Lögregla telur enn að Anne-Elisabeth hafi verið myrt Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 13:33 Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni á blaðamannafundi vegna hvarfs Anne-Elisabeth í janúar. Vísir/EPA Lögregla í Noregi gengur enn út frá því að Anne-Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. Hverfandi líkur séu á því að Anne-Elisabeth sé á lífi, þrátt fyrir að meintir mannræningjar haldi því fram í samskiptum við Hagen-fjölskylduna. Þetta sagði Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni á blaðamannafundi í Lillestrøm í hádeginu. Svein Holden lögmaður Hagen-fjölskyldunnar greindi frá því á blaðamannafundi í morgun að hinir ætluðu mannræningjar hafi sett sig í samband við fjölskylduna þann 8. júlí síðastliðinn eftir langt hlé. Þeir hafi lýst því yfir að Anne-Elisabeth væri á lífi, þó að fjölskyldunni hafi ekki borist staðfesting þess efnis, og veitt frekari upplýsingar um hvarf hennar. Lögregla boðaði svo til blaðamannafundar vegna hvarfs Anne-Elisabeth klukkan tvö að norskum tíma í dag, eða klukkan tólf á hádegi að íslenskum tíma. Þar ítrekaði Brøske óbreytta afstöðu lögreglu, sem gaf það út í júní að Anne-Elisabeth hefði líklega verið myrt. Henni hafi þannig ekki verið rænt gegn lausnargjaldi heldur hafi mannránið jafnvel verið sett á svið. Holden gagnrýndi þessa stefnubreytingu lögreglu á sínum tíma. „Eins og áður leggjum við áherslu á að við höfum engar sannanir fyrir því að hún sé látin og getum þar af leiðandi ekki útilokað möguleikann á því að hún sé á lífi,“ sagði Brøske. „En við stöndum við ályktanir okkar frá því fyrr í sumar. […] Þegar hér er komið sögu, og þangað til það kemur fram trúverðug og nýleg sönnun fyrir því að hún sé á lífi, stendur lögregla við kenningar sínar um að við stöndum líklega frammi fyrir morði.“Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabethar Hagen síðan í október í fyrra.Norska lögreglanEkkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan hún hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, norska milljarðamæringsins Tom Hagen, í Lørenskógi þann 31. október í fyrra en hinir meintu mannræningjar kröfðust yfir milljarðs íslenskra króna í lausnargjald í órekjanlegri rafmynt. Í byrjun ágúst hafði norska dagblaðið VG eftir heimildarmönnum sínum að Hagen-fjölskyldunni hefði borist ný lausnargjaldskrafa í júlí. Þá hefði eiginmaður hennar greitt yfir tíu milljónir norskra króna, um 136 milljónir íslenskra króna, gegn því að fá staðfestingu á því að hún væri á lífi. Slík staðfesting hefði ekki borist, þrátt fyrir greiðslurnar. Holden sagði á blaðamannafundinum í morgun að fjölskyldan vænti þess nú að skrið komist á málið. Næsta útspil yrði hjá hinum meintu mannræningjum. Holden vildi ekki tjá sig um það hvenær síðast hefði verið haft samband við þá en upplýsti að öll samskipti færu fram á norsku. Ekkert væri þó hægt að fullyrða um hvort ræningjarnir væru norskir.Í spilaranum hér að neðan má sjá upptöku af blaðamannafundi lögreglu í dag. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingja Lögregla í Noregi telur nú að Anne Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. 26. júní 2019 11:14 Meintir mannræningjar fullyrða að Anne-Elisabeth sé á lífi Meintir mannræningjar Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, settu sig í samband við fjölskyldu hennar í júlí. 6. ágúst 2019 10:34 Hefja leit í öðru stöðuvatni Lögregla í Noregi leitaði í gær í tveimur stöðuvötnum, Langvannet og Vesletjernet, sem bæði eru í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem rænt var í lok október síðastliðnum. 