Hundruð þúsunda mótmæla Brexit á götum Lundúna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. mars 2019 15:43 Mikill fjöldi var saman kominn. Tim Ireland/AP Herskari mótmælenda marserar nú um miðbæ Lundúna í mótmlæagöngu undir yfirskriftinni Put It To The People, eða „Leyfið fólkinu að ráða.“ Mótmælendur beina spjótum sínum að fyrirhugaðri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit, og krefjast nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Ljóst er að hundruð þúsunda eru saman komin í göngunni sem fer gegnum miðborg Lundúna og endar við þinghúsið. Óstaðfestar fregnir herma að yfir milljón sé saman komin á mótmælunum, en það er svipaður fjöldi og kom saman í miðborginni árið 2003 til þess að mótmæla Íraksstríðinu. Mótmælin koma í kjölfar samnings milli Bretlands og ESB um að fresta fyrirhugaðri útgöngu Breta úr sambandinu, sem upphaflega var fyrirhugað að ætti sér stað næsta föstudag, 29. mars. Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, var mættur í mótmælagönguna og tísti stuttu myndbandi af sér þar sem hann hélt uppi borða með slagorði mótmælanna. „Hér í Lundúnum eru þúsundir fólks úr borginni okkar og hvaðanæva af landinu saman komið til þess að senda skýr skilaboð: Nú er nóg komið. Það er kominn tími til að leyfa breskum almenningi að eiga lokaorðið um Brexit.“ Undirskriftasöfnun á vefsíðu breska þingsins þar sem kallað er eftir því að hætt verði við Brexit hefur fengið byr undir báða vængi en þegar þetta er skrifað hafa 4,3 milljónir skrifað undir hana og er það mesti fjöldi sem sett hefur nafn sitt undirskriftasöfnun á vefsíðu þingsins. Upphafskona söfnunarinnar, Margaret Georgiadou segist hafa fengið líflátshótanir símleiðis og holskeflu af hatursskilaboðum á Facebook vegna undirskriftasöfnunarinnar.Theresa May er ekki vinsæl meðal mótmælenda.Kirsty WigglesworthBretar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 23. júní 2016 að ganga út úr Evrópusambandinu. Mjótt var á munum en lokaniðurstaðan var sú að tæp 52% greiddu atkvæði með útgöngu. David Cameron, þáverandi forsætisráðherra, sagði af sér í kjölfarið og við tók mikil þrautaganga breskra stjórnvalda í útgönguferlinu og samningaviðræðum við Evrópusambandið sem enn sér ekki fyrir endann á. Verði samningur Theresu May forsætisráðherra við Evrópusambandið ekki samþykktur af breska þinginu, er Bretum gert að yfirgefa Evrópusambandið þann 12. apríl næstkomandi, aðeins tveimur vikum síðar en ráðgert hefur verið til þessa. Fari svo gæti verið að Bretland yfirgefi sambandið án nokkurs samnings.„Ég er sjö ára og marsera fyrir framtíð minni“ stendur á skilti þessa unga drengsTim Ireland/APVerði samningurinn samþykktur fæst fresturinn hins vegar framlengdur til 22. maí. May hefur hins vegar gefið það út að óvíst sé hvort hún leggi samninginn fyrir þingið, en það yrði í þriðja sinn sem þingið greiddi atkvæði um sömu samningsdrög. Margir hafa kallað eftir afsögn May vegna þessa. Forsætisráðherraskrifstofan að Downing-stræti 10 hefur hafnað fullyrðingum sem koma fram í umfjöllun the Times, þar sem fram kemur að þegar sé búið að leggja drög að tímaáætlun er snýr að afsögn May. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretland gengur ekki úr ESB í næstu viku Donald Tusk greindi frá því að ESB hafi boðið að fresta útgöngunni frá 29. mars til 22. maí, svo fremi sem breska þingið samþykki útgöngusamninginn í næstu viku. 21. mars 2019 22:47 Gætu boðið Bretum frestun á útgöngu til 22. maí Leiðtogaráð ESB vill ekki fresta útgöngu Bretlands fram yfir kosningar til Evrópuþingsins í maí. 21. mars 2019 18:12 May varpar ábyrgðinni á breskan þingheim Forsætisráðherra Bretlands segist hafa fullan skilning á því að almenningur í Bretlandi hafi fengið sig fullsaddan vegna deilna um útgöngu Bretlands úr ESB. 20. mars 2019 21:11 May óskar formlega eftir að fresta útgöngunni Forseti leiðtogaráðs ESB segir að sambandið gæti samþykkt frestun gegn því að breska þingið samþykki útgöngusáttmálann í næstu viku. 20. mars 2019 17:14 Þingmenn bálreiðir út í May Theresa May forsætisráðherra Breta situr nú undir harðri gagnrýni, ekki síst frá hennar eigin flokksmönnum, eftir ræðu sem hún flutti til bresku þjóðarinnar í gærkvöldi. 21. mars 2019 08:43 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Herskari mótmælenda marserar nú um miðbæ Lundúna í mótmlæagöngu undir yfirskriftinni Put It To The People, eða „Leyfið fólkinu að ráða.“ Mótmælendur beina spjótum sínum að fyrirhugaðri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit, og krefjast nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Ljóst er að hundruð þúsunda eru saman komin í göngunni sem fer gegnum miðborg Lundúna og endar við þinghúsið. Óstaðfestar fregnir herma að yfir milljón sé saman komin á mótmælunum, en það er svipaður fjöldi og kom saman í miðborginni árið 2003 til þess að mótmæla Íraksstríðinu. Mótmælin koma í kjölfar samnings milli Bretlands og ESB um að fresta fyrirhugaðri útgöngu Breta úr sambandinu, sem upphaflega var fyrirhugað að ætti sér stað næsta föstudag, 29. mars. Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, var mættur í mótmælagönguna og tísti stuttu myndbandi af sér þar sem hann hélt uppi borða með slagorði mótmælanna. „Hér í Lundúnum eru þúsundir fólks úr borginni okkar og hvaðanæva af landinu saman komið til þess að senda skýr skilaboð: Nú er nóg komið. Það er kominn tími til að leyfa breskum almenningi að eiga lokaorðið um Brexit.“ Undirskriftasöfnun á vefsíðu breska þingsins þar sem kallað er eftir því að hætt verði við Brexit hefur fengið byr undir báða vængi en þegar þetta er skrifað hafa 4,3 milljónir skrifað undir hana og er það mesti fjöldi sem sett hefur nafn sitt undirskriftasöfnun á vefsíðu þingsins. Upphafskona söfnunarinnar, Margaret Georgiadou segist hafa fengið líflátshótanir símleiðis og holskeflu af hatursskilaboðum á Facebook vegna undirskriftasöfnunarinnar.Theresa May er ekki vinsæl meðal mótmælenda.Kirsty WigglesworthBretar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 23. júní 2016 að ganga út úr Evrópusambandinu. Mjótt var á munum en lokaniðurstaðan var sú að tæp 52% greiddu atkvæði með útgöngu. David Cameron, þáverandi forsætisráðherra, sagði af sér í kjölfarið og við tók mikil þrautaganga breskra stjórnvalda í útgönguferlinu og samningaviðræðum við Evrópusambandið sem enn sér ekki fyrir endann á. Verði samningur Theresu May forsætisráðherra við Evrópusambandið ekki samþykktur af breska þinginu, er Bretum gert að yfirgefa Evrópusambandið þann 12. apríl næstkomandi, aðeins tveimur vikum síðar en ráðgert hefur verið til þessa. Fari svo gæti verið að Bretland yfirgefi sambandið án nokkurs samnings.„Ég er sjö ára og marsera fyrir framtíð minni“ stendur á skilti þessa unga drengsTim Ireland/APVerði samningurinn samþykktur fæst fresturinn hins vegar framlengdur til 22. maí. May hefur hins vegar gefið það út að óvíst sé hvort hún leggi samninginn fyrir þingið, en það yrði í þriðja sinn sem þingið greiddi atkvæði um sömu samningsdrög. Margir hafa kallað eftir afsögn May vegna þessa. Forsætisráðherraskrifstofan að Downing-stræti 10 hefur hafnað fullyrðingum sem koma fram í umfjöllun the Times, þar sem fram kemur að þegar sé búið að leggja drög að tímaáætlun er snýr að afsögn May.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretland gengur ekki úr ESB í næstu viku Donald Tusk greindi frá því að ESB hafi boðið að fresta útgöngunni frá 29. mars til 22. maí, svo fremi sem breska þingið samþykki útgöngusamninginn í næstu viku. 21. mars 2019 22:47 Gætu boðið Bretum frestun á útgöngu til 22. maí Leiðtogaráð ESB vill ekki fresta útgöngu Bretlands fram yfir kosningar til Evrópuþingsins í maí. 21. mars 2019 18:12 May varpar ábyrgðinni á breskan þingheim Forsætisráðherra Bretlands segist hafa fullan skilning á því að almenningur í Bretlandi hafi fengið sig fullsaddan vegna deilna um útgöngu Bretlands úr ESB. 20. mars 2019 21:11 May óskar formlega eftir að fresta útgöngunni Forseti leiðtogaráðs ESB segir að sambandið gæti samþykkt frestun gegn því að breska þingið samþykki útgöngusáttmálann í næstu viku. 20. mars 2019 17:14 Þingmenn bálreiðir út í May Theresa May forsætisráðherra Breta situr nú undir harðri gagnrýni, ekki síst frá hennar eigin flokksmönnum, eftir ræðu sem hún flutti til bresku þjóðarinnar í gærkvöldi. 21. mars 2019 08:43 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Bretland gengur ekki úr ESB í næstu viku Donald Tusk greindi frá því að ESB hafi boðið að fresta útgöngunni frá 29. mars til 22. maí, svo fremi sem breska þingið samþykki útgöngusamninginn í næstu viku. 21. mars 2019 22:47
Gætu boðið Bretum frestun á útgöngu til 22. maí Leiðtogaráð ESB vill ekki fresta útgöngu Bretlands fram yfir kosningar til Evrópuþingsins í maí. 21. mars 2019 18:12
May varpar ábyrgðinni á breskan þingheim Forsætisráðherra Bretlands segist hafa fullan skilning á því að almenningur í Bretlandi hafi fengið sig fullsaddan vegna deilna um útgöngu Bretlands úr ESB. 20. mars 2019 21:11
May óskar formlega eftir að fresta útgöngunni Forseti leiðtogaráðs ESB segir að sambandið gæti samþykkt frestun gegn því að breska þingið samþykki útgöngusáttmálann í næstu viku. 20. mars 2019 17:14
Þingmenn bálreiðir út í May Theresa May forsætisráðherra Breta situr nú undir harðri gagnrýni, ekki síst frá hennar eigin flokksmönnum, eftir ræðu sem hún flutti til bresku þjóðarinnar í gærkvöldi. 21. mars 2019 08:43