Breytti Klaustursmálinu í myndasögu Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. maí 2019 22:30 Þarna tekur Elísabet fyrir ummæli Bergþórs Ólasonar þingmanns Miðflokksins um Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Mynd/Elísabet Rún Myndasaga um Klaustursmálið eftir íslensku listakonuna Elísabetu Rún birtist á vefritinu The Nib í gær. Hún túlkar þar ummæli Klaustursþingmannanna, og aðrar persónur og leikendur málsins, í myndum og setur málið í samhengi við sambærilega stjórnmálaskandala úti í heimi - allt á ensku. The Nib var stofnað árið 2013 en þar birtast daglega myndasögur og greinar um málefni líðandi stundar og hefur vefurinn farið ört stækkandi síðustu ár. Elísabet stundar nám í myndasögugerð í Frakklandi og segir það mikinn heiður að fá verk sín birt á vefnum. Elísabet rekur Klaustursmálið nokkuð ítarlega í myndasögunni, sem ber titilinn „Sex stjórnmálamenn ganga inn á bar“, og í henni má sjá helstu persónur og leikendur: m.a. sex þingmenn Miðflokksins sem ræddu saman umrætt kvöld, uppljóstrarann Báru Halldórsdóttur og fyrrverandi varaþingmanninn Freyju Haraldsdóttur, sem getið er í samtölum Miðflokksmanna.Elísabet Rún stundar nám í myndasögugerð í borginni Angoulême í Frakklandi.Mynd/AðsendFannst málið eiga erindi út fyrir Ísland Elísabet segist hafa mikinn áhuga á svokallaðri myndasögublaðamennsku og hefur unnið verkefni tengd slíku í skólanum, nú síðast myndasögu um nýja loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Þennan áhuga hafi hún ákveðið að nýta í myndræna fréttaskýringu um Klaustursmálið. „Svo kom þetta mál upp í nóvember og ég, eins og flestir Íslendingar var mjög hneyksluð,“ segir Elísabet. „Ég fylgdist með og fannst eins og ég yrði að skrifa um þetta, og að þetta ætti erindi við aðra en bara Íslendinga.“ Elísabet stakk fyrst upp á umfjöllun um Klaustursmálið við ritstjóra The Nib í janúar. Þá hafi tekið við nokkuð langt ferli sem lauk svo loks með birtingu myndasögunnar á vefnum í gær. Tengdi við aðra skandala Aðspurð segist Elísabet ekki hafa orðið vör við mikil viðbrögð erlendis frá vegna myndasögunnar og umfjöllunarefnisins, enda hafi sagan bara birst í gær og þá sé ekki athugasemdakerfi á vefnum sem veiti annars innsýn inn í viðbrögð netverja. Ritstjórunum hafi þó fundist málið athyglisvert frá upphafi og lögðu til að Elísabet tengdi Klaustursupptökurnar við aðra sambærilega „skandala“. Og þar kenndi ýmissa grasa. „Í fyrsta lagi Trump, það lá beint við, upptökurnar úr Access Hollywood. Ég minnist líka á upptöku af frönskum fjármálaráðherra sem var með leynda reikninga í skattaskjóli og svo náðist upptaka af hollenskum þingmanni. Svo var líka atvik í Póllandi sem ég talaði aðeins um.“En hvað var erfiðast við að teikna og skrifa myndasöguna?„Það var eiginlega þegar ég var að lesa mér til um fleiri uppljóstranir og skandala, að sjá hvað það er mikið af slíku til, á öllum tímum frá upphafi.“ Myndasögu Elísabetar um Klaustursmálið má lesa í heild hér.Uppljóstrarinn Bára Halldórsdóttir í túlkun Elísabetar.Mynd/Elísabet rún Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Myndasaga um Klaustursmálið eftir íslensku listakonuna Elísabetu Rún birtist á vefritinu The Nib í gær. Hún túlkar þar ummæli Klaustursþingmannanna, og aðrar persónur og leikendur málsins, í myndum og setur málið í samhengi við sambærilega stjórnmálaskandala úti í heimi - allt á ensku. The Nib var stofnað árið 2013 en þar birtast daglega myndasögur og greinar um málefni líðandi stundar og hefur vefurinn farið ört stækkandi síðustu ár. Elísabet stundar nám í myndasögugerð í Frakklandi og segir það mikinn heiður að fá verk sín birt á vefnum. Elísabet rekur Klaustursmálið nokkuð ítarlega í myndasögunni, sem ber titilinn „Sex stjórnmálamenn ganga inn á bar“, og í henni má sjá helstu persónur og leikendur: m.a. sex þingmenn Miðflokksins sem ræddu saman umrætt kvöld, uppljóstrarann Báru Halldórsdóttur og fyrrverandi varaþingmanninn Freyju Haraldsdóttur, sem getið er í samtölum Miðflokksmanna.Elísabet Rún stundar nám í myndasögugerð í borginni Angoulême í Frakklandi.Mynd/AðsendFannst málið eiga erindi út fyrir Ísland Elísabet segist hafa mikinn áhuga á svokallaðri myndasögublaðamennsku og hefur unnið verkefni tengd slíku í skólanum, nú síðast myndasögu um nýja loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Þennan áhuga hafi hún ákveðið að nýta í myndræna fréttaskýringu um Klaustursmálið. „Svo kom þetta mál upp í nóvember og ég, eins og flestir Íslendingar var mjög hneyksluð,“ segir Elísabet. „Ég fylgdist með og fannst eins og ég yrði að skrifa um þetta, og að þetta ætti erindi við aðra en bara Íslendinga.“ Elísabet stakk fyrst upp á umfjöllun um Klaustursmálið við ritstjóra The Nib í janúar. Þá hafi tekið við nokkuð langt ferli sem lauk svo loks með birtingu myndasögunnar á vefnum í gær. Tengdi við aðra skandala Aðspurð segist Elísabet ekki hafa orðið vör við mikil viðbrögð erlendis frá vegna myndasögunnar og umfjöllunarefnisins, enda hafi sagan bara birst í gær og þá sé ekki athugasemdakerfi á vefnum sem veiti annars innsýn inn í viðbrögð netverja. Ritstjórunum hafi þó fundist málið athyglisvert frá upphafi og lögðu til að Elísabet tengdi Klaustursupptökurnar við aðra sambærilega „skandala“. Og þar kenndi ýmissa grasa. „Í fyrsta lagi Trump, það lá beint við, upptökurnar úr Access Hollywood. Ég minnist líka á upptöku af frönskum fjármálaráðherra sem var með leynda reikninga í skattaskjóli og svo náðist upptaka af hollenskum þingmanni. Svo var líka atvik í Póllandi sem ég talaði aðeins um.“En hvað var erfiðast við að teikna og skrifa myndasöguna?„Það var eiginlega þegar ég var að lesa mér til um fleiri uppljóstranir og skandala, að sjá hvað það er mikið af slíku til, á öllum tímum frá upphafi.“ Myndasögu Elísabetar um Klaustursmálið má lesa í heild hér.Uppljóstrarinn Bára Halldórsdóttir í túlkun Elísabetar.Mynd/Elísabet rún
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira