Mette Frederiksen komin með umboð til stjórnarmyndunar Margrét Helga Erlingsdóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 6. júní 2019 20:41 Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í morgun eftir að borgaraleg blokk hægriflokka missti þingmeirihluta sinn í dönsku þingkosningunum í gær. Margrét Þórhildur Danadrottning hefur veitt Mette Fredriksen, formanni jafnaðarmanna, stjórnarmyndunarumboð og fær hún því að reyna fyrir sér fyrst allra formanna. Þrátt fyrir öruggan meirihluta vinstriflokkanna eru snúnar stjórnarmyndunarviðræður framundan. „Þið hafið valið að Danmörk fái nýjan meirihluta og að Danmörk taki upp nýja stefnu. Og þið hafið valið að Danmörk fái nýja ríkisstjórn,“ sagði Mette í ávarpi sínu á kosningavöku Jafnaðarmannaflokksins. Jafnaðarmannaflokkurinn er stærsti flokkur Danmerkur eftir kosningarnar í gær. Þrátt fyrir það fékk Venstre, flokkur fráfarandi forsætisráðherra, merktur V, betri kosningu en reiknað var með. Það var Danski þjóðarflokkurinn sem galt afhroð og tapaði tuttugu þingmönnum. Rauðu flokkarnir í vinstriblokkinni fögnuðu einnig góðu fylgi og felldu bláan meirihluta borgaralegu flokkanna, 91 þingmaður gegn 79.Danski Jafnaðarmannaflokkurinn hlaut afar góða kosningu.Vísir/sylviaÍ morgun baðst Lars Løkke Rasmussen svo lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Drottningin ráðfærði sig við fulltrúa flokkanna í dag og veitti að lokum Mette Fredriksen, formanni Jafnaðarmannaflokksins, umboð til stjórnarmyndunar. „Ég hef fengið umboð til að reyna stjórnarmyndun. Nú hefjast viðræður innan þingsins um það hvernig ríkisstjórnin verði en einnig stjórnmálaviðræður um það að hverju verði unnið næstu fjögur ár í Kristjánsborgarhöll,“ sagði Mette við fjölmiðla að loknum fundi með Danadrottningu. Mette hefur lýst því yfir að hún vilji að jafnaðarmenn sitji einir í minnihlutastjórn. Það kann að vera snúið að mynda ríkisstjórn þar sem mögulegir stuðningsflokkar munu vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð. Til dæmis að jafnaðarmenn slái af kröfum sínum um harða innflytjendastefnu og gefi ríflega í á útgjaldahlið ríkisins. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar en vill halda forsætisráðherrastóli Forsætisráðherra viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar og heldur á fund drottningar á morgun til að biðjast lausnar. 5. júní 2019 22:23 Mette boðar stjórn Jafnaðarmanna: „Þið hafið beðið um nýja ríkisstjórn“ Útlit er fyrir að Mette Frederiksen, leiðtogi Jafnaðarmanna, verði næsti forsætisráðherra Danmerkur. 6. júní 2019 00:01 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í morgun eftir að borgaraleg blokk hægriflokka missti þingmeirihluta sinn í dönsku þingkosningunum í gær. Margrét Þórhildur Danadrottning hefur veitt Mette Fredriksen, formanni jafnaðarmanna, stjórnarmyndunarumboð og fær hún því að reyna fyrir sér fyrst allra formanna. Þrátt fyrir öruggan meirihluta vinstriflokkanna eru snúnar stjórnarmyndunarviðræður framundan. „Þið hafið valið að Danmörk fái nýjan meirihluta og að Danmörk taki upp nýja stefnu. Og þið hafið valið að Danmörk fái nýja ríkisstjórn,“ sagði Mette í ávarpi sínu á kosningavöku Jafnaðarmannaflokksins. Jafnaðarmannaflokkurinn er stærsti flokkur Danmerkur eftir kosningarnar í gær. Þrátt fyrir það fékk Venstre, flokkur fráfarandi forsætisráðherra, merktur V, betri kosningu en reiknað var með. Það var Danski þjóðarflokkurinn sem galt afhroð og tapaði tuttugu þingmönnum. Rauðu flokkarnir í vinstriblokkinni fögnuðu einnig góðu fylgi og felldu bláan meirihluta borgaralegu flokkanna, 91 þingmaður gegn 79.Danski Jafnaðarmannaflokkurinn hlaut afar góða kosningu.Vísir/sylviaÍ morgun baðst Lars Løkke Rasmussen svo lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Drottningin ráðfærði sig við fulltrúa flokkanna í dag og veitti að lokum Mette Fredriksen, formanni Jafnaðarmannaflokksins, umboð til stjórnarmyndunar. „Ég hef fengið umboð til að reyna stjórnarmyndun. Nú hefjast viðræður innan þingsins um það hvernig ríkisstjórnin verði en einnig stjórnmálaviðræður um það að hverju verði unnið næstu fjögur ár í Kristjánsborgarhöll,“ sagði Mette við fjölmiðla að loknum fundi með Danadrottningu. Mette hefur lýst því yfir að hún vilji að jafnaðarmenn sitji einir í minnihlutastjórn. Það kann að vera snúið að mynda ríkisstjórn þar sem mögulegir stuðningsflokkar munu vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð. Til dæmis að jafnaðarmenn slái af kröfum sínum um harða innflytjendastefnu og gefi ríflega í á útgjaldahlið ríkisins.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar en vill halda forsætisráðherrastóli Forsætisráðherra viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar og heldur á fund drottningar á morgun til að biðjast lausnar. 5. júní 2019 22:23 Mette boðar stjórn Jafnaðarmanna: „Þið hafið beðið um nýja ríkisstjórn“ Útlit er fyrir að Mette Frederiksen, leiðtogi Jafnaðarmanna, verði næsti forsætisráðherra Danmerkur. 6. júní 2019 00:01 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar en vill halda forsætisráðherrastóli Forsætisráðherra viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar og heldur á fund drottningar á morgun til að biðjast lausnar. 5. júní 2019 22:23
Mette boðar stjórn Jafnaðarmanna: „Þið hafið beðið um nýja ríkisstjórn“ Útlit er fyrir að Mette Frederiksen, leiðtogi Jafnaðarmanna, verði næsti forsætisráðherra Danmerkur. 6. júní 2019 00:01