Stjórnvöld þurfa að endurskoða skattatillögur til að liðka fyrir í kjaradeilu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 3. mars 2019 12:02 Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar telur mikilvægt að stjórnvöld endurskoði skattatillögur sínar til að liðka fyrir í kjaradeilu. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og varaformaður Viðreisnar segir kjarabaráttu stéttarfélaga og SA pólitískari en áður. Alvarlegt sé að stefna í verkföll á sama tíma og kólnun í hagkerfinu liggi fyrir. Þá þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins til þriggja ára segir kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins vera mun pólitískari en fyrri kjaradeilur. „Deilan er harðari og að einhverju leiti pólitískari en fyrri kjaradeilur. Það er kannski ábyrgðarhluti og beinlínis ólöglegt af verkalýðshreyfingunni að beina verkfallsaðgerðum og kjaradeilu beint að stjórnvöldum eða pólitískum álitaefnum,“ segir Þorsteinn. Hins vegar þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar sem féllu ekki í kramið hjá fulltrúum stéttarfélaganna. „Það er líka gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld leggi eitthvert raunverulegt virði inn í kjaraviðræðurnar. Ætli þau sér á annað borð að vera þátttakendur við borðið. Það er ekki annað að sjá en skattatillögur þeirra hafi algjörlega fallið um sig sjálfar og ekki fengið neinar undirtektir að hálfu samningsaðila. Ég vona að stjórnvöld verði tilbúin að endurskoða tillögurnar ég held að það sé raunveruleg þörf á því við borðið að það verði skattabreytingar sem komi sérstaklega þeim tekjulægstu til góða ef þær eiga að vera raunverulegt framlag til lausnar,“ segir hann. Þá bendir hann á fleiri þætti sem gætu liðkað til við samningaborðið. „Við fengum kannanir sem sýna að matarkarfan hér er 30-50% dýrari en í nágrannalöndum okkar. Það myndi heldur betur vera búbót og kjarabót fyrir launþega ef tækist að breya því. Og auðvitað svo vaxtastigið í landinu, við erum með tvöfalt til þrefalt hærra vaxtastig hér en í nágrannalöndum okkar sem bitnar á öllu. Húsnæðiskostnaði og vöruverði. Það væri gríðarleg kjarabót ef stjórnvöld kæmu með raunverulegar lausnir til að lækka vaxtastigið og matarverðið og kæmu með skattbreytingar,“ segir Þorsteinn Verkföll eigi ekki að snúast um hvað stjórnvöld eigi að gera. Þau eigi að snúast um kaup og kjör. Mikilvægt sé að samningsaðilar ræði saman og finni lausn á deilunni því hagkerfið þoli illa verkföll á þessum tíma. „Á sama tíma og við sjáum þessi miklu merki kólnunar í hagkerfinu og vandræði í ferðaþjónustunni þá er afar alvarlegt að við séum að jafnframt að stefna í harðar kjaradeilur og verkföll,“ segir Þorsteinn að lokum. Kjaramál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og varaformaður Viðreisnar segir kjarabaráttu stéttarfélaga og SA pólitískari en áður. Alvarlegt sé að stefna í verkföll á sama tíma og kólnun í hagkerfinu liggi fyrir. Þá þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins til þriggja ára segir kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins vera mun pólitískari en fyrri kjaradeilur. „Deilan er harðari og að einhverju leiti pólitískari en fyrri kjaradeilur. Það er kannski ábyrgðarhluti og beinlínis ólöglegt af verkalýðshreyfingunni að beina verkfallsaðgerðum og kjaradeilu beint að stjórnvöldum eða pólitískum álitaefnum,“ segir Þorsteinn. Hins vegar þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar sem féllu ekki í kramið hjá fulltrúum stéttarfélaganna. „Það er líka gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld leggi eitthvert raunverulegt virði inn í kjaraviðræðurnar. Ætli þau sér á annað borð að vera þátttakendur við borðið. Það er ekki annað að sjá en skattatillögur þeirra hafi algjörlega fallið um sig sjálfar og ekki fengið neinar undirtektir að hálfu samningsaðila. Ég vona að stjórnvöld verði tilbúin að endurskoða tillögurnar ég held að það sé raunveruleg þörf á því við borðið að það verði skattabreytingar sem komi sérstaklega þeim tekjulægstu til góða ef þær eiga að vera raunverulegt framlag til lausnar,“ segir hann. Þá bendir hann á fleiri þætti sem gætu liðkað til við samningaborðið. „Við fengum kannanir sem sýna að matarkarfan hér er 30-50% dýrari en í nágrannalöndum okkar. Það myndi heldur betur vera búbót og kjarabót fyrir launþega ef tækist að breya því. Og auðvitað svo vaxtastigið í landinu, við erum með tvöfalt til þrefalt hærra vaxtastig hér en í nágrannalöndum okkar sem bitnar á öllu. Húsnæðiskostnaði og vöruverði. Það væri gríðarleg kjarabót ef stjórnvöld kæmu með raunverulegar lausnir til að lækka vaxtastigið og matarverðið og kæmu með skattbreytingar,“ segir Þorsteinn Verkföll eigi ekki að snúast um hvað stjórnvöld eigi að gera. Þau eigi að snúast um kaup og kjör. Mikilvægt sé að samningsaðilar ræði saman og finni lausn á deilunni því hagkerfið þoli illa verkföll á þessum tíma. „Á sama tíma og við sjáum þessi miklu merki kólnunar í hagkerfinu og vandræði í ferðaþjónustunni þá er afar alvarlegt að við séum að jafnframt að stefna í harðar kjaradeilur og verkföll,“ segir Þorsteinn að lokum.
Kjaramál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira