Hollensku stelpurnar leika sinn fyrsta úrslitaleik á HM á sama degi og strákarnir fyrir 45 árum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júlí 2019 13:12 Stuðningsmenn Hollands máluðu bæinn appelsínugulan. vísir/getty Sjöundi júlí er stór dagur í knattspyrnusögu Hollands. Á þessum degi árið 1974 mætti Holland Vestur-Þýskalandi í fyrsta úrslitaleik sínum á HM karla. Og í dag, nákvæmlega 45 árum frá úrslitaleiknum í München 1974, mætir Holland Bandaríkjunum í fyrsta úrslitaleik sínum á HM kvenna.45 – The @Oranjevrouwen will play their first #FIFAWWC final exactly 45 years after the Dutch men’s team played its first World Cup final (July 7, 1974). Orange. #NEDpic.twitter.com/5Mpq5wCCZD — OptaJohan (@OptaJohan) July 7, 2019 Hollensku stelpurnar vonast væntanlega eftir annarri og betri útkomu en í úrslitaleiknum hjá Johan Cruyff og félögum fyrir 45 árum. Holland komst yfir strax á 2. mínútu þegar Johan Neeskens skoraði úr vítaspyrnu. Paul Breitner jafnaði úr annarri vítaspyrnu á 25. mínútu og tveimur mínútum fyrir hálfleik skoraði Gerd Müller sigurmark Vestur-Þjóðverja sem urðu þar með heimsmeistarar í annað sinn. Holland komst einnig í úrslit á HM karla 1978 og 2010 en tapaði í bæði skiptin, fyrir Argentínu og Spáni. Hollendingar eru hins vegar með 100% árangur í úrslitaleikjum á EM, bæði karla og kvenna. Hollendingar urðu Evrópumeistarar karla 1988 eftir sigur á Sovétmönnum, 2-0, og Holland vann Danmörku, 4-2, í úrslitaleik EM kvenna fyrir tveimur árum. Með sigri á Bandaríkjunum í Lyon í dag verður Holland því handhafi bæði heims- og Evrópumeistaratitilsins. Verkefnið er þó ærið gegn heimsmeisturum Bandaríkjanna sem hafa unnið ellefu leiki í röð á HM. Leikur Hollands og Bandaríkjanna hefst klukkan 15:00 í dag. HM 2019 í Frakklandi Holland Tengdar fréttir Bandaríkin heimsmeistarar í fjórða sinn Bandaríkin unnu Holland, 2-0, í úrslitaleik HM kvenna í Lyon í dag. 7. júlí 2019 16:45 Svíþjóð afgreiddi England og hirti bronsið í þriðja sinn Fjörugur fyrri hálfleikur en England endar í fjórða sæti deildarinnar. 6. júlí 2019 17:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Sjöundi júlí er stór dagur í knattspyrnusögu Hollands. Á þessum degi árið 1974 mætti Holland Vestur-Þýskalandi í fyrsta úrslitaleik sínum á HM karla. Og í dag, nákvæmlega 45 árum frá úrslitaleiknum í München 1974, mætir Holland Bandaríkjunum í fyrsta úrslitaleik sínum á HM kvenna.45 – The @Oranjevrouwen will play their first #FIFAWWC final exactly 45 years after the Dutch men’s team played its first World Cup final (July 7, 1974). Orange. #NEDpic.twitter.com/5Mpq5wCCZD — OptaJohan (@OptaJohan) July 7, 2019 Hollensku stelpurnar vonast væntanlega eftir annarri og betri útkomu en í úrslitaleiknum hjá Johan Cruyff og félögum fyrir 45 árum. Holland komst yfir strax á 2. mínútu þegar Johan Neeskens skoraði úr vítaspyrnu. Paul Breitner jafnaði úr annarri vítaspyrnu á 25. mínútu og tveimur mínútum fyrir hálfleik skoraði Gerd Müller sigurmark Vestur-Þjóðverja sem urðu þar með heimsmeistarar í annað sinn. Holland komst einnig í úrslit á HM karla 1978 og 2010 en tapaði í bæði skiptin, fyrir Argentínu og Spáni. Hollendingar eru hins vegar með 100% árangur í úrslitaleikjum á EM, bæði karla og kvenna. Hollendingar urðu Evrópumeistarar karla 1988 eftir sigur á Sovétmönnum, 2-0, og Holland vann Danmörku, 4-2, í úrslitaleik EM kvenna fyrir tveimur árum. Með sigri á Bandaríkjunum í Lyon í dag verður Holland því handhafi bæði heims- og Evrópumeistaratitilsins. Verkefnið er þó ærið gegn heimsmeisturum Bandaríkjanna sem hafa unnið ellefu leiki í röð á HM. Leikur Hollands og Bandaríkjanna hefst klukkan 15:00 í dag.
HM 2019 í Frakklandi Holland Tengdar fréttir Bandaríkin heimsmeistarar í fjórða sinn Bandaríkin unnu Holland, 2-0, í úrslitaleik HM kvenna í Lyon í dag. 7. júlí 2019 16:45 Svíþjóð afgreiddi England og hirti bronsið í þriðja sinn Fjörugur fyrri hálfleikur en England endar í fjórða sæti deildarinnar. 6. júlí 2019 17:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Bandaríkin heimsmeistarar í fjórða sinn Bandaríkin unnu Holland, 2-0, í úrslitaleik HM kvenna í Lyon í dag. 7. júlí 2019 16:45
Svíþjóð afgreiddi England og hirti bronsið í þriðja sinn Fjörugur fyrri hálfleikur en England endar í fjórða sæti deildarinnar. 6. júlí 2019 17:00