Lífið samstarf

Planta tré fyrir gesti og umbuna þeim sem koma hjólandi á hótelið

ION hótel kynnir
Sjálfbær maí á ION Adventure Hotel á Nesjavöllum.
Sjálfbær maí á ION Adventure Hotel á Nesjavöllum.
Sjálfbær maí er sérstakt tilboð ION Adventure Hotel á Nesjavöllum sem gengur út á græna upplifun gesta. Í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands og veitingastaðinn Sumac Grill + Drinks verður boðið upp á gistingu fyrir tvo, ásamt morgunverði og þriggja rétta kvöldverði. Skógræktarfélagið mun planta tré fyrir hvert tilboð og þeir sem mæta hjólandi, gangandi eða á rafmagnsbíl fá uppfærslu í Deluxe herbergi.

„Sjálfbærni, náttúran og loftslagsmálin eru okkur á ION Adventure Hotel hugleikin og við gerum okkar ýtrasta til þess að vera sjálfbær,“ útskýrir Hinrik Hinriksson, sölu- og tekjustjóri ION Hótela.

„Þau hjá Skógræktarfélagi Íslands eru nágrannar okkar og koma oft til okkar í mat. Okkur fannst Rótarskotið sem félagið vann með björgunarsveitunum algjör snilldarhugmynd og vildum gera eitthvað í líkingu við það,“ segir Hinrik.

Trjárækt bindur kolefni úr andrúmsloftinu og fyrir hvert tilboð verður gróðursett tré við Úlfljótsvatn og fær kaupandinn lítinn smjörhníf úr tré því til staðfestingar. Þá er kjötneysla ein stærsta ástæða fyrir losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið og þess vegna geta gestir valið þriggja rétta grænmetisseðil frá Sumac Grill + Drinks.

„Grænmetisréttirnir hjá Sumac hafa fengið frábæra dóma. Gestir munu þó einnig geta valið af matseðli okkar sem inniheldur bæði kjöt og fisk,“ segir Hinrik.

„Með tilboðinu viljum við einnig hvetja fólk til þess að hreyfa sig og þess vegna fá þeir gestir sem koma á hjóli eða gangandi, uppfærslu upp í Deluxe herbergi. Nesjavallaleiðin verður opnuð í maí en það er ótrúlega falleg þjóðleið frá Reykjavík. Þeir gestir sem velja umhverfisvænan samgöngumáta eins og rafmagnsbíl fá einnig uppfærslu í Deluxe herbergi.

Þegar á hótelið er komið geta gestir farið í gönguferðir um svæðið en allt í kringum hótelið eru fallegar gönguleiðir. Gestir geta einnig notið þess að fara í laugina okkar en vatnið í lauginni er affallsvatn frá Nesjavallavirkjun og inniheldur heilnæm steinefni.“ 

ION Luxury Adventure Hotel - Where Everything Meets Nothing from Ion Luxury Adventure Hotel on Vimeo.

Græna upplifun á ION hótel er hægt að panta hér eða með því að senda tölvupóst á [email protected] merkt „Sjálfbær maí“.

Þessi kynning er unnin í samstarfi við ION Adventure Hotel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.