30. apríl 2019 07:44 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Lögregla í Noregi gengur enn út frá því að Anne-Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. Hverfandi líkur séu á því að Anne-Elisabeth sé á lífi, þrátt fyrir að meintir mannræningjar haldi því fram í samskiptum við Hagen-fjölskylduna. Þetta sagði Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni á blaðamannafundi í Lillestrøm í hádeginu. Svein Holden lögmaður Hagen-fjölskyldunnar greindi frá því á blaðamannafundi í morgun að hinir ætluðu mannræningjar hafi sett sig í samband við fjölskylduna þann 8. júlí síðastliðinn eftir langt hlé. Þeir hafi lýst því yfir að Anne-Elisabeth væri á lífi, þó að fjölskyldunni hafi ekki borist staðfesting þess efnis, og veitt frekari upplýsingar um hvarf hennar. Lögregla boðaði svo til blaðamannafundar vegna hvarfs Anne-Elisabeth klukkan tvö að norskum tíma í dag, eða klukkan tólf á hádegi að íslenskum tíma. Þar ítrekaði Brøske óbreytta afstöðu lögreglu, sem gaf það út í júní að Anne-Elisabeth hefði líklega verið myrt. Henni hafi þannig ekki verið rænt gegn lausnargjaldi heldur hafi mannránið jafnvel verið sett á svið. Holden gagnrýndi þessa stefnubreytingu lögreglu á sínum tíma. „Eins og áður leggjum við áherslu á að við höfum engar sannanir fyrir því að hún sé látin og getum þar af leiðandi ekki útilokað möguleikann á því að hún sé á lífi,“ sagði Brøske. „En við stöndum við ályktanir okkar frá því fyrr í sumar. […] Þegar hér er komið sögu, og þangað til það kemur fram trúverðug og nýleg sönnun fyrir því að hún sé á lífi, stendur lögregla við kenningar sínar um að við stöndum líklega frammi fyrir morði.“Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabethar Hagen síðan í október í fyrra.Norska lögreglanEkkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan hún hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, norska milljarðamæringsins Tom Hagen, í Lørenskógi þann 31. október í fyrra en hinir meintu mannræningjar kröfðust yfir milljarðs íslenskra króna í lausnargjald í órekjanlegri rafmynt. Í byrjun ágúst hafði norska dagblaðið VG eftir heimildarmönnum sínum að Hagen-fjölskyldunni hefði borist ný lausnargjaldskrafa í júlí. Þá hefði eiginmaður hennar greitt yfir tíu milljónir norskra króna, um 136 milljónir íslenskra króna, gegn því að fá staðfestingu á því að hún væri á lífi. Slík staðfesting hefði ekki borist, þrátt fyrir greiðslurnar. Holden sagði á blaðamannafundinum í morgun að fjölskyldan vænti þess nú að skrið komist á málið. Næsta útspil yrði hjá hinum meintu mannræningjum. Holden vildi ekki tjá sig um það hvenær síðast hefði verið haft samband við þá en upplýsti að öll samskipti færu fram á norsku. Ekkert væri þó hægt að fullyrða um hvort ræningjarnir væru norskir.Í spilaranum hér að neðan má sjá upptöku af blaðamannafundi lögreglu í dag.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingja Lögregla í Noregi telur nú að Anne Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. 26. júní 2019 11:14 Meintir mannræningjar fullyrða að Anne-Elisabeth sé á lífi Meintir mannræningjar Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, settu sig í samband við fjölskyldu hennar í júlí. 6. ágúst 2019 10:34 Hefja leit í öðru stöðuvatni Lögregla í Noregi leitaði í gær í tveimur stöðuvötnum, Langvannet og Vesletjernet, sem bæði eru í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem rænt var í lok október síðastliðnum. 30. apríl 2019 07:44 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingja Lögregla í Noregi telur nú að Anne Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. 26. júní 2019 11:14
Meintir mannræningjar fullyrða að Anne-Elisabeth sé á lífi Meintir mannræningjar Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, settu sig í samband við fjölskyldu hennar í júlí. 6. ágúst 2019 10:34
Hefja leit í öðru stöðuvatni Lögregla í Noregi leitaði í gær í tveimur stöðuvötnum, Langvannet og Vesletjernet, sem bæði eru í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem rænt var í lok október síðastliðnum. 30. apríl 2019 07:44