Lít á lögin mín sem eitt verk við tólf ljóð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. apríl 2019 11:00 Ég raða ljóðunum saman þannig að þau eru leitandi í byrjun og enda á sumarkomunni, segir Steingrímur. Fréttablaðið/Sigtryggur Steingrímur Þórhallsson, organisti og tónskáld, er að mixa kvikmyndatónlist þegar ég trufla hann. „Ég er að setja inn trommur í Dark-o-matic treiler. Það er hliðargrein hjá mér að búa til kvikmyndatónlist fyrir stórt breskt fyrirtæki. Skemmtilegt en skilar engu,“ segir hann léttur. „Það er gaman að semja en svo tekur langan tíma að ganga frá og hljómblanda.“ Gaman að semja, segir Steingrímur. Tilefni viðtalsins er einmitt tónleikar í Neskirkju með lögum eftir hann við ljóð Snorra Hjartarsonar. Þeir verða á afmælisdegi ljóðskáldsins, 22. apríl – annan í páskum, klukkan 20. Kór Neskirkju syngur. „Ég lít í raun á lögin sem eitt kórverk við tólf ljóð Snorra Hjartarsonar, sem mörgum þykir vænt um, hann er svo íslenskt skáld, með sterkar náttúrustemningar í ljóðunum sínum. Við erum að gefa út disk með verkinu, hann heitir Tólf blik og tónar, enda virðist Snorri semja ljóðin á augnablikum í ævi sinni, uppi á heiði, í þokunni, sumarbirtunni eða haustmyrkrinu. Ég raða ljóðunum saman þannig að þau eru leitandi í byrjun en enda á sumarkomunni. Við frumfluttum þetta efni á sumardaginn fyrsta í fyrra og nefndum tónleikana Harpa kveður dyra. Nú erum við með útgáfutónleikana ári seinna – næstum upp á dag,“ segir Steingrímur og biður fólk að klappa ekki milli laga. Ljósmyndin á umslagi disksins líkist málverki eftir Georg Guðna. Steingrímur kveðst hafa tekið hana sjálfur á Tunguheiði á Tjörnesi. Segir hjarta sitt dálítið bundið því svæði. „Ég fór í göngu fyrir ofan bæinn sem afi og amma bjuggu á og tók myndavélina með. Á ákveðnum tímapunkti skall á þoka og allt í einu birtist fálki. Ég var auðvitað búinn að vera með þessi lög og ljóðin hans Snorra algerlega á heilanum og þarna sá ég þema disksins – lyng, þoku, leir, haust og fálkann sem er einn af einkennisfuglum íslenskrar náttúru. Reyndar var þetta svo langur labbitúr í ískaldri mýri að ég gat varla stigið í lappirnar í þrjár vikur á eftir! Auðvitað tengja ekki allir á sama hátt við myndina og ég en fólki finnst hún falleg.“ Gunnar Þorsteinsson les ljóðin á milli laga sem öll eru sungin undirleikslaust. Sum lögin eru samin í samvinnu við kórinn, að sögn Steingríms. „Þetta er krefjandi stykki fyrir kórinn. Það eru skiptingar hægri vinstri, sungið ýmist í sex eða átta röddum,“ segir hann og tekur fram að auk disksins komi út nótnahefti með verkinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Steingrímur Þórhallsson, organisti og tónskáld, er að mixa kvikmyndatónlist þegar ég trufla hann. „Ég er að setja inn trommur í Dark-o-matic treiler. Það er hliðargrein hjá mér að búa til kvikmyndatónlist fyrir stórt breskt fyrirtæki. Skemmtilegt en skilar engu,“ segir hann léttur. „Það er gaman að semja en svo tekur langan tíma að ganga frá og hljómblanda.“ Gaman að semja, segir Steingrímur. Tilefni viðtalsins er einmitt tónleikar í Neskirkju með lögum eftir hann við ljóð Snorra Hjartarsonar. Þeir verða á afmælisdegi ljóðskáldsins, 22. apríl – annan í páskum, klukkan 20. Kór Neskirkju syngur. „Ég lít í raun á lögin sem eitt kórverk við tólf ljóð Snorra Hjartarsonar, sem mörgum þykir vænt um, hann er svo íslenskt skáld, með sterkar náttúrustemningar í ljóðunum sínum. Við erum að gefa út disk með verkinu, hann heitir Tólf blik og tónar, enda virðist Snorri semja ljóðin á augnablikum í ævi sinni, uppi á heiði, í þokunni, sumarbirtunni eða haustmyrkrinu. Ég raða ljóðunum saman þannig að þau eru leitandi í byrjun en enda á sumarkomunni. Við frumfluttum þetta efni á sumardaginn fyrsta í fyrra og nefndum tónleikana Harpa kveður dyra. Nú erum við með útgáfutónleikana ári seinna – næstum upp á dag,“ segir Steingrímur og biður fólk að klappa ekki milli laga. Ljósmyndin á umslagi disksins líkist málverki eftir Georg Guðna. Steingrímur kveðst hafa tekið hana sjálfur á Tunguheiði á Tjörnesi. Segir hjarta sitt dálítið bundið því svæði. „Ég fór í göngu fyrir ofan bæinn sem afi og amma bjuggu á og tók myndavélina með. Á ákveðnum tímapunkti skall á þoka og allt í einu birtist fálki. Ég var auðvitað búinn að vera með þessi lög og ljóðin hans Snorra algerlega á heilanum og þarna sá ég þema disksins – lyng, þoku, leir, haust og fálkann sem er einn af einkennisfuglum íslenskrar náttúru. Reyndar var þetta svo langur labbitúr í ískaldri mýri að ég gat varla stigið í lappirnar í þrjár vikur á eftir! Auðvitað tengja ekki allir á sama hátt við myndina og ég en fólki finnst hún falleg.“ Gunnar Þorsteinsson les ljóðin á milli laga sem öll eru sungin undirleikslaust. Sum lögin eru samin í samvinnu við kórinn, að sögn Steingríms. „Þetta er krefjandi stykki fyrir kórinn. Það eru skiptingar hægri vinstri, sungið ýmist í sex eða átta röddum,“ segir hann og tekur fram að auk disksins komi út nótnahefti með verkinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira