Þorsteinn hellir sér yfir Miðflokksmenn Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2019 15:53 Þorsteinn segir algerlega óþolandi að sitja undir ásökunum um að hann við annan mann sitji á svikráðum við þjóð sína. Þorsteinn Víglundsson, steig í ræðupúlt þingsins eftir hádegi í dag og það var verulega þungt hljóðið í varaformanni Viðreisnar. En, þingmenn hafa í dag sem og í gær verið að ræða mál málanna, nefnilega þriðja orkupakkann. Verulega er farið að hitna í kolum vegna þess máls. Ræða Þorsteins má vera til marks um það.Óþolandi ásakanir um svikráð Þorsteinn benti á að ábyrgð þingmanna væri mikil. Þeir hefðu skuldbundið sig til að vinna að heill þjóðarinnar. Ábyrgðin sneri ekki síst að því hvernig þeir hagi störfum sínum, hvernig þeir hagi tali sínu og upplýsingagjöf til þjóðarinnar. Hann beindi þá orðum sínum að þingmönnum Miðflokksins, án þess þó að nefna þá á nafn. „Það veldur manni þess vegna alveg ólýsanlegum vonbrigðum þegar maður horfir uppá þingmenn halda hér fram slíkum rangfærslum sem haldið hefur verið fram hér um það mál sem nú er til umræðu í þinginu. Um 3. orkupakkann. Þegar umræðan loks er hafin þá kemur svo berlega í ljós hversu innistæðulausar fullyrðingarnar til þessa hafa verið. Við erum búin að sitja hér undir árásum af hálfu ákveðinna aðila og afla í samfélaginu um að þingmenn hér í þessum sal sitji að einhvers konar svikráðum við þjóðina með að styðja þetta mál. Að hér sé verið að brjóta gegn stjórnarskrá, hér sé verið framselja auðlendur í hendur erlendra afla og svo fram eftir götunum,“ sagði Þorsteinn. Lítið gefið fyrir drengskaparheitið Hann bætti því að það kæmi á daginn þá er þessir sömu aðilar tækju til máls á þinginu og ræddu málið efnislega að þá væri ekki nokkur leið að rökstyðja þær fullyrðingar sem settar hafa verið fram. „Það væri óskandi að menn vönduðu betur málflutning sinn í þessum málum. Og það er algerlega óþolandi sem þingmaður að sitja undir ásökunum um að ganga á bak drengskaparheiti sínu við stjórnarskrá Íslands. Að sitja hér á svikráðum við þjóðina með því að styðja við það mál sem 3. orkupakkinn snýst um. Sem í öllum einfaldleika er neytendavernd fyrir allan almenning í orkumálum.“ Alþingi Miðflokkurinn Viðreisn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. 9. apríl 2019 12:00 Öll einkenni þjóðernispopúlisma til staðar í umræðu um þriðja orkupakkann Það er auðvelt að grípa til þjóðernispopúlískra aðferða í umræðunni um þriðja orkupakkann vegna þess hvernig málið er vaxið en það er tiltölulega flókið og erlendir aðilar eiga hlut að máli. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessor í stjórnmálafræði, sem hefur í sínum rannsóknum á síðustu árum sérhæft sig í popúlisma. 9. apríl 2019 12:19 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, steig í ræðupúlt þingsins eftir hádegi í dag og það var verulega þungt hljóðið í varaformanni Viðreisnar. En, þingmenn hafa í dag sem og í gær verið að ræða mál málanna, nefnilega þriðja orkupakkann. Verulega er farið að hitna í kolum vegna þess máls. Ræða Þorsteins má vera til marks um það.Óþolandi ásakanir um svikráð Þorsteinn benti á að ábyrgð þingmanna væri mikil. Þeir hefðu skuldbundið sig til að vinna að heill þjóðarinnar. Ábyrgðin sneri ekki síst að því hvernig þeir hagi störfum sínum, hvernig þeir hagi tali sínu og upplýsingagjöf til þjóðarinnar. Hann beindi þá orðum sínum að þingmönnum Miðflokksins, án þess þó að nefna þá á nafn. „Það veldur manni þess vegna alveg ólýsanlegum vonbrigðum þegar maður horfir uppá þingmenn halda hér fram slíkum rangfærslum sem haldið hefur verið fram hér um það mál sem nú er til umræðu í þinginu. Um 3. orkupakkann. Þegar umræðan loks er hafin þá kemur svo berlega í ljós hversu innistæðulausar fullyrðingarnar til þessa hafa verið. Við erum búin að sitja hér undir árásum af hálfu ákveðinna aðila og afla í samfélaginu um að þingmenn hér í þessum sal sitji að einhvers konar svikráðum við þjóðina með að styðja þetta mál. Að hér sé verið að brjóta gegn stjórnarskrá, hér sé verið framselja auðlendur í hendur erlendra afla og svo fram eftir götunum,“ sagði Þorsteinn. Lítið gefið fyrir drengskaparheitið Hann bætti því að það kæmi á daginn þá er þessir sömu aðilar tækju til máls á þinginu og ræddu málið efnislega að þá væri ekki nokkur leið að rökstyðja þær fullyrðingar sem settar hafa verið fram. „Það væri óskandi að menn vönduðu betur málflutning sinn í þessum málum. Og það er algerlega óþolandi sem þingmaður að sitja undir ásökunum um að ganga á bak drengskaparheiti sínu við stjórnarskrá Íslands. Að sitja hér á svikráðum við þjóðina með því að styðja við það mál sem 3. orkupakkinn snýst um. Sem í öllum einfaldleika er neytendavernd fyrir allan almenning í orkumálum.“
Alþingi Miðflokkurinn Viðreisn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. 9. apríl 2019 12:00 Öll einkenni þjóðernispopúlisma til staðar í umræðu um þriðja orkupakkann Það er auðvelt að grípa til þjóðernispopúlískra aðferða í umræðunni um þriðja orkupakkann vegna þess hvernig málið er vaxið en það er tiltölulega flókið og erlendir aðilar eiga hlut að máli. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessor í stjórnmálafræði, sem hefur í sínum rannsóknum á síðustu árum sérhæft sig í popúlisma. 9. apríl 2019 12:19 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. 9. apríl 2019 12:00
Öll einkenni þjóðernispopúlisma til staðar í umræðu um þriðja orkupakkann Það er auðvelt að grípa til þjóðernispopúlískra aðferða í umræðunni um þriðja orkupakkann vegna þess hvernig málið er vaxið en það er tiltölulega flókið og erlendir aðilar eiga hlut að máli. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessor í stjórnmálafræði, sem hefur í sínum rannsóknum á síðustu árum sérhæft sig í popúlisma. 9. apríl 2019 12:19