Setja upp níutíu hleðslustöðvar fyrir rafbíla í Reykjavík Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2019 15:00 Byggðir verða upp innviðir fyrir hleðslubúnað rafbíla á níutíu stöðum í Reykjavík á næstu þremur árum samkvæmt samkomulagi sem Reykjavíkurborg, Orkuveita Reykjavíkur og Veitur skrifuðu undir í dag. Þá verður komið á fót 120 milljóna króna sjóði sem á að styrkja húsfélög til að koma upp hleðslubúnaði. Þrjátíu hleðslustöðvar verða settar upp við starfsstöðvar Reykjavíkurborgar eða í næsta nágrenni þeirra. Þá verða lagðar lagnir að hleðslubúnaði og hann settur upp á sextíu stöðum á borgarlandi á næstu þremur ár, tuttugu á ári. Markmiðið er að þjóna íbúum sem ekki hafa bílastæði á eigin lóð, að því er segir í sameiginlegri tilkynningu vegna samkomulagsins. Íbúum verður gefinn kostur á að hafa áhrif á staðsetningar síðarnefndu stöðvanna með því að senda inn tillögur en Reykjavíkurborg og Veitur munu velja endanlegar staðsetningar í samræmi við fjölda íbúa og önnur hagkvæmnissjónarmið. Hleðslustæðin eiga að vera vel merkt og eingöngu ætluð rafbílum. Uppsetning og rekstur hleðslubúnaðarins verður boðinn út og er gert ráð fyrir að hleðslan verði seld. OR og borgaryfirvöld ætlað að leggja tuttugu milljónir hvor í sjóð á ári í þrjú ár. Úr honum verður úthlutað styrkjum til húsfélaga íbúðarhúsa til að koma upp hleðslubúnaði. Auglýsa á eftir umsóknum og úthlutunarreglur verða kynntar síðar. Gert er ráð fyrir að hámarksstyrkur verði 1,5 milljónir króna og að hámarki tveir þriðju hlutar kostnaðar við að koma hleðslunum uppKort sem sýnir staðsetningu þrjátíu hleðslustöðva sem koma á upp við starfsstöðvar borgarinnar.Reykjavíkurborg/OR/Veitur Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Byggðir verða upp innviðir fyrir hleðslubúnað rafbíla á níutíu stöðum í Reykjavík á næstu þremur árum samkvæmt samkomulagi sem Reykjavíkurborg, Orkuveita Reykjavíkur og Veitur skrifuðu undir í dag. Þá verður komið á fót 120 milljóna króna sjóði sem á að styrkja húsfélög til að koma upp hleðslubúnaði. Þrjátíu hleðslustöðvar verða settar upp við starfsstöðvar Reykjavíkurborgar eða í næsta nágrenni þeirra. Þá verða lagðar lagnir að hleðslubúnaði og hann settur upp á sextíu stöðum á borgarlandi á næstu þremur ár, tuttugu á ári. Markmiðið er að þjóna íbúum sem ekki hafa bílastæði á eigin lóð, að því er segir í sameiginlegri tilkynningu vegna samkomulagsins. Íbúum verður gefinn kostur á að hafa áhrif á staðsetningar síðarnefndu stöðvanna með því að senda inn tillögur en Reykjavíkurborg og Veitur munu velja endanlegar staðsetningar í samræmi við fjölda íbúa og önnur hagkvæmnissjónarmið. Hleðslustæðin eiga að vera vel merkt og eingöngu ætluð rafbílum. Uppsetning og rekstur hleðslubúnaðarins verður boðinn út og er gert ráð fyrir að hleðslan verði seld. OR og borgaryfirvöld ætlað að leggja tuttugu milljónir hvor í sjóð á ári í þrjú ár. Úr honum verður úthlutað styrkjum til húsfélaga íbúðarhúsa til að koma upp hleðslubúnaði. Auglýsa á eftir umsóknum og úthlutunarreglur verða kynntar síðar. Gert er ráð fyrir að hámarksstyrkur verði 1,5 milljónir króna og að hámarki tveir þriðju hlutar kostnaðar við að koma hleðslunum uppKort sem sýnir staðsetningu þrjátíu hleðslustöðva sem koma á upp við starfsstöðvar borgarinnar.Reykjavíkurborg/OR/Veitur
Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira