Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. febrúar 2019 17:59 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra furðar sig á launahækkun sem bankaráð Landsbankans veitti Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra bankans. Laun Lilju hafa hækkað um tæp 82 prósent frá árinu 2017 en frá 1. júlí 2017 hefur bankaráð hækkað laun hennar þrisvar sinnum. Forsætisráðherrann var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún sagði launahækkunina ekki endurspegla þróun launa annars staðar í samfélaginu. „Samkvæmt fréttum er þetta 82 prósenta hækkun frá árinu 2017 sem er auðvitað úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu, hvort sem litið er til almenna eða opinbera markaðarins.“ Katrín segir þingið vera með til meðferðar frumvarp frá Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, þar sem gert sé ráð fyrir því að laun æðstu embættismanna ríkisins fylgi opinberri launaþróun. „Það er tilraun til þess að marka skýra stefnu um það að hið opinbera eigi ekki að vera leiðandi í launaþróun. Við erum hér með starfskjarastefnu fyrir opinber fyrirtæki þar sem er talað um það að laun eigi að vera hófleg og samkeppnishæf. Ég hlýt að spyrja hvort að 82 prósenta launahækkun teljist hófleg í einhverjum veruleika og sömuleiðis ef við erum að tala um að laun séu samkeppnishæf, við hvað er þá verið að miða?“ spyr Katrín og bendir á að laun Lilju séu mun hærri en laun fjármála- og efnahagsráðherra sem fari þó með stjórn bankamála í landinu.Lilja Björk Einarsdóttir var ráðin bankastjóri í mars 2017. Síðan þá hefur bankaráð hækkað mánaðarlaun hennar um 1,7 milljónir.Fréttablaðið/EyþórAðspurð hvort einhverjar skýringar á launahækkuninni hafi borist hinu opinbera frá ríkisfyrirtækinu Landsbankanum sagði Katrín að tilmæli hafi verið send út til Landsbankans og annarra ríkisfyrirtækja um að stjórnir skyldu gæta hófs í ákvörðunum sínum, til að mynda þeim sem tengist launamálum. „Ég tel að stjórnvöld þurfi að setja sér skýrari starfskjarastefnu þar sem það er hreinlega skrifað út hvaða starfskjarastefnu þessi opinberu fyrirtæki eigi að fylgja, í ljósi þess að fyrirkomulagið er þannig að það er einhver armslengd frá ríki til stjórnar þessa fyrirtækja. Ef þau telja að þetta sé í samræmi við hóflega og samkeppnishæfa launastefnu þá þarf ríkið greinilega að endurskoða þessa starfskjarastefnu,“ sagði Katrín.Viðtalið við Katrínu í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan. Alþingi Kjaramál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47 Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra furðar sig á launahækkun sem bankaráð Landsbankans veitti Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra bankans. Laun Lilju hafa hækkað um tæp 82 prósent frá árinu 2017 en frá 1. júlí 2017 hefur bankaráð hækkað laun hennar þrisvar sinnum. Forsætisráðherrann var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún sagði launahækkunina ekki endurspegla þróun launa annars staðar í samfélaginu. „Samkvæmt fréttum er þetta 82 prósenta hækkun frá árinu 2017 sem er auðvitað úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu, hvort sem litið er til almenna eða opinbera markaðarins.“ Katrín segir þingið vera með til meðferðar frumvarp frá Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, þar sem gert sé ráð fyrir því að laun æðstu embættismanna ríkisins fylgi opinberri launaþróun. „Það er tilraun til þess að marka skýra stefnu um það að hið opinbera eigi ekki að vera leiðandi í launaþróun. Við erum hér með starfskjarastefnu fyrir opinber fyrirtæki þar sem er talað um það að laun eigi að vera hófleg og samkeppnishæf. Ég hlýt að spyrja hvort að 82 prósenta launahækkun teljist hófleg í einhverjum veruleika og sömuleiðis ef við erum að tala um að laun séu samkeppnishæf, við hvað er þá verið að miða?“ spyr Katrín og bendir á að laun Lilju séu mun hærri en laun fjármála- og efnahagsráðherra sem fari þó með stjórn bankamála í landinu.Lilja Björk Einarsdóttir var ráðin bankastjóri í mars 2017. Síðan þá hefur bankaráð hækkað mánaðarlaun hennar um 1,7 milljónir.Fréttablaðið/EyþórAðspurð hvort einhverjar skýringar á launahækkuninni hafi borist hinu opinbera frá ríkisfyrirtækinu Landsbankanum sagði Katrín að tilmæli hafi verið send út til Landsbankans og annarra ríkisfyrirtækja um að stjórnir skyldu gæta hófs í ákvörðunum sínum, til að mynda þeim sem tengist launamálum. „Ég tel að stjórnvöld þurfi að setja sér skýrari starfskjarastefnu þar sem það er hreinlega skrifað út hvaða starfskjarastefnu þessi opinberu fyrirtæki eigi að fylgja, í ljósi þess að fyrirkomulagið er þannig að það er einhver armslengd frá ríki til stjórnar þessa fyrirtækja. Ef þau telja að þetta sé í samræmi við hóflega og samkeppnishæfa launastefnu þá þarf ríkið greinilega að endurskoða þessa starfskjarastefnu,“ sagði Katrín.Viðtalið við Katrínu í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Kjaramál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47 Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47
Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00