Segir lögreglu skorta skilning á hatursglæpum Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 16. júlí 2019 22:41 Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skortir skilning á mikilvægi málaflokksins um hatursglæpi. Þetta segir fyrrverandi lögreglufulltrúi, sem áður stýrði hatursglæpadeild embættisins. Lögregla hefur nú til skoðunar hvort hatursglæpur hafi verið framinn við verslunarkjarna í Breiðholti í gær þar sem veist var að þremur múslimskum konum. Atvikið mun hafa átt séð stað í verslunarkjarna í Lóuhólum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur, elt þær út á bílastæði og hrópað á þær að þær skyldu fara úr búrkunum og að þær ættu ekki heima á Íslandi. Þórunn Ólafsdóttir, sem hefur starfað með flóttafólki, tjáði sig um málið á Facebook í dag en þar segir hún að konurnar hafi í fyrstu sjálfar óskað eftir aðstoð lögreglu án árangurs. Lögregla hafi ekki mætt á vettavang fyrr en eftir að hún hringdi.Sjá einnig: Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Eyrún Eyþórsdóttir, aðjúnkt í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri , stýrði hatursglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í 2 ár. Hún hætti störfum í fyrra og hefur engin tekið við verkefninu. Hatursglæpir eru nú rannsakaðir í miðlægri rannsóknardeild. „Ég hef upplifað að það skorti skilning á mikilvæginu. Þó það sé ekki bein að brotna eða fólk sé myrt eða eitthvað slíkt þá liggur samt mikið mikilvægi í því að sinna málaflokknum vel.“ Þó að glæpurinn beinist að einum eða tveimur hafi hann víðtækari áhrif. „Í því liggur í raun og veru alvarleikinn.“ Eyrún segir að það sé starfrækt sérstök hatursglæpadeild á Norðurlöndum, að Danmörku undanskilinni. Hún segir ákveðin skilaboð fólgin í því hatursglæpadeild hafi ekki verið starfrækt áfram. „Það gefur það til kynna að þetta sé ekki álitið það mikilvægt, að það sé hægt að leggja sérstakan mannskap í þetta. Það finnst mér sorglegt,“ segir Eyrún og gagnrýnir að hatursglæpir séu rannsakaðir í sömu deild og alvarlegar líkamsárásir. Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Veist að þremur múslimskum konum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp, sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöld. 16. júlí 2019 07:18 Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur sem staddar voru við verslunarkjarna við Lóuhóla. 16. júlí 2019 11:45 Lýsir því hvernig veist var að múslimsku konunum við verslunarkjarnann Þórunn Ólafsdóttir, vinkona múslimsku kvennanna þriggja sem veist var að í gær við verslunarkjarna í Breiðholti, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. 16. júlí 2019 16:15 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skortir skilning á mikilvægi málaflokksins um hatursglæpi. Þetta segir fyrrverandi lögreglufulltrúi, sem áður stýrði hatursglæpadeild embættisins. Lögregla hefur nú til skoðunar hvort hatursglæpur hafi verið framinn við verslunarkjarna í Breiðholti í gær þar sem veist var að þremur múslimskum konum. Atvikið mun hafa átt séð stað í verslunarkjarna í Lóuhólum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur, elt þær út á bílastæði og hrópað á þær að þær skyldu fara úr búrkunum og að þær ættu ekki heima á Íslandi. Þórunn Ólafsdóttir, sem hefur starfað með flóttafólki, tjáði sig um málið á Facebook í dag en þar segir hún að konurnar hafi í fyrstu sjálfar óskað eftir aðstoð lögreglu án árangurs. Lögregla hafi ekki mætt á vettavang fyrr en eftir að hún hringdi.Sjá einnig: Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Eyrún Eyþórsdóttir, aðjúnkt í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri , stýrði hatursglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í 2 ár. Hún hætti störfum í fyrra og hefur engin tekið við verkefninu. Hatursglæpir eru nú rannsakaðir í miðlægri rannsóknardeild. „Ég hef upplifað að það skorti skilning á mikilvæginu. Þó það sé ekki bein að brotna eða fólk sé myrt eða eitthvað slíkt þá liggur samt mikið mikilvægi í því að sinna málaflokknum vel.“ Þó að glæpurinn beinist að einum eða tveimur hafi hann víðtækari áhrif. „Í því liggur í raun og veru alvarleikinn.“ Eyrún segir að það sé starfrækt sérstök hatursglæpadeild á Norðurlöndum, að Danmörku undanskilinni. Hún segir ákveðin skilaboð fólgin í því hatursglæpadeild hafi ekki verið starfrækt áfram. „Það gefur það til kynna að þetta sé ekki álitið það mikilvægt, að það sé hægt að leggja sérstakan mannskap í þetta. Það finnst mér sorglegt,“ segir Eyrún og gagnrýnir að hatursglæpir séu rannsakaðir í sömu deild og alvarlegar líkamsárásir.
Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Veist að þremur múslimskum konum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp, sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöld. 16. júlí 2019 07:18 Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur sem staddar voru við verslunarkjarna við Lóuhóla. 16. júlí 2019 11:45 Lýsir því hvernig veist var að múslimsku konunum við verslunarkjarnann Þórunn Ólafsdóttir, vinkona múslimsku kvennanna þriggja sem veist var að í gær við verslunarkjarna í Breiðholti, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. 16. júlí 2019 16:15 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Veist að þremur múslimskum konum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp, sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöld. 16. júlí 2019 07:18
Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur sem staddar voru við verslunarkjarna við Lóuhóla. 16. júlí 2019 11:45
Lýsir því hvernig veist var að múslimsku konunum við verslunarkjarnann Þórunn Ólafsdóttir, vinkona múslimsku kvennanna þriggja sem veist var að í gær við verslunarkjarna í Breiðholti, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. 16. júlí 2019 16:15