Óvæntar vinsældir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. mars 2019 12:00 Frambjóðandinn Andrew Yang í kosningabaráttu í fyrsta forkosningaríkinu, Iowa. Hann er sonur taívanskra innflytjenda. Nordicphotos/Getty Á tæpum tveimur vikum hefur nafn Andrews Yang skotist upp fyrir mun þekktari Demókrata á síðum veðbanka sem leyfa fólki að tippa á hver hlýtur útnefningu flokksins til forsetaframboðs á næsta ári. Þessi athafnamaður og sonur taívanskra innflytjenda er víða talinn líklegri en frambjóðendur á borð við öldungadeildarþingmennina Cory Booker, Amy Klobuchar, Kirsten Gillibrand og Elizabeth Warren. En hvernig má það vera að Yang sé talinn líklegri en fyrrnefndir frambjóðendur? Yang hefur ekki enn mælst með yfir eins prósents stuðning í skoðanakönnunum og hefur raunar oft ekki einu sinni náð því. Í nýjustu könnun Emerson, sem birtist í vikunni, mældist Yang til að mynda með eitt prósent, Warren átta og Booker þrjú.Nýgræðingur Andrew Yang hefur aldrei boðið sig fram í nokkurt opinbert embætti. Fyrir utan nýfengna frægð hans sem forsetaframbjóðanda er hann einna helst þekktur fyrir að stofna og stýra samtökunum Venture for America (VFA). Samtökin hafa undanfarin sjö ár unnið að því að þjálfa ungt fólk og kenna því að stofna eigin fyrirtæki í þeim borgum Bandaríkjanna þar sem sár þörf er á fleiri störfum. Segja má að Yang og verkefni hans hafi vakið hrifningu Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna frá 2009 til 2017. Hann var árið 2012 útnefndur svokallaður „Champion of Change“, fékk þannig viðurkenningu sem forsetaembættið í tíð Obama veitti vikulega almennum borgurum sem þóttu skara fram úr. Þremur árum síðar var hann einn þeirra sem Obama útnefndi sérstaka sendiherra forsetans í athafnalífinu. Í ljósi reynslu sinnar af athafnalífinu og algjörs reynsluleysis af stjórnmálum hefur Yang verið líkt við núverandi forseta, Donald Trump. Sá er ekki sérstaklega vinsæll á meðal Demókrata og vill Yang því skiljanlega fjarlægja sig þeim samanburði. Sagði til dæmis í viðtali við Vox á dögunum að andstæðan við Donald Trump væri „asískur maður sem er hrifinn af stærðfræði“ og átti þar bersýnilega við sjálfan sig.Þúsund dalir Hluta af svarinu við spurningunni sem varpað var fram hér í upphafi má ef til vill finna í málflutningi og nálgun frambjóðandans. Á meðan aðrir frambjóðendur Demókrata ræða mikið um kynþáttafordóma, ójafna stöðu kynjanna og gagnrýna stefnu Trumps harðlega hefur Yang í sínum málflutningi haldið sig við eitt ákveðið loforð. Málflutningi Yangs svipar ef til vill helst til þess þegar Framsóknarflokkurinn vann mikinn kosningasigur með óvæntu loforði um svokallaða leiðréttingu. Sitt sýndist hverjum en loforðið skapaði flokknum sérstöðu og að lokum góða kosningu. Yang lofar hins vegar ekki neinni leiðréttingu. Hann hefur heitið því að hver einasti fullorðni Bandaríkjamaður fái í vasann þúsund dali á hverjum einasta mánuði án nokkurra skuldbindinga. Það sem við myndum kalla borgaralaun. Þetta ætlar frambjóðandinn að fjármagna með því að koma á tíu prósenta virðisaukaskatti í Bandaríkjunum, með því að hagræða og skattleggja frekar stór tæknifyrirtæki sem hafa hingað til skilað hagnaði en greitt lítinn sem engan skatt. Yang fullyrðir að þetta sé eina svarið við aukinni sjálfvirknivæðingu starfa, eða fjórðu iðnbyltingunni svokölluðu. Sífellt fleiri störf tapast vegna tækniframfara og horfa Bandaríkjamenn, sem og fjöldi annarra þjóða, fram á að starfsstéttir á borð við vöruflutningabílstjóra og afgreiðslufólk hreinlega þurrkist út á komandi árum. Umdeilt er hvort stærðfræði Yangs og loforð gangi upp. Greinendur og sérfræðingar eru ekki á eitt sáttir um afleiðingar þessarar svokölluðu iðnbyltingar og þá eru skiptar skoðanir sömuleiðis um ágæti hugmyndarinnar um borgaralaun. Gagnrýnendum þykja þau bæði dýr og letjandi.Tæknin Frambjóðandinn hefur vissulega önnur stefnumál þótt borgaralaunin séu það sem bæði hann og stuðningsmenn einblína helst á. Stefnumálin eru satt best að segja alveg rosalega mörg og þeim fylgja ítarlegar útskýringar. Fjölmörg þeirra litast af tengslum Yangs við tækniheiminn. Hann vill til að mynda gera kjósendum kleift að greiða atkvæði í snjallsímanum, koma myndavélum fyrir í búningum allra lögregluþjóna og fjarlægjast mengandi orkugjafa með því að leggja frekari áherslu á kjarnorku. Yang vill að auki að háskólaíþróttafólk fái greitt fyrir vinnu sína, vill banna sjálfvirk símtöl, gera Púertó Ríkó að ríki innan Bandaríkjanna, lögleiða maríjúana og svo mætti lengi áfram halda.Internetið Stefnumálin ein hafa hins vegar ekki skilað Yang þessum óvæntu vinsældum og sigurlíkum. Vissir kimar veraldarvefsins hafa tekið ástfóstri við framboðið eftir að hann birtist í vinsælum hlaðvarpsþáttum. Á Reddit, Instagram, Twitter og jafnvel 4chan má greina sterkan stuðning við Yang. Líkt og gerðist þegar Trump bauð sig fram hafa eldheitir stuðningsmenn frambjóðandans óspart beitt netgríni (e. memes) í stafrænni kosningabaráttu. Þeir hafa myndað sitt eigið tungumál, uppfullt af slangri er tengist einna helst borgaralaunaloforðinu, og mæra frambjóðandann. Honum er líkt við Leðurblökumanninn eða Loga Geimgengil úr Stjörnustríði á meðan Donald Trump er sagður Svarthöfði. Stuðningsmenn fara jafnan mikinn á samfélagsmiðlum og boða fagnaðarerindið. Herja á stafrænar og valkvæðar [en ómarktækar] skoðanakannanir og reyna þannig að sannfæra sem flesta um ágæti spámannsins. Tónlistarmyndbönd og lög, myllumerki og allt þar fram eftir götunum hafa svo skotið upp kollinum. Yang hefur tjáð sig um þessa óvæntu netfrægð. „Það er mjög áhugavert að vera orðinn einhvers konar frambjóðandi veraldarvefsins,“ sagði hann til að mynda á fundi í San Francisco fyrr í mánuðinum.Skuggahliðar En þessari netfrægð fylgja öfgafullir stuðningsmenn sem eru ekki í náðinni hjá Yang. Fólk sem hefur verið kennt við hitt hægrið (e. alt-right), kynþáttahatur og jafnvel ofbeldi. BuzzFeedNews greindi stöðuna sem svo að veraldarvefurinn væri einfaldlega við það að „gleypa“ framboð Yangs. Fögur orð Fox News-liðans Tuckers Carlson, sem er afar vinsæll hjá hinu hægrinu, um Yang hafa svo trúlega ýtt enn fleiri íhaldsmönnum í átt að Demókratanum. Sumt netgrínið um Yang inniheldur jafnvel greinilega kynþáttafordóma, þá einkum í garð gyðinga eins og er algengt á stjórnmálaspjallborðum vefsíðna á borð við 4chan og 8chan. Þekkt öfgafólk á borð við Richard Spencer, sem hefur sagt flutninga fólks til Bandaríkjanna „leppstríð gegn hvítum Bandaríkjamönnum“, Infowars-liðann Paul Joseph Watson og Faith Goldy hafa lýst yfir stuðningi við Yang á Twitter. Frambjóðandinn hefur með skýrum hætti hafnað stuðningi allra kynþáttahatara og öfgamanna. Gagnrýnendur Yangs eru þó ekki sannfærðir um að maður sem nýtur stuðnings hins hægrisins eigi erindi í Hvíta húsið.Sigurlíkur Hvort stafrænar vinsældir Yangs og sigurlíkur hans samkvæmt veðbönkum skili honum nokkru fylgi, jafnvel sigri, er óljóst. Staðan mun trúlega skýrast eftir fyrstu kappræður frambjóðenda í sumar. Yang verður að öllum líkindum á sviðinu. Hefur uppfyllt skilyrði um fjölda stuðningsaðila. Það er hins vegar ekki nauðsynlegt fyrir Yang að vinna til að framboðið beri árangur. Bernie Sanders bauð sig fram gegn Hillary Clinton árið 2016. Hann vann ekki en stefnumál hans, meðal annars um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu fyrir alla, eru nú orðin að viðtekinni meginstraumsstefnu á meðan þau voru mörg hver jaðarhugsjónir fyrir framboðið. Sanders er sjálfur í framboði aftur og þykir með sigurstranglegustu frambjóðendum. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Á tæpum tveimur vikum hefur nafn Andrews Yang skotist upp fyrir mun þekktari Demókrata á síðum veðbanka sem leyfa fólki að tippa á hver hlýtur útnefningu flokksins til forsetaframboðs á næsta ári. Þessi athafnamaður og sonur taívanskra innflytjenda er víða talinn líklegri en frambjóðendur á borð við öldungadeildarþingmennina Cory Booker, Amy Klobuchar, Kirsten Gillibrand og Elizabeth Warren. En hvernig má það vera að Yang sé talinn líklegri en fyrrnefndir frambjóðendur? Yang hefur ekki enn mælst með yfir eins prósents stuðning í skoðanakönnunum og hefur raunar oft ekki einu sinni náð því. Í nýjustu könnun Emerson, sem birtist í vikunni, mældist Yang til að mynda með eitt prósent, Warren átta og Booker þrjú.Nýgræðingur Andrew Yang hefur aldrei boðið sig fram í nokkurt opinbert embætti. Fyrir utan nýfengna frægð hans sem forsetaframbjóðanda er hann einna helst þekktur fyrir að stofna og stýra samtökunum Venture for America (VFA). Samtökin hafa undanfarin sjö ár unnið að því að þjálfa ungt fólk og kenna því að stofna eigin fyrirtæki í þeim borgum Bandaríkjanna þar sem sár þörf er á fleiri störfum. Segja má að Yang og verkefni hans hafi vakið hrifningu Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna frá 2009 til 2017. Hann var árið 2012 útnefndur svokallaður „Champion of Change“, fékk þannig viðurkenningu sem forsetaembættið í tíð Obama veitti vikulega almennum borgurum sem þóttu skara fram úr. Þremur árum síðar var hann einn þeirra sem Obama útnefndi sérstaka sendiherra forsetans í athafnalífinu. Í ljósi reynslu sinnar af athafnalífinu og algjörs reynsluleysis af stjórnmálum hefur Yang verið líkt við núverandi forseta, Donald Trump. Sá er ekki sérstaklega vinsæll á meðal Demókrata og vill Yang því skiljanlega fjarlægja sig þeim samanburði. Sagði til dæmis í viðtali við Vox á dögunum að andstæðan við Donald Trump væri „asískur maður sem er hrifinn af stærðfræði“ og átti þar bersýnilega við sjálfan sig.Þúsund dalir Hluta af svarinu við spurningunni sem varpað var fram hér í upphafi má ef til vill finna í málflutningi og nálgun frambjóðandans. Á meðan aðrir frambjóðendur Demókrata ræða mikið um kynþáttafordóma, ójafna stöðu kynjanna og gagnrýna stefnu Trumps harðlega hefur Yang í sínum málflutningi haldið sig við eitt ákveðið loforð. Málflutningi Yangs svipar ef til vill helst til þess þegar Framsóknarflokkurinn vann mikinn kosningasigur með óvæntu loforði um svokallaða leiðréttingu. Sitt sýndist hverjum en loforðið skapaði flokknum sérstöðu og að lokum góða kosningu. Yang lofar hins vegar ekki neinni leiðréttingu. Hann hefur heitið því að hver einasti fullorðni Bandaríkjamaður fái í vasann þúsund dali á hverjum einasta mánuði án nokkurra skuldbindinga. Það sem við myndum kalla borgaralaun. Þetta ætlar frambjóðandinn að fjármagna með því að koma á tíu prósenta virðisaukaskatti í Bandaríkjunum, með því að hagræða og skattleggja frekar stór tæknifyrirtæki sem hafa hingað til skilað hagnaði en greitt lítinn sem engan skatt. Yang fullyrðir að þetta sé eina svarið við aukinni sjálfvirknivæðingu starfa, eða fjórðu iðnbyltingunni svokölluðu. Sífellt fleiri störf tapast vegna tækniframfara og horfa Bandaríkjamenn, sem og fjöldi annarra þjóða, fram á að starfsstéttir á borð við vöruflutningabílstjóra og afgreiðslufólk hreinlega þurrkist út á komandi árum. Umdeilt er hvort stærðfræði Yangs og loforð gangi upp. Greinendur og sérfræðingar eru ekki á eitt sáttir um afleiðingar þessarar svokölluðu iðnbyltingar og þá eru skiptar skoðanir sömuleiðis um ágæti hugmyndarinnar um borgaralaun. Gagnrýnendum þykja þau bæði dýr og letjandi.Tæknin Frambjóðandinn hefur vissulega önnur stefnumál þótt borgaralaunin séu það sem bæði hann og stuðningsmenn einblína helst á. Stefnumálin eru satt best að segja alveg rosalega mörg og þeim fylgja ítarlegar útskýringar. Fjölmörg þeirra litast af tengslum Yangs við tækniheiminn. Hann vill til að mynda gera kjósendum kleift að greiða atkvæði í snjallsímanum, koma myndavélum fyrir í búningum allra lögregluþjóna og fjarlægjast mengandi orkugjafa með því að leggja frekari áherslu á kjarnorku. Yang vill að auki að háskólaíþróttafólk fái greitt fyrir vinnu sína, vill banna sjálfvirk símtöl, gera Púertó Ríkó að ríki innan Bandaríkjanna, lögleiða maríjúana og svo mætti lengi áfram halda.Internetið Stefnumálin ein hafa hins vegar ekki skilað Yang þessum óvæntu vinsældum og sigurlíkum. Vissir kimar veraldarvefsins hafa tekið ástfóstri við framboðið eftir að hann birtist í vinsælum hlaðvarpsþáttum. Á Reddit, Instagram, Twitter og jafnvel 4chan má greina sterkan stuðning við Yang. Líkt og gerðist þegar Trump bauð sig fram hafa eldheitir stuðningsmenn frambjóðandans óspart beitt netgríni (e. memes) í stafrænni kosningabaráttu. Þeir hafa myndað sitt eigið tungumál, uppfullt af slangri er tengist einna helst borgaralaunaloforðinu, og mæra frambjóðandann. Honum er líkt við Leðurblökumanninn eða Loga Geimgengil úr Stjörnustríði á meðan Donald Trump er sagður Svarthöfði. Stuðningsmenn fara jafnan mikinn á samfélagsmiðlum og boða fagnaðarerindið. Herja á stafrænar og valkvæðar [en ómarktækar] skoðanakannanir og reyna þannig að sannfæra sem flesta um ágæti spámannsins. Tónlistarmyndbönd og lög, myllumerki og allt þar fram eftir götunum hafa svo skotið upp kollinum. Yang hefur tjáð sig um þessa óvæntu netfrægð. „Það er mjög áhugavert að vera orðinn einhvers konar frambjóðandi veraldarvefsins,“ sagði hann til að mynda á fundi í San Francisco fyrr í mánuðinum.Skuggahliðar En þessari netfrægð fylgja öfgafullir stuðningsmenn sem eru ekki í náðinni hjá Yang. Fólk sem hefur verið kennt við hitt hægrið (e. alt-right), kynþáttahatur og jafnvel ofbeldi. BuzzFeedNews greindi stöðuna sem svo að veraldarvefurinn væri einfaldlega við það að „gleypa“ framboð Yangs. Fögur orð Fox News-liðans Tuckers Carlson, sem er afar vinsæll hjá hinu hægrinu, um Yang hafa svo trúlega ýtt enn fleiri íhaldsmönnum í átt að Demókratanum. Sumt netgrínið um Yang inniheldur jafnvel greinilega kynþáttafordóma, þá einkum í garð gyðinga eins og er algengt á stjórnmálaspjallborðum vefsíðna á borð við 4chan og 8chan. Þekkt öfgafólk á borð við Richard Spencer, sem hefur sagt flutninga fólks til Bandaríkjanna „leppstríð gegn hvítum Bandaríkjamönnum“, Infowars-liðann Paul Joseph Watson og Faith Goldy hafa lýst yfir stuðningi við Yang á Twitter. Frambjóðandinn hefur með skýrum hætti hafnað stuðningi allra kynþáttahatara og öfgamanna. Gagnrýnendur Yangs eru þó ekki sannfærðir um að maður sem nýtur stuðnings hins hægrisins eigi erindi í Hvíta húsið.Sigurlíkur Hvort stafrænar vinsældir Yangs og sigurlíkur hans samkvæmt veðbönkum skili honum nokkru fylgi, jafnvel sigri, er óljóst. Staðan mun trúlega skýrast eftir fyrstu kappræður frambjóðenda í sumar. Yang verður að öllum líkindum á sviðinu. Hefur uppfyllt skilyrði um fjölda stuðningsaðila. Það er hins vegar ekki nauðsynlegt fyrir Yang að vinna til að framboðið beri árangur. Bernie Sanders bauð sig fram gegn Hillary Clinton árið 2016. Hann vann ekki en stefnumál hans, meðal annars um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu fyrir alla, eru nú orðin að viðtekinni meginstraumsstefnu á meðan þau voru mörg hver jaðarhugsjónir fyrir framboðið. Sanders er sjálfur í framboði aftur og þykir með sigurstranglegustu frambjóðendum.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira