðrum þjónustugjöldum. Flugvélin var þó leyst úr prísundinni í hádeginu í dag. Formlegri kyrrsetningu hefur samt ekki verið aflétt en Ernir fékk heimild til að keyra upp hreyflana vegna viðhalds. Við spurðum Hörð hvort hann væri að fara á hausinn: „Nei, það er öðru nær. Þetta fyrirtæki er sterkt, á góða markaðshlutdeild, og það er ekkert í farvatninu með neitt slíkt.“ -En reyndust kaupin á Dornier-vélinni félaginu erfið? „Nei, kaupin voru mjög létt. En skráningarferlið tók töluverðan tíma og við misstum af sumrinu, sem gerði það að verkum að lausafjárstaðan varð verri en ætlað var.“Dornier-skrúfuþotan kom til Reykjavíkur 23. maí á nýliðnu ári. Hún komst ekki í áætlunarflug fyrr en 5. desember síðastliðinn.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hörður og Isavia munu eiga viðræður næstu daga um uppgjör skuldarinnar, sem hann segir nema 98 milljónum króna. Þetta sé tímabundið. „Við erum með öll okkar lán og allt í skilum allsstaðar. Við höfum greitt Isavia og forverum þeirra allar skuldir og öll gjöld í nærri því fimmtíu ár. Þetta er í fyrsta skipti sem við lendum í því að vél sé stöðvuð. En það er í sjálfu sér engin vá, ef svo má segja, fyrir dyrum, þó að vél stoppi einhvern tíma. En slæm umræða sem gæti skapast þegar svona aðgerðir eru gerðar þær geta skaðað fyrirtækið meira heldur en þó að vél stoppi einhvern tíma.“ Hann segist raunar sjá fram á mikil verkefni fyrir Dornier-vélina næsta sumar. „Og vonandi verður komin önnur slík að vori.“ -Ertu að stefna á það? „Já, ég er að stefna á það. Og hún er til boða,“ svarar Hörður.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Fyrstu flugfreyjur í sögu Ernis í fyrsta áætlunarflugi Dornier Þáttaskil urðu í sögu Flugfélagsins Ernis þegar stærsta og hraðfleygasta vél félagsins fór í sitt fyrsta áætlunarflug. Flugfreyjur voru um borð í vél félagsins í fyrsta sinn. 5. desember 2018 20:45 Flugvél Ernis föst í vef skriffinnsku í allt sumar Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar, að sögn eigandans. 4. september 2018 21:00 Skrúfuþota Ernis kyrrsett Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. 10. janúar 2019 06:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15
Fyrstu flugfreyjur í sögu Ernis í fyrsta áætlunarflugi Dornier Þáttaskil urðu í sögu Flugfélagsins Ernis þegar stærsta og hraðfleygasta vél félagsins fór í sitt fyrsta áætlunarflug. Flugfreyjur voru um borð í vél félagsins í fyrsta sinn. 5. desember 2018 20:45
Flugvél Ernis föst í vef skriffinnsku í allt sumar Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar, að sögn eigandans. 4. september 2018 21:00
Skrúfuþota Ernis kyrrsett Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. 10. janúar 2019 06:00