Frambjóðendum í Kaliforníu gert skylt að birta skattaskýrslur Andri Eysteinsson skrifar 30. júlí 2019 20:40 Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu. Getty/MediaNewsGroup Ríkisstjóri Kaliforníu, demókratinn Gavin Newson, hefur skrifað undir löggjöf sem gerir forsetaframbjóðendum, sem vilja taka þátt í prófkjöri í ríkinu, skylt að birta skattaskýrslur sínar. Lögin, sem ná einnig til frambjóðenda til embættis ríkisstjóra, eru sögð vera sett til höfuðs sitjandi forseta, Donald Trump. AP greinir frá. Talið er líklegt að löggjöfinni verði skotið til dómstóla sem munu úrskurða hvort þau standist stjórnarskrá Bandaríkjanna. Úrskurði dómstólar á þá vegu að lögin þyki standast stjórnarskrá munu frambjóðendur þurfa að skila skattaskýrslum sínum fyrir síðustu fimm ár að minnsta kosti 98 dögum fyrir prófkjör síns flokks sem fram fer 3. mars næstkomandi. Skýrslurnar verða svo birtar almenningi á Internetinu. Gerð var tilraun til þess að setja samskonar löggjöf í Kaliforníu árið 2017 en þá beitti þáverandi ríkisstjóri, demókratinn Jerry Brown, neitunarvaldi sínu. Brown sagðist þá efast um að lögin stæðust stjórnarskrá og hafði áhyggjur af þeirri vegferð sem löggjafinn var á. Eins og áður sagði hafa lögin verið sögð hafa verið sett til höfuðs sitjandi forseta, Donald Trump, en sá hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki viljað birta gögn úr skattaskýrslum sínum. Framboð Trump hefur brugðist við lögunum og hefur sagt þau stangast á við stjórnarskrá, góð ástæða hafi verið fyrir því að Jerry Brown hafi beitt neitunarvaldi árið 2017. Enginn frambjóðandi sem talinn er líklegur til stórræða hefur boðið sig fram gegn Trump í Repúblikanaflokknum og því er talið að hann geti sleppt prófkjöri flokksins í Kaliforníu verði lögin í gildi þegar að því kemur. Talið er að sá fjöldi kjörmanna sem hann fengi í öðrum ríkjum Bandaríkjanna muni duga til þess að tryggja honum tilnefningu Repúblikanaflokksins öðru sinni. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir Sjá meira
Ríkisstjóri Kaliforníu, demókratinn Gavin Newson, hefur skrifað undir löggjöf sem gerir forsetaframbjóðendum, sem vilja taka þátt í prófkjöri í ríkinu, skylt að birta skattaskýrslur sínar. Lögin, sem ná einnig til frambjóðenda til embættis ríkisstjóra, eru sögð vera sett til höfuðs sitjandi forseta, Donald Trump. AP greinir frá. Talið er líklegt að löggjöfinni verði skotið til dómstóla sem munu úrskurða hvort þau standist stjórnarskrá Bandaríkjanna. Úrskurði dómstólar á þá vegu að lögin þyki standast stjórnarskrá munu frambjóðendur þurfa að skila skattaskýrslum sínum fyrir síðustu fimm ár að minnsta kosti 98 dögum fyrir prófkjör síns flokks sem fram fer 3. mars næstkomandi. Skýrslurnar verða svo birtar almenningi á Internetinu. Gerð var tilraun til þess að setja samskonar löggjöf í Kaliforníu árið 2017 en þá beitti þáverandi ríkisstjóri, demókratinn Jerry Brown, neitunarvaldi sínu. Brown sagðist þá efast um að lögin stæðust stjórnarskrá og hafði áhyggjur af þeirri vegferð sem löggjafinn var á. Eins og áður sagði hafa lögin verið sögð hafa verið sett til höfuðs sitjandi forseta, Donald Trump, en sá hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki viljað birta gögn úr skattaskýrslum sínum. Framboð Trump hefur brugðist við lögunum og hefur sagt þau stangast á við stjórnarskrá, góð ástæða hafi verið fyrir því að Jerry Brown hafi beitt neitunarvaldi árið 2017. Enginn frambjóðandi sem talinn er líklegur til stórræða hefur boðið sig fram gegn Trump í Repúblikanaflokknum og því er talið að hann geti sleppt prófkjöri flokksins í Kaliforníu verði lögin í gildi þegar að því kemur. Talið er að sá fjöldi kjörmanna sem hann fengi í öðrum ríkjum Bandaríkjanna muni duga til þess að tryggja honum tilnefningu Repúblikanaflokksins öðru sinni.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir Sjá meira