Segir að fólk sé byrjað að birgja sig upp af mat og vatni eftir öflugan jarðskjálfta Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júlí 2019 20:30 Íslensk kona búsett í Kaliforníu segir að fólk sé hrætt, það sé byrjað að birgja sig upp af mat og vatni eftir öflugan jarðskjálfta upp á 7,1 sem reið yfir svæðið í nótt. Ekki er útilokað að enn stærri skjálfti sé á leiðinni en skjálftinn í nótt er sá stærsti sem skekið hefur Kaliforníu í tvo áratugi. Klukkan var 20:21 að staðartíma þegar myndverið sást byrja að skjálfa og skyndilega var tekin ákvörðun um að rjúfa útsendinguna. Skjálftamiðjan var á 900 metra dýpi í borginni Ridgecrest um 240km norðaustur af Los Angeles, stærstu borgar Kaliforníu. Áhrifa skjálftans gætti þó víða en hann fannst til að mynfa á landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó. Íslendingur sem búsettur er í Los Angeles segir að í fyrstu hafi hún ekki kippt sér upp við skjálftann, hræðsla greip svo um sig þegar hann virtist engan endi ætla að taka. „Nema svo hætti hann ekki og stigmagnaðist og allt var að hristast. Við erum hér með hangandi ljós sem fóru alveg á flug og það brotnuðu glös úti á svölum,“ sagði Unnur Eggertsdóttir, söng- og leikkona í Los Angeles. Hún segir að nú sé fólk mjög hrætt enda hafa jarðfræðingar varað fólk við að stór skjálfti sé í vændum. „Það eru allir miklu meira á nálum núna því fólk er hrætt við þennan risa skjálfta sem jarðfræðingar hafa varað við. Þannig að ég persónulega er búin að pakka í tösku, er með vatnsflöskur og mat tilbúinn. Ég veit að vinir mínir eru að gera slíkt hið sama. Þeir eru með birgðir í vinnunni, bílnum, heima hjá sér og ætla í rauninni bara að vera tilbúnir ef það skyldi gerast. Það eru allir skíthræddir um það hvað gerist og hvar maður verður þegar þessi skjálfti kemur,“ sagði Unnur Eggertsdóttir. Samkvæmt heimildum BBC hafa engar fréttir borist af dauðsföllum af völdum skjálftans en í Ridgecrest glíma íbúar við eldsvoða, gasleka og rafmagnsleysi. Bandaríkin Tengdar fréttir Slitu útsendingunni og hurfu undir borð Jarðskjálftinn sem mældist að stærðinni 7,1 á richter skók suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í nótt. 6. júlí 2019 13:24 Stærsti jarðskjálfti sem skekið hefur Kalíforníu í tvo áratugi Jarðskjálfti sem mældist 7,1 á Richter skók suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í nótt. Um er að ræða stærsta skjálfta sem mælst hefur á svæðinu í tvo áratugi. 6. júlí 2019 08:43 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira
Íslensk kona búsett í Kaliforníu segir að fólk sé hrætt, það sé byrjað að birgja sig upp af mat og vatni eftir öflugan jarðskjálfta upp á 7,1 sem reið yfir svæðið í nótt. Ekki er útilokað að enn stærri skjálfti sé á leiðinni en skjálftinn í nótt er sá stærsti sem skekið hefur Kaliforníu í tvo áratugi. Klukkan var 20:21 að staðartíma þegar myndverið sást byrja að skjálfa og skyndilega var tekin ákvörðun um að rjúfa útsendinguna. Skjálftamiðjan var á 900 metra dýpi í borginni Ridgecrest um 240km norðaustur af Los Angeles, stærstu borgar Kaliforníu. Áhrifa skjálftans gætti þó víða en hann fannst til að mynfa á landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó. Íslendingur sem búsettur er í Los Angeles segir að í fyrstu hafi hún ekki kippt sér upp við skjálftann, hræðsla greip svo um sig þegar hann virtist engan endi ætla að taka. „Nema svo hætti hann ekki og stigmagnaðist og allt var að hristast. Við erum hér með hangandi ljós sem fóru alveg á flug og það brotnuðu glös úti á svölum,“ sagði Unnur Eggertsdóttir, söng- og leikkona í Los Angeles. Hún segir að nú sé fólk mjög hrætt enda hafa jarðfræðingar varað fólk við að stór skjálfti sé í vændum. „Það eru allir miklu meira á nálum núna því fólk er hrætt við þennan risa skjálfta sem jarðfræðingar hafa varað við. Þannig að ég persónulega er búin að pakka í tösku, er með vatnsflöskur og mat tilbúinn. Ég veit að vinir mínir eru að gera slíkt hið sama. Þeir eru með birgðir í vinnunni, bílnum, heima hjá sér og ætla í rauninni bara að vera tilbúnir ef það skyldi gerast. Það eru allir skíthræddir um það hvað gerist og hvar maður verður þegar þessi skjálfti kemur,“ sagði Unnur Eggertsdóttir. Samkvæmt heimildum BBC hafa engar fréttir borist af dauðsföllum af völdum skjálftans en í Ridgecrest glíma íbúar við eldsvoða, gasleka og rafmagnsleysi.
Bandaríkin Tengdar fréttir Slitu útsendingunni og hurfu undir borð Jarðskjálftinn sem mældist að stærðinni 7,1 á richter skók suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í nótt. 6. júlí 2019 13:24 Stærsti jarðskjálfti sem skekið hefur Kalíforníu í tvo áratugi Jarðskjálfti sem mældist 7,1 á Richter skók suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í nótt. Um er að ræða stærsta skjálfta sem mælst hefur á svæðinu í tvo áratugi. 6. júlí 2019 08:43 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira
Slitu útsendingunni og hurfu undir borð Jarðskjálftinn sem mældist að stærðinni 7,1 á richter skók suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í nótt. 6. júlí 2019 13:24
Stærsti jarðskjálfti sem skekið hefur Kalíforníu í tvo áratugi Jarðskjálfti sem mældist 7,1 á Richter skók suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í nótt. Um er að ræða stærsta skjálfta sem mælst hefur á svæðinu í tvo áratugi. 6. júlí 2019 08:43