Gekk hringinn í kringum landið á 43 dögum Elísabet Inga Sigurðardóttir og Sylvía Hall skrifa 28. júlí 2019 19:49 Hin 16 ára Eva Bryndís lauk göngu sinni hringinn í kringum landið síðdegis í dag. Tilgangur göngunnar var að safna peningi fyrir Barnaspítala Hringsins, en bróðir hennar er langveikur og hefur því dvalið þar. Gangan tók 43 daga en Eva lagði af stað þann 16. júní frá Hafnarfjarðarkirkju. Markmiðið var að klára gönguna á fimmtíu dögum og því ljóst að hún gerði gott betur og kláraði viku fyrr.Sjá einnig: 16 ára gengur hringinn á fimmtíu dögum Hún gekk að meðaltali 35 kílómetra á hverjum degi og sagði formið hafa komið sér á óvart. Hún viðurkennir að hún sé þreytt eftir gönguna en það skipti litlu máli í samanburði við ævintýrið sem gangan var. Hún segir það hafa verið erfiðast að ganga ein oft á tíðum en spenntust var hún fyrir því að koma aftur heim til þess að sofa í rúminu sínu, borða heitan mat og fá sér ís.Vonar að fyrirtæki sjái sér fært að styrkja „Bróðir minn er langveikur og með hjartagalla og Barnaspítalinn hefur hjálpað okkur fjölskyldunni ótrúlega mikið og þetta er smá peningur til þakkar,“ segir Eva og bætir við að fjölskyldan sé afar þakklát spítalanum. Þegar Eva athugaði síðast höfðu safnast 1,4 milljónir en hún vonast til þess að fleiri, og þá sérstaklega fyrirtæki, sjái sér fært að styrkja hana á meðan reikningurinn er enn opinn. Hægt er að styrkja Evu til 29. ágúst, á afmælisdegi hennar, en þá sér hún fram á að afhenda peninginn. Þeir sem vilja og hafa tök á að styrkja Evu og þar með Barnaspítala hringsins geta lagt inn á eftirfarandi reikning: Bankareikningur: 0545-14-001153 Kennitala: 2908022290 Heilsa Tengdar fréttir 16 ára gengur hringinn á fimmtíu dögum Eva Bryndís Ágústsdóttir, sem kallar sig Arkarann Evu ætla að eyða næstu fimmtíu dögum í að ganga hringinn í kringum landið. Eva sem er aðeins sextán ára gömul segist vera í mjög góðu formi og fari létt með að ganga hringinn. 19. júní 2019 19:52 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Hin 16 ára Eva Bryndís lauk göngu sinni hringinn í kringum landið síðdegis í dag. Tilgangur göngunnar var að safna peningi fyrir Barnaspítala Hringsins, en bróðir hennar er langveikur og hefur því dvalið þar. Gangan tók 43 daga en Eva lagði af stað þann 16. júní frá Hafnarfjarðarkirkju. Markmiðið var að klára gönguna á fimmtíu dögum og því ljóst að hún gerði gott betur og kláraði viku fyrr.Sjá einnig: 16 ára gengur hringinn á fimmtíu dögum Hún gekk að meðaltali 35 kílómetra á hverjum degi og sagði formið hafa komið sér á óvart. Hún viðurkennir að hún sé þreytt eftir gönguna en það skipti litlu máli í samanburði við ævintýrið sem gangan var. Hún segir það hafa verið erfiðast að ganga ein oft á tíðum en spenntust var hún fyrir því að koma aftur heim til þess að sofa í rúminu sínu, borða heitan mat og fá sér ís.Vonar að fyrirtæki sjái sér fært að styrkja „Bróðir minn er langveikur og með hjartagalla og Barnaspítalinn hefur hjálpað okkur fjölskyldunni ótrúlega mikið og þetta er smá peningur til þakkar,“ segir Eva og bætir við að fjölskyldan sé afar þakklát spítalanum. Þegar Eva athugaði síðast höfðu safnast 1,4 milljónir en hún vonast til þess að fleiri, og þá sérstaklega fyrirtæki, sjái sér fært að styrkja hana á meðan reikningurinn er enn opinn. Hægt er að styrkja Evu til 29. ágúst, á afmælisdegi hennar, en þá sér hún fram á að afhenda peninginn. Þeir sem vilja og hafa tök á að styrkja Evu og þar með Barnaspítala hringsins geta lagt inn á eftirfarandi reikning: Bankareikningur: 0545-14-001153 Kennitala: 2908022290
Heilsa Tengdar fréttir 16 ára gengur hringinn á fimmtíu dögum Eva Bryndís Ágústsdóttir, sem kallar sig Arkarann Evu ætla að eyða næstu fimmtíu dögum í að ganga hringinn í kringum landið. Eva sem er aðeins sextán ára gömul segist vera í mjög góðu formi og fari létt með að ganga hringinn. 19. júní 2019 19:52 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
16 ára gengur hringinn á fimmtíu dögum Eva Bryndís Ágústsdóttir, sem kallar sig Arkarann Evu ætla að eyða næstu fimmtíu dögum í að ganga hringinn í kringum landið. Eva sem er aðeins sextán ára gömul segist vera í mjög góðu formi og fari létt með að ganga hringinn. 19. júní 2019 19:52