Landsréttur staðfesti dóm fyrir ofbeldi gegn stjúpsyni Sylvía Hall skrifar 16. febrúar 2019 09:36 Umrædd brot áttu sér stað í október 2016 og janúar 2017. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í gær sex mánaða skilorðsbundinn dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir konu fyrir ofbeldi gegn stjúpsyni sínum. Konan var dæmd í héraði árið 2017. Umrædd brot áttu sér stað í október árið 2016 og í janúar 2017 og var ákæran í tveimur liðum. Konan var meðal annars ákærð fyrir að hafa slegið brotaþola í andlitið með flötum lófa í október 2016. Móðir drengsins bar vitni og sagðist hafa heyrt ákærðu slá brotaþola og beðið þau að hætta þessu. Framburður brotaþola um að ákærða hafi slegið hann samræmdist frásögn móður hans af atvikinu og var framburður hans metinn afar trúverðugur. Í janúar 2017 kvaðst drengurinn hafa komið seint heim úr skólanum með þeim afleiðingum að ákærða hafi reiðst og lamið hann í andlitið með opnum lófa. Hann hafi þá dottið og hélt að ákærða hefði þá sparkað í hann. Hann hafi staðið upp og ákærða hafi haldið við háls hans og haldið áfram að lemja hann. Í vottorði sérfræðilæknis á bráðamóttöku Landspítala kemur fram að brotaþoli hafi lýst verk í báðum vörum, nefi, hægra eyra, vinstri síðu og vinstri fæti. Þá hafi hann haft augljósa áverka í andliti, sár og bólgna neðri vör. Þá mátti einnig finna mar á vinstri kinn og bólgið nef. Konan var meðal annars sakfelld fyrir brot gegn 1. mgr. 218 gr. b. almennra hegningarlaga en í dómnum segir að ákvæðinu hafi verið bætt inn í almenn hegningarlög meðal annars með því markmiði að auka réttarvernd barna sem búa við ofbeldi á heimilum og tryggja að þau börn sem þurfi að þola alvarlegt eða endurtekið ofbeldi af hálfu nákominna hafi meiri og beinskeyttari réttarvernd en gildandi lög gerðu ráð fyrir. Dómsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær sex mánaða skilorðsbundinn dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir konu fyrir ofbeldi gegn stjúpsyni sínum. Konan var dæmd í héraði árið 2017. Umrædd brot áttu sér stað í október árið 2016 og í janúar 2017 og var ákæran í tveimur liðum. Konan var meðal annars ákærð fyrir að hafa slegið brotaþola í andlitið með flötum lófa í október 2016. Móðir drengsins bar vitni og sagðist hafa heyrt ákærðu slá brotaþola og beðið þau að hætta þessu. Framburður brotaþola um að ákærða hafi slegið hann samræmdist frásögn móður hans af atvikinu og var framburður hans metinn afar trúverðugur. Í janúar 2017 kvaðst drengurinn hafa komið seint heim úr skólanum með þeim afleiðingum að ákærða hafi reiðst og lamið hann í andlitið með opnum lófa. Hann hafi þá dottið og hélt að ákærða hefði þá sparkað í hann. Hann hafi staðið upp og ákærða hafi haldið við háls hans og haldið áfram að lemja hann. Í vottorði sérfræðilæknis á bráðamóttöku Landspítala kemur fram að brotaþoli hafi lýst verk í báðum vörum, nefi, hægra eyra, vinstri síðu og vinstri fæti. Þá hafi hann haft augljósa áverka í andliti, sár og bólgna neðri vör. Þá mátti einnig finna mar á vinstri kinn og bólgið nef. Konan var meðal annars sakfelld fyrir brot gegn 1. mgr. 218 gr. b. almennra hegningarlaga en í dómnum segir að ákvæðinu hafi verið bætt inn í almenn hegningarlög meðal annars með því markmiði að auka réttarvernd barna sem búa við ofbeldi á heimilum og tryggja að þau börn sem þurfi að þola alvarlegt eða endurtekið ofbeldi af hálfu nákominna hafi meiri og beinskeyttari réttarvernd en gildandi lög gerðu ráð fyrir.
Dómsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira