Segja að Zinedine Zidane geti nú valið á milli fjögurra risaklúbba Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2019 12:30 Zinedine Zidane er eini þjálfarinn sem hefur unnið Meistaradeildina þrjú ár í röð. Hér er hann tolleraður eftir síðasta titilinn vorið 2018. Getty/Angel Martinez Zinedine Zidane þarf ekki að kvarta mikið yfir skorti á fýsilegum atvinnutilboðum þessa dagana. Fjögur af stærstu knattspyrnuliðum heims vilja nefnilega ráða kappann fyrir næsta tímabil samkvæmt frétt í einu stærsta íþróttablaði Evrópu. Spænska blaðið Marca segir frá því að fjórir risaklúbbar séu á eftir franska knattspyrnustjóranum sem náði svo einstökum árangri á tveimur og hálfu tímabili með Real Madrid. Zidane er sagður vera í þeirri mögnuðu stöðu að geta valið hvort hann vilji taka við Paris Saint Germain í Frakklandi, Chelsea á Englandi, Juventus á Ítalíu eða Real Madrid á Spáni.Four big jobs. Four different countries. Zidane will have his pick of them this summer. But where will he end up?https://t.co/aDCRCyXyMnpic.twitter.com/K6pNjC9uIa — MARCA in English (@MARCAinENGLISH) March 9, 2019 Chelsea er aftast í röðinni á þessum lista Marca en blaðið telur ekki miklar líkur á því að Zinedine Zidane mæti á Stamford Bridge. Í fyrsta lagi er félagið á leiðinni í félagsskiptabann og í öðru lagi gæti enska liðið misst af Meistaradeildinni. Paris Saint Germain er enn á ný að leita sér að þjálfara sem getur náð einhverjum árangri í Meistaradeildinni en liðið datt enn á ný „snemma“ út á móti Manchester United í sextán liða úrslitunum í síðustu viku. Zidane á ekki möguleika á að taka við franska landsliðinu þar sem Didier Deschamps verður örugglega áfram fram yfir Evrópumótið 2020 og það má búast við því að franska félagið sé tilbúið að bjóða ansi mikið fyrir þjálfara sem vann Meistaradeildina þrjú ár í röð með Real Madrid.A coach is needed again at @realmadriden Florentino wants Zidane He's the No.1 choice for the jobhttps://t.co/MdfBDyqaMdpic.twitter.com/UmYotLv3MX — MARCA in English (@MARCAinENGLISH) March 7, 2019Juventus gæti líka verið á leiðinni út úr Meistaradeildinni en útkoman á móti Atletico Madrid í Meistaradeildinni gæti ráðið örlögum Massimiliano Allegri í Torínó. Juventus þætti örugglega mjög spennandi að fá Zidane og Cristiano Ronaldo til að vinna aftur saman en það bar svo sannarlega góðan árangur á Spáni. Að lokum vill Real Madrid auðvitað fá aftur manninn sem vann níu titla á tveimur og hálfu tímabili á Santiago Bernabéu. Það gæti samt verið erfitt fyrir spænska félagið að sannfæra Zinedine Zidane um að koma aftur til félagsins. Hans hugur leitar eflaust til nýrra ævintýra í nýju landi enda búinn að vinna allt sem hann gat með Real Madrid. Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sjá meira
Zinedine Zidane þarf ekki að kvarta mikið yfir skorti á fýsilegum atvinnutilboðum þessa dagana. Fjögur af stærstu knattspyrnuliðum heims vilja nefnilega ráða kappann fyrir næsta tímabil samkvæmt frétt í einu stærsta íþróttablaði Evrópu. Spænska blaðið Marca segir frá því að fjórir risaklúbbar séu á eftir franska knattspyrnustjóranum sem náði svo einstökum árangri á tveimur og hálfu tímabili með Real Madrid. Zidane er sagður vera í þeirri mögnuðu stöðu að geta valið hvort hann vilji taka við Paris Saint Germain í Frakklandi, Chelsea á Englandi, Juventus á Ítalíu eða Real Madrid á Spáni.Four big jobs. Four different countries. Zidane will have his pick of them this summer. But where will he end up?https://t.co/aDCRCyXyMnpic.twitter.com/K6pNjC9uIa — MARCA in English (@MARCAinENGLISH) March 9, 2019 Chelsea er aftast í röðinni á þessum lista Marca en blaðið telur ekki miklar líkur á því að Zinedine Zidane mæti á Stamford Bridge. Í fyrsta lagi er félagið á leiðinni í félagsskiptabann og í öðru lagi gæti enska liðið misst af Meistaradeildinni. Paris Saint Germain er enn á ný að leita sér að þjálfara sem getur náð einhverjum árangri í Meistaradeildinni en liðið datt enn á ný „snemma“ út á móti Manchester United í sextán liða úrslitunum í síðustu viku. Zidane á ekki möguleika á að taka við franska landsliðinu þar sem Didier Deschamps verður örugglega áfram fram yfir Evrópumótið 2020 og það má búast við því að franska félagið sé tilbúið að bjóða ansi mikið fyrir þjálfara sem vann Meistaradeildina þrjú ár í röð með Real Madrid.A coach is needed again at @realmadriden Florentino wants Zidane He's the No.1 choice for the jobhttps://t.co/MdfBDyqaMdpic.twitter.com/UmYotLv3MX — MARCA in English (@MARCAinENGLISH) March 7, 2019Juventus gæti líka verið á leiðinni út úr Meistaradeildinni en útkoman á móti Atletico Madrid í Meistaradeildinni gæti ráðið örlögum Massimiliano Allegri í Torínó. Juventus þætti örugglega mjög spennandi að fá Zidane og Cristiano Ronaldo til að vinna aftur saman en það bar svo sannarlega góðan árangur á Spáni. Að lokum vill Real Madrid auðvitað fá aftur manninn sem vann níu titla á tveimur og hálfu tímabili á Santiago Bernabéu. Það gæti samt verið erfitt fyrir spænska félagið að sannfæra Zinedine Zidane um að koma aftur til félagsins. Hans hugur leitar eflaust til nýrra ævintýra í nýju landi enda búinn að vinna allt sem hann gat með Real Madrid.
Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sjá meira