Þingmenn bálreiðir út í May Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 21. mars 2019 08:43 Þingmenn hafa ekki tekið vel í ræðu May í gær. AP/Jonathan Brady Theresa May forsætisráðherra Breta situr nú undir harðri gagnrýni, ekki síst frá hennar eigin flokksmönnum, eftir ræðu sem hún flutti til bresku þjóðarinnar í gærkvöldi. Þar sagðist hún standa með almenningi og ekki þýddi að kenna henni um hvernig farið sé fyrir Brexit málinu, heldur lægi sökin algerlega hjá þingmönnum. Þingmenn hafa tekið þessi orð afar óstinnt upp og sumir kalla nú eftir afsögn hennar. Í Guardian er haft eftir einum þingmanni að mögulega sé það rétt hjá May að sökin liggi hjá þinginu, en það þýði ekki að hún geti sagt það opinberlega. Annar þingmaður segir að hún hafi með ræðu sinni hagað sér eins og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.May er nú í Brussel þar sem hún mun reyna að fá fresti á úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu til 30. júní. Að öllu óbreyttu á Brexit að eiga sér stað á föstudaginn í næstu viku, 29. mars. Gerist það mun Bretland ganga úr ESB án samnings. Philip Hammond, fjármálaráðherra, varaði við því á dögunum að Brexit án samnings muni leiða til umtalsverðra vandræða í Bretlandi eins og hærra atvinnuleysi, lægri launa og hærra verðlags. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, mun einnig fara til Brussel í dag og ræða við forsvarsmenn ESB um aðra möguleika en Brexit-samning May. BBC hefur eftir Corbyn að May sé í algerri afneitun varðandi alvarleika stöðunnar sem Bretland sé í og hún geti ekki verið sá leiðtogi sem Bretland þurfi á að halda.Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, sagði í morgun að hann teldi að ESB myndi sættast á stutta frestun Brexit en eingöngu ef breskir þingmenn samþykki samning May í næstu viku. Hægt yrði að kalla til neyðar-leiðtogafundar ESB þá ef það reyndist nauðsynlegt. Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, kallaði í morgun eftir því að May boðaði til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit. Of course, the logic of Theresa May's assertion that Parliament's indecision is frustrating the will of the people is to put the issue back to the people and let them decide. If she is confident that the people back her, what's stopping her?— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) March 21, 2019 Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Ætlar að hvetja Evrópuríki til að veita Bretum frest Breski forsætisráðherrann er sagður ætla að leggja útgöngusamning sinn fyrir þingið í þriðja skipti í næstu viku. Þingmenn hafa hafnað honum með afgerandi hætti í tvígang nú þegar. 14. mars 2019 10:22 May varpar ábyrgðinni á breskan þingheim Forsætisráðherra Bretlands segist hafa fullan skilning á því að almenningur í Bretlandi hafi fengið sig fullsaddan vegna deilna um útgöngu Bretlands úr ESB. 20. mars 2019 21:11 May óskar formlega eftir að fresta útgöngunni Forseti leiðtogaráðs ESB segir að sambandið gæti samþykkt frestun gegn því að breska þingið samþykki útgöngusáttmálann í næstu viku. 20. mars 2019 17:14 Mistókst naumlega að taka við stjórn Brexit-skútunnar Bresku stjórnarandstöðunni mistókst naumlega að fá í gegn tillögu um að þingið myndi taka stjórn á viðræðunum um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 14. mars 2019 18:05 Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47 Enn óvissa með fiskútflutning vegna Brexit Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir nokkurri óvissu eytt með bráðabirgðasamkomulagi íslenskra stjórnvalda við Breta um tollfrjálsan innflutning á sjávarafurðum eftir Brexit. 19. mars 2019 15:34 Þingið bregður enn og aftur fæti fyrir May Breskir þingmenn ákváðu með naumum meirihluta að útiloka það að Bretlandi gangi úr Evrópusambandinu án samnings. 13. mars 2019 19:43 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Theresa May forsætisráðherra Breta situr nú undir harðri gagnrýni, ekki síst frá hennar eigin flokksmönnum, eftir ræðu sem hún flutti til bresku þjóðarinnar í gærkvöldi. Þar sagðist hún standa með almenningi og ekki þýddi að kenna henni um hvernig farið sé fyrir Brexit málinu, heldur lægi sökin algerlega hjá þingmönnum. Þingmenn hafa tekið þessi orð afar óstinnt upp og sumir kalla nú eftir afsögn hennar. Í Guardian er haft eftir einum þingmanni að mögulega sé það rétt hjá May að sökin liggi hjá þinginu, en það þýði ekki að hún geti sagt það opinberlega. Annar þingmaður segir að hún hafi með ræðu sinni hagað sér eins og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.May er nú í Brussel þar sem hún mun reyna að fá fresti á úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu til 30. júní. Að öllu óbreyttu á Brexit að eiga sér stað á föstudaginn í næstu viku, 29. mars. Gerist það mun Bretland ganga úr ESB án samnings. Philip Hammond, fjármálaráðherra, varaði við því á dögunum að Brexit án samnings muni leiða til umtalsverðra vandræða í Bretlandi eins og hærra atvinnuleysi, lægri launa og hærra verðlags. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, mun einnig fara til Brussel í dag og ræða við forsvarsmenn ESB um aðra möguleika en Brexit-samning May. BBC hefur eftir Corbyn að May sé í algerri afneitun varðandi alvarleika stöðunnar sem Bretland sé í og hún geti ekki verið sá leiðtogi sem Bretland þurfi á að halda.Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, sagði í morgun að hann teldi að ESB myndi sættast á stutta frestun Brexit en eingöngu ef breskir þingmenn samþykki samning May í næstu viku. Hægt yrði að kalla til neyðar-leiðtogafundar ESB þá ef það reyndist nauðsynlegt. Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, kallaði í morgun eftir því að May boðaði til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit. Of course, the logic of Theresa May's assertion that Parliament's indecision is frustrating the will of the people is to put the issue back to the people and let them decide. If she is confident that the people back her, what's stopping her?— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) March 21, 2019
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Ætlar að hvetja Evrópuríki til að veita Bretum frest Breski forsætisráðherrann er sagður ætla að leggja útgöngusamning sinn fyrir þingið í þriðja skipti í næstu viku. Þingmenn hafa hafnað honum með afgerandi hætti í tvígang nú þegar. 14. mars 2019 10:22 May varpar ábyrgðinni á breskan þingheim Forsætisráðherra Bretlands segist hafa fullan skilning á því að almenningur í Bretlandi hafi fengið sig fullsaddan vegna deilna um útgöngu Bretlands úr ESB. 20. mars 2019 21:11 May óskar formlega eftir að fresta útgöngunni Forseti leiðtogaráðs ESB segir að sambandið gæti samþykkt frestun gegn því að breska þingið samþykki útgöngusáttmálann í næstu viku. 20. mars 2019 17:14 Mistókst naumlega að taka við stjórn Brexit-skútunnar Bresku stjórnarandstöðunni mistókst naumlega að fá í gegn tillögu um að þingið myndi taka stjórn á viðræðunum um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 14. mars 2019 18:05 Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47 Enn óvissa með fiskútflutning vegna Brexit Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir nokkurri óvissu eytt með bráðabirgðasamkomulagi íslenskra stjórnvalda við Breta um tollfrjálsan innflutning á sjávarafurðum eftir Brexit. 19. mars 2019 15:34 Þingið bregður enn og aftur fæti fyrir May Breskir þingmenn ákváðu með naumum meirihluta að útiloka það að Bretlandi gangi úr Evrópusambandinu án samnings. 13. mars 2019 19:43 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Ætlar að hvetja Evrópuríki til að veita Bretum frest Breski forsætisráðherrann er sagður ætla að leggja útgöngusamning sinn fyrir þingið í þriðja skipti í næstu viku. Þingmenn hafa hafnað honum með afgerandi hætti í tvígang nú þegar. 14. mars 2019 10:22
May varpar ábyrgðinni á breskan þingheim Forsætisráðherra Bretlands segist hafa fullan skilning á því að almenningur í Bretlandi hafi fengið sig fullsaddan vegna deilna um útgöngu Bretlands úr ESB. 20. mars 2019 21:11
May óskar formlega eftir að fresta útgöngunni Forseti leiðtogaráðs ESB segir að sambandið gæti samþykkt frestun gegn því að breska þingið samþykki útgöngusáttmálann í næstu viku. 20. mars 2019 17:14
Mistókst naumlega að taka við stjórn Brexit-skútunnar Bresku stjórnarandstöðunni mistókst naumlega að fá í gegn tillögu um að þingið myndi taka stjórn á viðræðunum um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 14. mars 2019 18:05
Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47
Enn óvissa með fiskútflutning vegna Brexit Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir nokkurri óvissu eytt með bráðabirgðasamkomulagi íslenskra stjórnvalda við Breta um tollfrjálsan innflutning á sjávarafurðum eftir Brexit. 19. mars 2019 15:34
Þingið bregður enn og aftur fæti fyrir May Breskir þingmenn ákváðu með naumum meirihluta að útiloka það að Bretlandi gangi úr Evrópusambandinu án samnings. 13. mars 2019 19:43