Til skoðunar að opna kvennaathvarf á Norðurlandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. júní 2019 13:00 Á síðasta ári komu 135 konur og sjötíu börn til dvalar í kvennaathvarfinu í Reykjavík. Til skoðunar er að stofna kvennaathvarf á Norðurlandi. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir því fylgja mikið rask fyrir konur og börn að þurfa að fara til Reykjavíkur til þess að flýja heimilisofbeldi. Tæpur fimmtungur þeirra sem leituðu í Kvennaathvarfið á síðasta ári komu af landsbyggðinni. Samkvæmt nýrri ofbeldisvarnaráætlun stjórnvalda verður myndaður starfshópur sem á að kortleggja þörfina fyrir úrræði á borð við kvennaathvarf á landsbyggðinni. Þetta á að gera með áherslu á aðgengi óháð búsetu. Hópurinn á að skila skýrslu um málið í júní á næsta ári. Á síðasta ári komu 135 konur og sjötíu börn til dvalar í kvennaathvarfinu í Reykjavík; þangað sem fórnarlömb heimilisofbeldis og mansals geta leitað. Þar að auki komu 240 konur í samtals 500 viðtöl. Tæpur fimmtungur komu utan af landi. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, telur brýnt að konur geti leitað í kvennaathvarf á landsbyggðinni.Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð.Stöð 2„Ofbeldi gerist út um allt land eins og við vitum og ef ástandið er þannig að konur þurfi að leita skjóls er það erfitt í svona litlum samfélögum. Það er náttúrulega gríðarlega mikið rask fyrir konur og fyrir börn að þurfa að taka sig upp og leita skjóls í reykajvík ef þær búa kannski á Norðurlandi, Vesturlandi eða Vestfjörðum," segir Ragna. Bjarmahlíð var opnuð á Akureyri í maí en þar er veitt sambærileg þjónusta og í Bjarkarhlíð. Boðið er upp á ráðgjöf og upplýsingar fyrir fólk sem hefur verið beitt ofbeldi. En þolendur geta þó ekki dvalið þar. Ragna segir ljóst að Bjarmahlíð hafi verið tímabært úrræði. „Það hefur nú þegar sýnt sig að það er þörf á því eins og flestum úrærðum sem opna fyrir þolendur ofbeldis, því miður," segir hún. Þrátt fyrir að enn eigi eftir að greina þörfina á landsvísu blasir hún þegar við á Norðurlandi og til skoðunar er að opna athvarf í tengslum við Bjarmahlíð. „Ég veit að í undirbúningi þess og í samtalinu um það hefur komið til tals hvort það sé hægt að opna eða athvarf fyrir konur á Norðurlandi," segir Ragna. Félagsmál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Til skoðunar er að stofna kvennaathvarf á Norðurlandi. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir því fylgja mikið rask fyrir konur og börn að þurfa að fara til Reykjavíkur til þess að flýja heimilisofbeldi. Tæpur fimmtungur þeirra sem leituðu í Kvennaathvarfið á síðasta ári komu af landsbyggðinni. Samkvæmt nýrri ofbeldisvarnaráætlun stjórnvalda verður myndaður starfshópur sem á að kortleggja þörfina fyrir úrræði á borð við kvennaathvarf á landsbyggðinni. Þetta á að gera með áherslu á aðgengi óháð búsetu. Hópurinn á að skila skýrslu um málið í júní á næsta ári. Á síðasta ári komu 135 konur og sjötíu börn til dvalar í kvennaathvarfinu í Reykjavík; þangað sem fórnarlömb heimilisofbeldis og mansals geta leitað. Þar að auki komu 240 konur í samtals 500 viðtöl. Tæpur fimmtungur komu utan af landi. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, telur brýnt að konur geti leitað í kvennaathvarf á landsbyggðinni.Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð.Stöð 2„Ofbeldi gerist út um allt land eins og við vitum og ef ástandið er þannig að konur þurfi að leita skjóls er það erfitt í svona litlum samfélögum. Það er náttúrulega gríðarlega mikið rask fyrir konur og fyrir börn að þurfa að taka sig upp og leita skjóls í reykajvík ef þær búa kannski á Norðurlandi, Vesturlandi eða Vestfjörðum," segir Ragna. Bjarmahlíð var opnuð á Akureyri í maí en þar er veitt sambærileg þjónusta og í Bjarkarhlíð. Boðið er upp á ráðgjöf og upplýsingar fyrir fólk sem hefur verið beitt ofbeldi. En þolendur geta þó ekki dvalið þar. Ragna segir ljóst að Bjarmahlíð hafi verið tímabært úrræði. „Það hefur nú þegar sýnt sig að það er þörf á því eins og flestum úrærðum sem opna fyrir þolendur ofbeldis, því miður," segir hún. Þrátt fyrir að enn eigi eftir að greina þörfina á landsvísu blasir hún þegar við á Norðurlandi og til skoðunar er að opna athvarf í tengslum við Bjarmahlíð. „Ég veit að í undirbúningi þess og í samtalinu um það hefur komið til tals hvort það sé hægt að opna eða athvarf fyrir konur á Norðurlandi," segir Ragna.
Félagsmál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira