Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga vinkonu sinni Sylvía Hall skrifar 12. mars 2019 21:22 Dómurinn var kveðinn upp í lok febrúar. Vísir/Hanna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann til tveggja ára fangelsisvistar fyrir að hafa nauðgað vinkonu sinni í maí 2017. Brotið var framið þegar konan var að fagna útskrift úr menntaskóla. Við skýrslutöku hjá lögreglu sagðist konan hafa farið út að skemmta sér um kvöldið til þess að fagna útskriftinni. Hún hafði tekið bíl með skutlara ásamt vinkonu sinni og manninum úr bænum en hafi verið mjög drukkin og dáið áfengisdauða í bifreiðinni.Vaknaði við að maðurinn var að hafa samfarir við hana Þegar heim var komið bað hún manninn að fylgja sér inn þar sem hún gat varla staðið í fæturna og í kjölfarið stungið upp á því að hann myndi gista svo hann þyrfti ekki að koma sér heim. Jafnframt tók hún fram við skýrslutöku að hún hafi aldrei ætlað sér að gera neitt með ákærða, enda væri hún að hitta fyrrverandi kærasta sinn og þeir væru bestu vinir. Konan fór upp í rúm og sneri sér að veggnum til þess að taka sem minnst pláss svo maðurinn gæti líka farið að sofa. Hann hafi slegið hana rétt í andlitið til þess að vekja hana og spurt hvort hún væri vakandi, hún hafi umlað eitthvað og farið aftur að sofa enda verulega ölvuð. Stuttu síðar hafi hún svo rankað við sér við það að maðurinn var að hafa samfarir við hana. Hún hafi í fyrstu ekki áttað sig á því hvað væri að gerast en áttað sig á því nokkrum sekúndum síðar, ýtt honum frá og spurt hvað hann væri að gera. Maðurinn baðst þá fyrirgefningar en hún sagði honum að koma sér út. Sýndi einkenni alvarlegs áfalls Í áliti sálfræðings kom fram að sálræn einkenni konunnar hafi samsvarað einkennum sem þekkt séu hjá fólki sem hafi upplifað alvarleg áföll. Hún hefði virst trúverðug og samkvæm sjálfri sér. Áfallastreitueinkenni brotaþola hefðu enn verið alvarleg í síðasta viðtalinu, um mánuði eftir atvikið. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að það þótti sannað að maðurinn hefði haft samræði við konunnar án hennar samþykkis þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu og þar með notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga. Maðurinn var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar og greiðir brotaþola 1.500.000 í miskabætur. Dómsmál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann til tveggja ára fangelsisvistar fyrir að hafa nauðgað vinkonu sinni í maí 2017. Brotið var framið þegar konan var að fagna útskrift úr menntaskóla. Við skýrslutöku hjá lögreglu sagðist konan hafa farið út að skemmta sér um kvöldið til þess að fagna útskriftinni. Hún hafði tekið bíl með skutlara ásamt vinkonu sinni og manninum úr bænum en hafi verið mjög drukkin og dáið áfengisdauða í bifreiðinni.Vaknaði við að maðurinn var að hafa samfarir við hana Þegar heim var komið bað hún manninn að fylgja sér inn þar sem hún gat varla staðið í fæturna og í kjölfarið stungið upp á því að hann myndi gista svo hann þyrfti ekki að koma sér heim. Jafnframt tók hún fram við skýrslutöku að hún hafi aldrei ætlað sér að gera neitt með ákærða, enda væri hún að hitta fyrrverandi kærasta sinn og þeir væru bestu vinir. Konan fór upp í rúm og sneri sér að veggnum til þess að taka sem minnst pláss svo maðurinn gæti líka farið að sofa. Hann hafi slegið hana rétt í andlitið til þess að vekja hana og spurt hvort hún væri vakandi, hún hafi umlað eitthvað og farið aftur að sofa enda verulega ölvuð. Stuttu síðar hafi hún svo rankað við sér við það að maðurinn var að hafa samfarir við hana. Hún hafi í fyrstu ekki áttað sig á því hvað væri að gerast en áttað sig á því nokkrum sekúndum síðar, ýtt honum frá og spurt hvað hann væri að gera. Maðurinn baðst þá fyrirgefningar en hún sagði honum að koma sér út. Sýndi einkenni alvarlegs áfalls Í áliti sálfræðings kom fram að sálræn einkenni konunnar hafi samsvarað einkennum sem þekkt séu hjá fólki sem hafi upplifað alvarleg áföll. Hún hefði virst trúverðug og samkvæm sjálfri sér. Áfallastreitueinkenni brotaþola hefðu enn verið alvarleg í síðasta viðtalinu, um mánuði eftir atvikið. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að það þótti sannað að maðurinn hefði haft samræði við konunnar án hennar samþykkis þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu og þar með notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga. Maðurinn var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar og greiðir brotaþola 1.500.000 í miskabætur.
Dómsmál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira