Yfirlögregluþjónn spyr hvort fjölskylda á sunnudagsrúntinum eigi að njóta vafans eða timbraður ökumaður Sighvatur Jónsson skrifar 12. maí 2019 12:15 Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Vísir/Egill Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi gagnrýnir breytt verklag ríkissaksóknara vegna ökumanna sem aka undir áhrifum fíkniefna. Breytingin felst í því að ökumaður er ekki lengur sviptur ökuréttindum við fyrsta brot þegar fíkniefni greinast eingöngu í þvagi en ekki blóði hans. Samkvæmt gildandi umferðarlögum telst ökumaður vera óhæfur til að stjórna ökutæki örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna ef þau mælast í blóði eða þvagi ökumanns. Í frumvarpi til nýrra umferðarlaga er ákvæðinu breytt þannig að ökumaður telst vera undir áhrifum ávana- og fíkniefna ef þau mælast eingöngu í blóði hans. Ekki er miðað við að efni greinist í blóði eða þvagi eins og er í gildandi lögum. Þrátt fyrir að nýja frumvarpið sé enn til umfjöllunar var verklagsreglum ríkissaksóknara breytt í upphafi ársins, að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns í rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi. Þegar fíkniefni mælast einungis í þvagi er ökumaður ekki lengur sviptur ökuréttindum við fyrsta brot. Oddur gagnrýnir að tekið sé vægar á málum á sama tíma og tölur rannsóknarnefndar samgönguslysa sýni að umferðarslysum vegna ökumanna undir áhrifum fíkniefna fjölgi verulega.Það eru málefnaleg sjónarmið sem liggja þarna að baki. Menn segja að ef það eru bara fíkniefni í þvagi en ekki blóði þá er viðkomandi ekki undir áhrifum fíkniefna.Mynd úr safni.Timbraður ökumaður hættulegur Oddur bendir á að ökumaður sem er með leifar af fíkniefnum í þvagi sé að jafna sig eftir neyslu þeirra. „Þá spyr ég hver á að njóta vafans? Þú sem almennur borgari á rúntinum með fjölskyldunni þinni að kaupa ís og færð á þig bílinn sem maðurinn með fíkniefni í þvaginu er að keyra, eða þessi ágæti einstaklingur sem var að neyta efna og er jú eitthvað tuskulegur en telst ekki undir áhrifum.“ Oddur vill taka hart á ökumönnum sem aka undir áhrifum fíkniefna. „Mínir menn eru búnir að vera að týna fólk upp af vegunum í orðsins fyllstu merkingu undanfarin ár. Ég er á því að við eigum að standa í lappirnar með að reyna að tryggja að það verði tekið á þessum málum.“ Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi gagnrýnir breytt verklag ríkissaksóknara vegna ökumanna sem aka undir áhrifum fíkniefna. Breytingin felst í því að ökumaður er ekki lengur sviptur ökuréttindum við fyrsta brot þegar fíkniefni greinast eingöngu í þvagi en ekki blóði hans. Samkvæmt gildandi umferðarlögum telst ökumaður vera óhæfur til að stjórna ökutæki örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna ef þau mælast í blóði eða þvagi ökumanns. Í frumvarpi til nýrra umferðarlaga er ákvæðinu breytt þannig að ökumaður telst vera undir áhrifum ávana- og fíkniefna ef þau mælast eingöngu í blóði hans. Ekki er miðað við að efni greinist í blóði eða þvagi eins og er í gildandi lögum. Þrátt fyrir að nýja frumvarpið sé enn til umfjöllunar var verklagsreglum ríkissaksóknara breytt í upphafi ársins, að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns í rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi. Þegar fíkniefni mælast einungis í þvagi er ökumaður ekki lengur sviptur ökuréttindum við fyrsta brot. Oddur gagnrýnir að tekið sé vægar á málum á sama tíma og tölur rannsóknarnefndar samgönguslysa sýni að umferðarslysum vegna ökumanna undir áhrifum fíkniefna fjölgi verulega.Það eru málefnaleg sjónarmið sem liggja þarna að baki. Menn segja að ef það eru bara fíkniefni í þvagi en ekki blóði þá er viðkomandi ekki undir áhrifum fíkniefna.Mynd úr safni.Timbraður ökumaður hættulegur Oddur bendir á að ökumaður sem er með leifar af fíkniefnum í þvagi sé að jafna sig eftir neyslu þeirra. „Þá spyr ég hver á að njóta vafans? Þú sem almennur borgari á rúntinum með fjölskyldunni þinni að kaupa ís og færð á þig bílinn sem maðurinn með fíkniefni í þvaginu er að keyra, eða þessi ágæti einstaklingur sem var að neyta efna og er jú eitthvað tuskulegur en telst ekki undir áhrifum.“ Oddur vill taka hart á ökumönnum sem aka undir áhrifum fíkniefna. „Mínir menn eru búnir að vera að týna fólk upp af vegunum í orðsins fyllstu merkingu undanfarin ár. Ég er á því að við eigum að standa í lappirnar með að reyna að tryggja að það verði tekið á þessum málum.“
Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira