Katrín segir aðgerðir koma barnafólki á lægstu launum vel Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2019 20:02 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda samanlagt hljóða upp á um 30 milljarða króna og miða sérstaklega að því að bæta hag hina lægst launuðu. Forseti Alþýðusambandsins og varaforsetar gengu fyrst á fund oddvita stjórnarflokkanna og félagsmálaráðherra í forsætisráðuneytinu í morgun þar sem þeim voru kynntar tillögur ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga, áður en fulltrúar samtaka atvinnulífsins og stéttarfélaga starfsmanna ríkis og sveitarfélaga fengu sams konar kynningu. Forsætisráðherra segir tillögur stjórnvalda umfangsmiklar, bætt verði töluvert í framlög til uppbyggingar félagslegs húsnæðis í samræmi við nýlegar tillögur nefndar, samið verði við borgina um uppbyggingu á landi ríkisins í Keldnaholti og fæðingarorlof verði lengt í tólf mánuði. „Sem er risastórt umbótamál. Ekki síst fyrir ungt fjölskyldufólk í landinu. Við erum að tala um breytingar á skatta- og bótakerfum. Innleiða nýtt þriggja þrepa skattkerfi og tryggja þannig að þær skattalækkanir sem við ákváðum og boðuðum í fjármálaáætlun komi þeim tekjulægri best eins og við höfum boðað hingað,“ segir Katrín. Framlög til almennra íbúða verði aukin um minnst sex milljarða þróna. „þannig að allt í allt þegar fæðingarorlofið er tekið með er þetta kannski þrjátíu milljarða umfang. En það er kannski ekki stóra málið í mínum huga, heldur að við erum að sjá hér með þessum tillögum félagslegar umbætur sem munu skipta mjög miklu máli fyrir vinnandi fólk í þessu landi,“ segir forsætisráðherra. Síðan eigi eftir að ræða aðra þætti frekar eins og vaxtastig, verðtryggingu og stuðning við fyrstu íbúðarkaup. „Við höfum auðvitað þegar hækkað barnabætur. Þannig að til að mynda ef þú tekur saman lækkun á tekjuskatti og aukningu barnabóta getur það numið kjarabótum um allt að tvö hundruð þúsund krónum á ári fyrir tekjulágt barnafólk,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Fjölskyldumál Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda samanlagt hljóða upp á um 30 milljarða króna og miða sérstaklega að því að bæta hag hina lægst launuðu. Forseti Alþýðusambandsins og varaforsetar gengu fyrst á fund oddvita stjórnarflokkanna og félagsmálaráðherra í forsætisráðuneytinu í morgun þar sem þeim voru kynntar tillögur ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga, áður en fulltrúar samtaka atvinnulífsins og stéttarfélaga starfsmanna ríkis og sveitarfélaga fengu sams konar kynningu. Forsætisráðherra segir tillögur stjórnvalda umfangsmiklar, bætt verði töluvert í framlög til uppbyggingar félagslegs húsnæðis í samræmi við nýlegar tillögur nefndar, samið verði við borgina um uppbyggingu á landi ríkisins í Keldnaholti og fæðingarorlof verði lengt í tólf mánuði. „Sem er risastórt umbótamál. Ekki síst fyrir ungt fjölskyldufólk í landinu. Við erum að tala um breytingar á skatta- og bótakerfum. Innleiða nýtt þriggja þrepa skattkerfi og tryggja þannig að þær skattalækkanir sem við ákváðum og boðuðum í fjármálaáætlun komi þeim tekjulægri best eins og við höfum boðað hingað,“ segir Katrín. Framlög til almennra íbúða verði aukin um minnst sex milljarða þróna. „þannig að allt í allt þegar fæðingarorlofið er tekið með er þetta kannski þrjátíu milljarða umfang. En það er kannski ekki stóra málið í mínum huga, heldur að við erum að sjá hér með þessum tillögum félagslegar umbætur sem munu skipta mjög miklu máli fyrir vinnandi fólk í þessu landi,“ segir forsætisráðherra. Síðan eigi eftir að ræða aðra þætti frekar eins og vaxtastig, verðtryggingu og stuðning við fyrstu íbúðarkaup. „Við höfum auðvitað þegar hækkað barnabætur. Þannig að til að mynda ef þú tekur saman lækkun á tekjuskatti og aukningu barnabóta getur það numið kjarabótum um allt að tvö hundruð þúsund krónum á ári fyrir tekjulágt barnafólk,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Fjölskyldumál Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira