Sérstaki rannsakandinn ber vitni í dag Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2019 08:23 Ólíklegt er talið að Mueller svari spurningum þingmanna með öðru en því sem kemur fram í skýrslu hans um rannsóknina. Vísir/EPA Robert Mueller, fyrrverandi sérstaki rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, kemur fyrir tvær nefndir Bandaríkjaþings til að bera vitni um rannsókn hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og meintu samráði framboðs Trump forseta við þá. Fyrst kemur Mueller fyrir dómsmálanefnd fulltrúardeildarinnar klukkan 12:30 að íslenskum tíma og síðan fyrir leyniþjónustunefndina klukkan 16:00. Þetta verður í fyrsta skipti sem hann verður spurður opinberlega út í rannsókn hans. Mueller var skipaður yfirmaður rannsóknar sem alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið höfðu í gangi í maí 2017 eftir að Donald Trump forseti rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI. Rannsóknin beindist að afskiptum Rússa af kosningunum, meintu samráði framboðs Trump við þá og hvort að forsetinn hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar. Rannsóknin stóð yfir í tæp tvö ár og voru niðurstöður hennar að mestu gerðar opinberar á skírdag. Mueller sagðist ekki geta sýnt fram á að glæpsamlegt samsæri hafi átt sér stað á milli Rússa og framboðs Trump en lýsti fjölda samskipta starfsmanna framboðsins við rússneska aðila. Þá tók rannsakandinn ekki afstöðu til þess hvort Trump hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar. Ástæðan var álit dómsmálaráðuneytisins um að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta. Dró Mueller þess í stað upp ellefu dæmi í skýrslu sinni um gjörðir Trump sem túlka mætti sem tilraunir til að leggja stein í götu rannsóknarinnar. Mueller, sem er fyrrverandi forstjóri FBI og repúblikani, hefur nær ekkert tjáð sig opinberlega um rannsóknina. Hann hélt óvænt blaðamannafund í lok maí þar sem hann dró stuttlega saman meginniðurstöður sínar og gaf sterklega í skyn að hann kærði sig ekki um að þurfa að bera vitni fyrir þingnefnd. Á þeim tíma höfðu komið fram fréttir um að Mueller væri ósáttur við hvernig William Barr, dómsmálaráðherra Trump, hefði greint frá efni skýrslunnar. Ólíklegt er talið að Mueller fari út fyrir efni rannsóknarskýrslu sinnar í vitnisburðinum í dag. Dómsmálaráðuneytið hefur meðal annars skipað honum að tjá sig ekki um hluta skýrslunnar sem leynd hefur ekki verið létt af. Þá er Mueller sagður tregur til að láta þingmenn úr hvorum flokknum sem er nota sig í áróðursskyni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Mueller samþykkir að bera vitni fyrir þingnefnd Formenn tveggja nefnda fulltrúadeildar Bandaríkjaþings stefndu fyrrverandi sérstaka rannsakandandum til að bera vitni um rannsókn hans og niðurstöður um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulega glæpi Trump forseta. 26. júní 2019 07:37 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Robert Mueller, fyrrverandi sérstaki rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, kemur fyrir tvær nefndir Bandaríkjaþings til að bera vitni um rannsókn hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og meintu samráði framboðs Trump forseta við þá. Fyrst kemur Mueller fyrir dómsmálanefnd fulltrúardeildarinnar klukkan 12:30 að íslenskum tíma og síðan fyrir leyniþjónustunefndina klukkan 16:00. Þetta verður í fyrsta skipti sem hann verður spurður opinberlega út í rannsókn hans. Mueller var skipaður yfirmaður rannsóknar sem alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið höfðu í gangi í maí 2017 eftir að Donald Trump forseti rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI. Rannsóknin beindist að afskiptum Rússa af kosningunum, meintu samráði framboðs Trump við þá og hvort að forsetinn hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar. Rannsóknin stóð yfir í tæp tvö ár og voru niðurstöður hennar að mestu gerðar opinberar á skírdag. Mueller sagðist ekki geta sýnt fram á að glæpsamlegt samsæri hafi átt sér stað á milli Rússa og framboðs Trump en lýsti fjölda samskipta starfsmanna framboðsins við rússneska aðila. Þá tók rannsakandinn ekki afstöðu til þess hvort Trump hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar. Ástæðan var álit dómsmálaráðuneytisins um að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta. Dró Mueller þess í stað upp ellefu dæmi í skýrslu sinni um gjörðir Trump sem túlka mætti sem tilraunir til að leggja stein í götu rannsóknarinnar. Mueller, sem er fyrrverandi forstjóri FBI og repúblikani, hefur nær ekkert tjáð sig opinberlega um rannsóknina. Hann hélt óvænt blaðamannafund í lok maí þar sem hann dró stuttlega saman meginniðurstöður sínar og gaf sterklega í skyn að hann kærði sig ekki um að þurfa að bera vitni fyrir þingnefnd. Á þeim tíma höfðu komið fram fréttir um að Mueller væri ósáttur við hvernig William Barr, dómsmálaráðherra Trump, hefði greint frá efni skýrslunnar. Ólíklegt er talið að Mueller fari út fyrir efni rannsóknarskýrslu sinnar í vitnisburðinum í dag. Dómsmálaráðuneytið hefur meðal annars skipað honum að tjá sig ekki um hluta skýrslunnar sem leynd hefur ekki verið létt af. Þá er Mueller sagður tregur til að láta þingmenn úr hvorum flokknum sem er nota sig í áróðursskyni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Mueller samþykkir að bera vitni fyrir þingnefnd Formenn tveggja nefnda fulltrúadeildar Bandaríkjaþings stefndu fyrrverandi sérstaka rannsakandandum til að bera vitni um rannsókn hans og niðurstöður um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulega glæpi Trump forseta. 26. júní 2019 07:37 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39
Mueller samþykkir að bera vitni fyrir þingnefnd Formenn tveggja nefnda fulltrúadeildar Bandaríkjaþings stefndu fyrrverandi sérstaka rannsakandandum til að bera vitni um rannsókn hans og niðurstöður um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulega glæpi Trump forseta. 26. júní 2019 07:37
Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11