Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Jakob Bjarnar skrifar 30. janúar 2019 15:41 Páll er afar ósáttur við flokkssystur sína, Sigríði Andersen dómsmálaráðherra, sem nú hefur gripið til þess að kalla sýslumanninn í Eyjum til annarra starfa. Til stendur að fjarlægja sýslumanninn úr Eyjum og að sýslumaðurinn á Suðurlandi gegni hlutverki hans. Þetta leggst vægast sagt illa í Eyjamenn og var afar þungt hljóðið í Eyjamanninum og þingmanninum Páli Magnússyni, sem kvaddi sér hljóðs á þinginu nú fyrir stundu. Hann gagnrýndi flokksystur sína, Sigríði Á. Andersen harðlega og sagði hana stunda það sem hann kallar óboðlega stjórnsýslu.Eyjamenn illa sviknir „Já, það vildi þannig til að fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, sem er frá Vestmannaeyjum, var staddur á flugvelli þar í bæ í gærmorgun. Þá var nýlent í bænum sendinefnd frá dómsmálaráðuneytinu. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hún var þangað komin til að tilkynna heimamönnum að frá og með föstudeginum næsta, ekki á morgun heldur hinn, yrði enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum! Hvorki þingmenn kjördæmisins né bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum, höfðu hugmynd um þetta. Raunar þvert á móti. Því síðasta haust, þá var þessum aðilum gefið til kynna og fengu þau svör að einmitt þetta stæði alls ekki til að gera,“ sagði Páll. Og það var þungi í hverju orði.Páll segir svo að í gærdag hafi komið fram það sem hann kallar svo illskiljanlega tilkynningu frá ráðuneytinu þess efnis að sýslumaðurinn, sem var í Vestmannaeyjum, hyrfi tímabundið til annarra starfa. Óboðleg stjórnsýsla „Hjá einhverju sem heitir sýslumannaráð,“ sagði Páll forviða. Og hélt áfram: „Og tímabundið yrði settur sýslumaður í Vestmannaeyjum, án þess þó að vera í Vestmannaeyjum, sýslumaðurinn á Suðurlandi. Seinna í sömu tilkynningu er sagt að þessar breytingar séu í samræmi áform dómsmálaráðherra um stefnumörkun í stjórnsýslu ríkisins. Og við frumvarp sem seinna yrði lagt fram á yfirstandandi þingi sem fæli meðal annars í sér að ráðherra yrði á hverjum tíma heimilt að skipa sýslumann yfir fleiri embætti en eitt til allt að fimm ára. Samkvæmt orðanna hljóðan væri þá ráðherra væntanlega heimilt að skipa bara einn sýslumann yfir Íslandi. Til fimm ára og sá yrði örugglega í Reykjavík.“ Páll klykkti svo út með orðunum: „Þetta er algerlega óboðleg stjórnsýsla.“ Alþingi Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Til stendur að fjarlægja sýslumanninn úr Eyjum og að sýslumaðurinn á Suðurlandi gegni hlutverki hans. Þetta leggst vægast sagt illa í Eyjamenn og var afar þungt hljóðið í Eyjamanninum og þingmanninum Páli Magnússyni, sem kvaddi sér hljóðs á þinginu nú fyrir stundu. Hann gagnrýndi flokksystur sína, Sigríði Á. Andersen harðlega og sagði hana stunda það sem hann kallar óboðlega stjórnsýslu.Eyjamenn illa sviknir „Já, það vildi þannig til að fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, sem er frá Vestmannaeyjum, var staddur á flugvelli þar í bæ í gærmorgun. Þá var nýlent í bænum sendinefnd frá dómsmálaráðuneytinu. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hún var þangað komin til að tilkynna heimamönnum að frá og með föstudeginum næsta, ekki á morgun heldur hinn, yrði enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum! Hvorki þingmenn kjördæmisins né bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum, höfðu hugmynd um þetta. Raunar þvert á móti. Því síðasta haust, þá var þessum aðilum gefið til kynna og fengu þau svör að einmitt þetta stæði alls ekki til að gera,“ sagði Páll. Og það var þungi í hverju orði.Páll segir svo að í gærdag hafi komið fram það sem hann kallar svo illskiljanlega tilkynningu frá ráðuneytinu þess efnis að sýslumaðurinn, sem var í Vestmannaeyjum, hyrfi tímabundið til annarra starfa. Óboðleg stjórnsýsla „Hjá einhverju sem heitir sýslumannaráð,“ sagði Páll forviða. Og hélt áfram: „Og tímabundið yrði settur sýslumaður í Vestmannaeyjum, án þess þó að vera í Vestmannaeyjum, sýslumaðurinn á Suðurlandi. Seinna í sömu tilkynningu er sagt að þessar breytingar séu í samræmi áform dómsmálaráðherra um stefnumörkun í stjórnsýslu ríkisins. Og við frumvarp sem seinna yrði lagt fram á yfirstandandi þingi sem fæli meðal annars í sér að ráðherra yrði á hverjum tíma heimilt að skipa sýslumann yfir fleiri embætti en eitt til allt að fimm ára. Samkvæmt orðanna hljóðan væri þá ráðherra væntanlega heimilt að skipa bara einn sýslumann yfir Íslandi. Til fimm ára og sá yrði örugglega í Reykjavík.“ Páll klykkti svo út með orðunum: „Þetta er algerlega óboðleg stjórnsýsla.“
Alþingi Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira