Sólveig segir atkvæðagreiðslu um verkfall gilda Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2019 14:15 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á leið upp til sáttasemjara í morgun með verkfallsboðunina. vísir/vilhelm Formaður Eflingar segir atkvæðagreiðslu félagsins vegna eins dags verkfallsboðunar á föstudag í næstu viku löglega en hún skilaði tilkynningu um verkfallið til Samtaka atvinnulífsins og ríkissáttasemjara í morgun. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins efast um lögmæti atkvæðagreiðslu um verkfall sem lauk í gærkvöldi. Atkvæðagreiðslu um boðun eins dags verkfalls félagsmanna Eflingar á hótelum á höfuðborgarsvæðinu og hluta Suðurlands hinn 8. mars næst komandi, lauk klukkan tíu í gærkvöldi. Áttahundruð sextíu og tveir félagsmenn tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og samþykktu 769 þeirra boðun verkfalls, eða 89 prósent, sextíu og sjö vildu ekki boða til verkfalls og 26 atkvæðaseðlar voru auðir. Tæplega átta þúsund manns voru á kjörskrá og því greiddu um 11 prósent félagsmanna atkvæði. Samtök atvinnulífsins leggja fram kæru í félagsdómi í dag vegna þess að þau telja þátttöku í atkvæðagreiðslunni ekki nægjanlega mikla samkvæmt lögum, sem kveði á um að tuttugu prósent þátttöku þurfi til að hún sé gild. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar afhenti ríkissáttasemjara og Samtökum atvinnulífsins verkfallsboðunina í morgun. Hún segist sannfærð um lögmæti atkvæðagreiðslunnar. „Við höfnum því öllu. Við fórum af stað með bílinn í þeim tilgangi að ná til að ná til þess hóps sem er jaðarsettastur á íslenskum vinumarkaði,” segir Sólveig Anna. Sem aðallega séu aðfluttar láglaunakonur. Stemmingin fyrir aðgerðum hafi verið augljós þegar starfsmenn Eflingar fóru á vinnustaði til að gefa félagsmönnum kost á að greiða atkvæði. Mér sýnist þátttakan vera um ellefu prósent en þarf ekki tuttugu prósent þátttöku? „Nei það þarf ekki tuttugu prósent. Það er eitthvað svona túlkunaratriði. Þá langar mig aftur að fá að leggja áherslu á að þeir sem starfa undir þessum samningi, hótel- og veitingasamningnum, er mestmegnis aðflutt verkafólk. Þetta er fólkið sem hefur komið hingað inn til að halda uppi hagvextinum. Til að vinna vinnuna. Sem hefur mætt ótrúlegri framkomu. Er látið vinna á ótrúlega lélegum launum,” segir Sólveig. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vonar að niðurstaða félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunarinnar liggi fyrir um miðja næstu viku. „Það eru mörg álitaefni í þessu og gott að félagsdómur fái tækifæri til að taka afstöðu til þess,” segir Halldór Benjamín. „Verkföll valda gríðarlegu tjóni í samfélaginu. Ekki bara fyrir fyrirtæki landsins heldur líka varðandi getu fyrirtækja til að standa undir launahækkunum í framtíðinni. Þannig að ég hef miklar áhyggjur af verkföllum,” segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Klippa: Verkfallsboðun Eflingar til ríkissáttasemjara og SA Kjaramál Tengdar fréttir „Bara hin besta kjörsókn“ Yfirgnæfandi meirihluti þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. 1. mars 2019 08:45 Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37 Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Formaður Eflingar segir atkvæðagreiðslu félagsins vegna eins dags verkfallsboðunar á föstudag í næstu viku löglega en hún skilaði tilkynningu um verkfallið til Samtaka atvinnulífsins og ríkissáttasemjara í morgun. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins efast um lögmæti atkvæðagreiðslu um verkfall sem lauk í gærkvöldi. Atkvæðagreiðslu um boðun eins dags verkfalls félagsmanna Eflingar á hótelum á höfuðborgarsvæðinu og hluta Suðurlands hinn 8. mars næst komandi, lauk klukkan tíu í gærkvöldi. Áttahundruð sextíu og tveir félagsmenn tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og samþykktu 769 þeirra boðun verkfalls, eða 89 prósent, sextíu og sjö vildu ekki boða til verkfalls og 26 atkvæðaseðlar voru auðir. Tæplega átta þúsund manns voru á kjörskrá og því greiddu um 11 prósent félagsmanna atkvæði. Samtök atvinnulífsins leggja fram kæru í félagsdómi í dag vegna þess að þau telja þátttöku í atkvæðagreiðslunni ekki nægjanlega mikla samkvæmt lögum, sem kveði á um að tuttugu prósent þátttöku þurfi til að hún sé gild. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar afhenti ríkissáttasemjara og Samtökum atvinnulífsins verkfallsboðunina í morgun. Hún segist sannfærð um lögmæti atkvæðagreiðslunnar. „Við höfnum því öllu. Við fórum af stað með bílinn í þeim tilgangi að ná til að ná til þess hóps sem er jaðarsettastur á íslenskum vinumarkaði,” segir Sólveig Anna. Sem aðallega séu aðfluttar láglaunakonur. Stemmingin fyrir aðgerðum hafi verið augljós þegar starfsmenn Eflingar fóru á vinnustaði til að gefa félagsmönnum kost á að greiða atkvæði. Mér sýnist þátttakan vera um ellefu prósent en þarf ekki tuttugu prósent þátttöku? „Nei það þarf ekki tuttugu prósent. Það er eitthvað svona túlkunaratriði. Þá langar mig aftur að fá að leggja áherslu á að þeir sem starfa undir þessum samningi, hótel- og veitingasamningnum, er mestmegnis aðflutt verkafólk. Þetta er fólkið sem hefur komið hingað inn til að halda uppi hagvextinum. Til að vinna vinnuna. Sem hefur mætt ótrúlegri framkomu. Er látið vinna á ótrúlega lélegum launum,” segir Sólveig. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vonar að niðurstaða félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunarinnar liggi fyrir um miðja næstu viku. „Það eru mörg álitaefni í þessu og gott að félagsdómur fái tækifæri til að taka afstöðu til þess,” segir Halldór Benjamín. „Verkföll valda gríðarlegu tjóni í samfélaginu. Ekki bara fyrir fyrirtæki landsins heldur líka varðandi getu fyrirtækja til að standa undir launahækkunum í framtíðinni. Þannig að ég hef miklar áhyggjur af verkföllum,” segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Klippa: Verkfallsboðun Eflingar til ríkissáttasemjara og SA
Kjaramál Tengdar fréttir „Bara hin besta kjörsókn“ Yfirgnæfandi meirihluti þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. 1. mars 2019 08:45 Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37 Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
„Bara hin besta kjörsókn“ Yfirgnæfandi meirihluti þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. 1. mars 2019 08:45
Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37
Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54