Segir NS hafa ákveðið að vera „gjallarhorn fyrir tóma vitleysu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. júlí 2019 10:12 Ólafur Arnarson, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, telur að samtökunum hafi gengið gott eitt til þegar þau höfðu í frammi gagnrýni á flugfélagið Icelandair en ráðleggur þeim að elta ekki frekjukröfur. Fréttablaðið/sigtryggur Ólafur Arnarson, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, telur málflutning samtakanna um leiguflugvélar flugfélagsins Icelandair vera á villigötum. Gagnrýnin hafi verið ómakleg og segist hann raunar taka hatt sinn ofan fyrir stjórnendum Icelandair sem hafi gengið rösklega til verks til að standa við skuldbindingar gagnvart viðskiptavinum sínum sem treysti á flugfélagið til að koma sér á leiðarenda. Ólafur kom umvöndunum sínum á framfæri í pistli sem hann birti á Facebook. Neytendasamtökin fóru á dögunum fram á að Icelandair deili mögulegum bótum frá flugvélaframleiðandanum Boeing - vegna MAX flugvélanna – með þeim farþegum sem hafi neyðst til að fljúga með leiguflugvélum Icelandair. Ótal kvartanir hafa borist samtökunum frá fólki sem keypti flug með Icelandair sem segjast ekki hafa fengið þá þjónustu sem greitt var fyrir.Sjá nánar: Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegumÆttu síður að elta „frekjukröfur“ Ólafi finnst Icelandair hafa staðið sig með sóma við erfiðar og fordæmalausar aðstæður. Hann segir að mun auðveldara og ódýrara hefði verið fyrir félagið að aflýsa flugferðum vegna málsins en það hefði komið illa við viðskiptavini og skilið þá eftir á köldum klaka. Í stað þess að grípa til þess ráðs að aflýsa ferðum hafi félagið tryggt öllum sínum viðskiptavinum örugga ferð á áfangastað með miklum kostnaði sem muni bitna á afkomu félagsins í ár. „Þó neytendur kvarti við Neytendasamtökin yfir því að fá ekki sömu afþreyingu eða sætabil og búist var við verða samtökin að skilja hismið frá kjarnanum og ekki elta frekjukröfur frá farþegum sem fengu flutning á sinn áfangastað en voru ekki skildir eftir á köldum klaka til að útvega sér nýtt flug með nánast engum fyrirvara.“ Samtökin verði að sýna skynsemi en ekki vera „gjallarhorn fyrir hvaða vitleysu sem er“.Breki Karlsson, núverandi formaður Neytendasamtakanna, segir stjórnendur Icelandair hafa mátt gera margt betur.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonBreki segir NS ekki búa mál til Breki Karlsson, núverandi formaður Neytendasamtakanna, brást við fullyrðingum Ólafs og sagði að ekki allir gerðu sér grein fyrir því að Neytendasamtökin hefðu ekki frumkvæði að málum. „Þegar fjöldi félagsmanna hefur samband og kvartar yfir sama málinu verður að segja frá. Vissulega hafa allir skilning á stöðunni sem Icelandair er í, en það er meðal hlutverka Neytendasamtakanna að brýna fyrirtæki til betri verka.“ Þannig hefði félagið geta látið viðskiptavini sína vita með góðum fyrirvara ef gerðar hafa verið breytingar. „Og stilla þannig væntingar og gefa fólki tóm til að gera aðrar ráðstafanir standi vilji þeirra til þess,“ segir Breki. Fréttir af flugi Neytendur Tengdar fréttir Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegum Er farið fram á það vegna þeirra farþega sem fá ekki þau þægindi sem lofað var. 22. júlí 2019 16:52 Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31 Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar. 22. júlí 2019 21:00 Lengri kyrrsetning 737 MAX gæti leitt til framleiðslustöðvunar Boeing tilkynnti í dag um mettap á síðasta ársfjórðungi. 24. júlí 2019 18:41 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Ólafur Arnarson, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, telur málflutning samtakanna um leiguflugvélar flugfélagsins Icelandair vera á villigötum. Gagnrýnin hafi verið ómakleg og segist hann raunar taka hatt sinn ofan fyrir stjórnendum Icelandair sem hafi gengið rösklega til verks til að standa við skuldbindingar gagnvart viðskiptavinum sínum sem treysti á flugfélagið til að koma sér á leiðarenda. Ólafur kom umvöndunum sínum á framfæri í pistli sem hann birti á Facebook. Neytendasamtökin fóru á dögunum fram á að Icelandair deili mögulegum bótum frá flugvélaframleiðandanum Boeing - vegna MAX flugvélanna – með þeim farþegum sem hafi neyðst til að fljúga með leiguflugvélum Icelandair. Ótal kvartanir hafa borist samtökunum frá fólki sem keypti flug með Icelandair sem segjast ekki hafa fengið þá þjónustu sem greitt var fyrir.Sjá nánar: Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegumÆttu síður að elta „frekjukröfur“ Ólafi finnst Icelandair hafa staðið sig með sóma við erfiðar og fordæmalausar aðstæður. Hann segir að mun auðveldara og ódýrara hefði verið fyrir félagið að aflýsa flugferðum vegna málsins en það hefði komið illa við viðskiptavini og skilið þá eftir á köldum klaka. Í stað þess að grípa til þess ráðs að aflýsa ferðum hafi félagið tryggt öllum sínum viðskiptavinum örugga ferð á áfangastað með miklum kostnaði sem muni bitna á afkomu félagsins í ár. „Þó neytendur kvarti við Neytendasamtökin yfir því að fá ekki sömu afþreyingu eða sætabil og búist var við verða samtökin að skilja hismið frá kjarnanum og ekki elta frekjukröfur frá farþegum sem fengu flutning á sinn áfangastað en voru ekki skildir eftir á köldum klaka til að útvega sér nýtt flug með nánast engum fyrirvara.“ Samtökin verði að sýna skynsemi en ekki vera „gjallarhorn fyrir hvaða vitleysu sem er“.Breki Karlsson, núverandi formaður Neytendasamtakanna, segir stjórnendur Icelandair hafa mátt gera margt betur.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonBreki segir NS ekki búa mál til Breki Karlsson, núverandi formaður Neytendasamtakanna, brást við fullyrðingum Ólafs og sagði að ekki allir gerðu sér grein fyrir því að Neytendasamtökin hefðu ekki frumkvæði að málum. „Þegar fjöldi félagsmanna hefur samband og kvartar yfir sama málinu verður að segja frá. Vissulega hafa allir skilning á stöðunni sem Icelandair er í, en það er meðal hlutverka Neytendasamtakanna að brýna fyrirtæki til betri verka.“ Þannig hefði félagið geta látið viðskiptavini sína vita með góðum fyrirvara ef gerðar hafa verið breytingar. „Og stilla þannig væntingar og gefa fólki tóm til að gera aðrar ráðstafanir standi vilji þeirra til þess,“ segir Breki.
Fréttir af flugi Neytendur Tengdar fréttir Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegum Er farið fram á það vegna þeirra farþega sem fá ekki þau þægindi sem lofað var. 22. júlí 2019 16:52 Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31 Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar. 22. júlí 2019 21:00 Lengri kyrrsetning 737 MAX gæti leitt til framleiðslustöðvunar Boeing tilkynnti í dag um mettap á síðasta ársfjórðungi. 24. júlí 2019 18:41 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegum Er farið fram á það vegna þeirra farþega sem fá ekki þau þægindi sem lofað var. 22. júlí 2019 16:52
Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31
Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar. 22. júlí 2019 21:00
Lengri kyrrsetning 737 MAX gæti leitt til framleiðslustöðvunar Boeing tilkynnti í dag um mettap á síðasta ársfjórðungi. 24. júlí 2019 18:41