ESA segir Ísland þurfa að bæta eftirlit með ræktun á skelfiski Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júlí 2019 08:52 Tilgangur úttektar ESA var að staðfesta að opinbert eftirlit með heilbrigði lagareldisdýra á Íslandi sé í samræmi við löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins. Til lagareldisdýra teljast eldisfiskur, skeldýr og krabbadýr í eldi. Fréttablaðið/Anton Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, telur að opinbert eftirlit á Íslandi með eldisfisk sé fullnægjandi en bæta þurfi eftirlit með ræktun á skelfiski. Þetta kemur fram í niðurstöðu skýrslu ESA vegna úttektar sem fram fór hér á landi í mars síðastliðnum. Í tilkynningu frá ESA vegna skýrslunnar segir að þrátt fyrir að eftirlit með heilbrigði eldisfisks sé gott þá var eftirlit með skelfiski og rannsóknir á afurðum þeirra ekki nægilegt og ekki í samræmi við EES-löggjöf. „Til þess að bregðast við þessu hefur Ísland, að beiðni ESA, þegar innleitt úrbótaáætlun varðandi bætt eftirlit með ræktun á skelfiski. Einnig hefur Ísland lagt fram áætlanir um úrbætur varðandi opinbert eftirlit við framleiðslu á eldisfiski,“ segir í tilkynningu ESA. Einnig er fjallað um skýrsluna á vef Matvælastofnunar (MAST). Þar kemur fram að eftirlitsheimsókn ESA hafi farið fram dagana 11. til 20. mars. „Tilgangur úttektarinnar var að staðfesta að opinbert eftirlit með heilbrigði lagareldisdýra á Íslandi sé í samræmi við löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins. Til lagareldisdýra teljast eldisfiskur, skeldýr og krabbadýr í eldi,“ segir á vef MAST. Þar segir jafnframt að í lokaskýrslu ESA komi fram tilmæli um lítilsháttar úrbætur. Þá segi einnig í skýrslunni að opinbert eftirlit dýralækna fisksjúkdóma sé reglubundið, áhættumiðað og vel skjalfest. „Meðal athugasemda ESA kemur fram að þrátt fyrir að staðan sé góð m.t.t. heilbrigðiseftirlits með eldisfiski sé staðan ekki eins góð hvað skeldýr varðar. Gerðar er athugasemdir m.a. við heilnæmiseftirlit og framkvæmd sýnatöku úr umhverfi og afurðum skelfisks. Athugasemdir voru gerðar við að engin sláturhús væru útbúin til að taka við sýktum fiski. Þess má geta að ákvæði um slíkar kröfur voru sett með nýrri reglugerð nr. 300/2018 um velferð lagardýra, varnir gegn sjúkdómum og heilbrigðiseftirlit með eldisstöðvum og skulu sláturhús á tilteknum svæðum uppfylla þessi skilyrði frá 30. september 2019. Þá komu smávægilegar athugasemdir fram um að aðferðafræði við afgreiðslu erinda um innflutning lifandi eldisdýra væri ekki alveg í samsvari við EES löggjöfina. Fundið var að því að tekið væri tillit til smitsjúkdóma sem ekki væru tilkynningaskyldir skv. sömu löggjöf án þess að formleg samþykki ESA lægi fyrir. Með skýrslunni fylgir tímasett úrbótaáætlun frá eftirlitsaðilum hérlendis, ásamt athugasemdum og leiðréttingum. Vinna við úrbætur er nú þegar hafin,“ segir á vef MAST. Sjávarútvegur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, telur að opinbert eftirlit á Íslandi með eldisfisk sé fullnægjandi en bæta þurfi eftirlit með ræktun á skelfiski. Þetta kemur fram í niðurstöðu skýrslu ESA vegna úttektar sem fram fór hér á landi í mars síðastliðnum. Í tilkynningu frá ESA vegna skýrslunnar segir að þrátt fyrir að eftirlit með heilbrigði eldisfisks sé gott þá var eftirlit með skelfiski og rannsóknir á afurðum þeirra ekki nægilegt og ekki í samræmi við EES-löggjöf. „Til þess að bregðast við þessu hefur Ísland, að beiðni ESA, þegar innleitt úrbótaáætlun varðandi bætt eftirlit með ræktun á skelfiski. Einnig hefur Ísland lagt fram áætlanir um úrbætur varðandi opinbert eftirlit við framleiðslu á eldisfiski,“ segir í tilkynningu ESA. Einnig er fjallað um skýrsluna á vef Matvælastofnunar (MAST). Þar kemur fram að eftirlitsheimsókn ESA hafi farið fram dagana 11. til 20. mars. „Tilgangur úttektarinnar var að staðfesta að opinbert eftirlit með heilbrigði lagareldisdýra á Íslandi sé í samræmi við löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins. Til lagareldisdýra teljast eldisfiskur, skeldýr og krabbadýr í eldi,“ segir á vef MAST. Þar segir jafnframt að í lokaskýrslu ESA komi fram tilmæli um lítilsháttar úrbætur. Þá segi einnig í skýrslunni að opinbert eftirlit dýralækna fisksjúkdóma sé reglubundið, áhættumiðað og vel skjalfest. „Meðal athugasemda ESA kemur fram að þrátt fyrir að staðan sé góð m.t.t. heilbrigðiseftirlits með eldisfiski sé staðan ekki eins góð hvað skeldýr varðar. Gerðar er athugasemdir m.a. við heilnæmiseftirlit og framkvæmd sýnatöku úr umhverfi og afurðum skelfisks. Athugasemdir voru gerðar við að engin sláturhús væru útbúin til að taka við sýktum fiski. Þess má geta að ákvæði um slíkar kröfur voru sett með nýrri reglugerð nr. 300/2018 um velferð lagardýra, varnir gegn sjúkdómum og heilbrigðiseftirlit með eldisstöðvum og skulu sláturhús á tilteknum svæðum uppfylla þessi skilyrði frá 30. september 2019. Þá komu smávægilegar athugasemdir fram um að aðferðafræði við afgreiðslu erinda um innflutning lifandi eldisdýra væri ekki alveg í samsvari við EES löggjöfina. Fundið var að því að tekið væri tillit til smitsjúkdóma sem ekki væru tilkynningaskyldir skv. sömu löggjöf án þess að formleg samþykki ESA lægi fyrir. Með skýrslunni fylgir tímasett úrbótaáætlun frá eftirlitsaðilum hérlendis, ásamt athugasemdum og leiðréttingum. Vinna við úrbætur er nú þegar hafin,“ segir á vef MAST.
Sjávarútvegur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira