Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á Facebook Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2019 10:40 Samfélagsmiðlar hafa verið harðlega gagnrýndir í kjölfar árásarinnar. Vísir/AP Starfsmenn Facebook hafa eytt einni og hálfri milljón myndbanda af hryðjuverkaárásinni í Christchurch. Árásarmaðurinn birti myndbandið í beinni útsendingu á Facebook með myndavél sem hann var með á höfði sínu á meðan hann skaut minnst 50 manns til bana í tveimur moskum í Christchurch. Mia Garlick, talskona Facebook, á Nýja-Sjálandi, segir að myndbandið hafi verið fjarlægt fljótt, þó deila megi um það, og á einum sólarhring í kjölfar árásarinnar hafi notendur ítrekað reynt að birta myndbandið á nýjan leik, þrátt fyrir að yfirvöld og aðrir hafi beðið um að það yrði ekki gert. Það hafi alls verið gert í um 1,5 milljónir skipta. Í meirihluta tilvika komust myndböndin þó aldrei í birtingu. Um 300 þúsund sinnum mun myndbandið hafa komist fram hjá sjálfvirkum búnaði Facbook. Ekki er vitað hve margir horfðu á myndbandið en því var einnig dreift á öðrum miðlum. Garlick segir starfsmenn Facebook vinna hörðum höndum að því að stöðva birtingu efnis eins og þessa myndbands. Til þess beiti fyrirtækið jafnt sjálfvirkum búnaði og eftirliti starfsmanna. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir yfirvöld þar gera það sem þau geta til að koma í veg fyrir birtingu myndbandsins og mynda frá því. Ábyrgðin sé þó hjá samfélagsmiðlafyrirtækum eins og Facebook.Íhuga að hætta að auglýsa Tvö regnhlífarsamtök auglýsenda á Nýja-Sjálandi hafa hvatt meðlimi sína til að hætta að birta auglýsingar á samfélagsmiðlum í kjölfar árásarinnar. Þannig væri hægt að beita fyrirtækin þrýstingi til að taka á dreifingu boðskapar haturs á samfélagsmiðlum þeirra. Lotto NZ hefur þegar tekið þá ákvörðun og samkvæmt Reuters eru ýmis fyrirtæki að skoða það. Forsvarsmenn ASB Bank, eins stærsta banka landsins, eru til að mynda að íhuga að hætta auglýsingum á samfélagsmiðlum.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Facebook Live er notað til að birta ódæðisverk í beinni útsendingu. Til að mynda má benda á atvik þar sem Steve Stevens gekk upp að eldri manni í Cleveland í Bandaríkjunum og skaut hann til bana árið 2017. Þá myrti taílenskur maður ellefu mánaða dóttur sína í beinni á Facebook sama ár.Um tuttugu þúsund manns vinna við að fara yfir kvartanir sem Facebook berst vegna efnis á Facebook og Instagram. Gagnrýnendur segja það þó ekki nóg og þrýstingur á Facebook og önnur samfélagsmiðlafyrirtæki er sífellt að aukast. Yfirvöld víða um heim hafa rætt að grípa til eigin aðgerða gegn samfélagsmiðlafyrirtækjunum. Að þessu sinni snýr gagnrýnin þó ekki eingöngu að samfélagsmiðlum heldur einnig fjölmiðlum. Netmiðlar nokkurra breskra fjölmiðla birtu hluta úr myndbandinu af árásinni. Þar á meðal var Mirror en myndbandið var fjarlægt og hafa forsvarsmenn miðilsins beðist afsökunar. Þá hafa yfirvöld í Ástralíu opnað rannsókn á því hvort að fjölmiðlar þar í landi hafi brotið lög með birtingu hluta myndbandsins. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36 Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. 17. mars 2019 10:45 Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54 Fjölskylda hryðjuverkamannsins í áfalli yfir illvirkinu Að minnsta kosti fimmtíu eru látnir eftir hryðjuverkaárásina í Christchurch. 17. mars 2019 20:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Starfsmenn Facebook hafa eytt einni og hálfri milljón myndbanda af hryðjuverkaárásinni í Christchurch. Árásarmaðurinn birti myndbandið í beinni útsendingu á Facebook með myndavél sem hann var með á höfði sínu á meðan hann skaut minnst 50 manns til bana í tveimur moskum í Christchurch. Mia Garlick, talskona Facebook, á Nýja-Sjálandi, segir að myndbandið hafi verið fjarlægt fljótt, þó deila megi um það, og á einum sólarhring í kjölfar árásarinnar hafi notendur ítrekað reynt að birta myndbandið á nýjan leik, þrátt fyrir að yfirvöld og aðrir hafi beðið um að það yrði ekki gert. Það hafi alls verið gert í um 1,5 milljónir skipta. Í meirihluta tilvika komust myndböndin þó aldrei í birtingu. Um 300 þúsund sinnum mun myndbandið hafa komist fram hjá sjálfvirkum búnaði Facbook. Ekki er vitað hve margir horfðu á myndbandið en því var einnig dreift á öðrum miðlum. Garlick segir starfsmenn Facebook vinna hörðum höndum að því að stöðva birtingu efnis eins og þessa myndbands. Til þess beiti fyrirtækið jafnt sjálfvirkum búnaði og eftirliti starfsmanna. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir yfirvöld þar gera það sem þau geta til að koma í veg fyrir birtingu myndbandsins og mynda frá því. Ábyrgðin sé þó hjá samfélagsmiðlafyrirtækum eins og Facebook.Íhuga að hætta að auglýsa Tvö regnhlífarsamtök auglýsenda á Nýja-Sjálandi hafa hvatt meðlimi sína til að hætta að birta auglýsingar á samfélagsmiðlum í kjölfar árásarinnar. Þannig væri hægt að beita fyrirtækin þrýstingi til að taka á dreifingu boðskapar haturs á samfélagsmiðlum þeirra. Lotto NZ hefur þegar tekið þá ákvörðun og samkvæmt Reuters eru ýmis fyrirtæki að skoða það. Forsvarsmenn ASB Bank, eins stærsta banka landsins, eru til að mynda að íhuga að hætta auglýsingum á samfélagsmiðlum.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Facebook Live er notað til að birta ódæðisverk í beinni útsendingu. Til að mynda má benda á atvik þar sem Steve Stevens gekk upp að eldri manni í Cleveland í Bandaríkjunum og skaut hann til bana árið 2017. Þá myrti taílenskur maður ellefu mánaða dóttur sína í beinni á Facebook sama ár.Um tuttugu þúsund manns vinna við að fara yfir kvartanir sem Facebook berst vegna efnis á Facebook og Instagram. Gagnrýnendur segja það þó ekki nóg og þrýstingur á Facebook og önnur samfélagsmiðlafyrirtæki er sífellt að aukast. Yfirvöld víða um heim hafa rætt að grípa til eigin aðgerða gegn samfélagsmiðlafyrirtækjunum. Að þessu sinni snýr gagnrýnin þó ekki eingöngu að samfélagsmiðlum heldur einnig fjölmiðlum. Netmiðlar nokkurra breskra fjölmiðla birtu hluta úr myndbandinu af árásinni. Þar á meðal var Mirror en myndbandið var fjarlægt og hafa forsvarsmenn miðilsins beðist afsökunar. Þá hafa yfirvöld í Ástralíu opnað rannsókn á því hvort að fjölmiðlar þar í landi hafi brotið lög með birtingu hluta myndbandsins.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36 Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. 17. mars 2019 10:45 Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54 Fjölskylda hryðjuverkamannsins í áfalli yfir illvirkinu Að minnsta kosti fimmtíu eru látnir eftir hryðjuverkaárásina í Christchurch. 17. mars 2019 20:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36
Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. 17. mars 2019 10:45
Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54
Fjölskylda hryðjuverkamannsins í áfalli yfir illvirkinu Að minnsta kosti fimmtíu eru látnir eftir hryðjuverkaárásina í Christchurch. 17. mars 2019 20:00