Duttu í lukkupottinn í ruslagámi í Austurstræti Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. ágúst 2019 10:15 Pavel Klega sést hér hæstánægður með rúllutertuna sem hann fann á bakvið 10-11 í Austurstræti. Skjáskot Það er hægðarleikur að finna fullt af ætilegum mat í ruslatunnum Reykjavíkur að mati ferðalangsins Pavel Klega. Hann var hér á landi fyrr í sumar en aðalsmerki Klega er að ferðast með sem minnstum tilkostnaði. Þannig ferðaðist hann á puttanum frá Tékklandi til Eþíópíu á árunum 2014-2017, án þess að eyða meiru en 10 bandaríkjadölum á dag. Klega birti myndband af Íslandsferðalagi sínu í gær þar sem hann er samur við sig. Hann og samferðarkona hans „húkka sér far“ frá Borgarnesi til borgarinnar þar sem þau þurfa síðan að borga 1000 krónur fyrir strætóferð, sem þeim þykir mikið. Eftir göngu um miðborgina, með viðkomu í minjagripabúðum, fer þeim að hungra og halda því að Austurstræti. Þar bregða þau sér í ruslagám á bakvið 10-11, sem þau lýsa sem lukkupotti. „Við fundum fullt af mat,“ segir Klega glaður áður en hann beinir myndavélinni ofan í tvo fulla burðarpoka af margskonar matvælum. Í þeim er m.a. heill haugur af langlokum, mjólkurvörur, sælgæti, hnetur, rúlluterta og krakkalýsi. Er það því mat Klega að það sé auðvelt að róta eftir rusli í Reykjavík. Máli sínu til stuðnings vísar hann á vefsíðuna Dumpstermap.org, en eins og nafn hennar gefur til kynna er um að ræða kort þar sem finna má ruslagáma sem oftar en ekki eru fullir af matvælum. Þannig virðist vera nokkuð samdóma álit ruslarótara að bestu gámana sé að finna á Grandanum í Reykjavík, enda má þar finna þrjár stórar matvöruverslanir. Um ruslagáminn á bakvið 10-11 í Austurstræti, þangað sem Klega fer, er einfaldlega sagt: „Auðvelt aðgengi að aftan, alltaf opið.“ „Þannig að ef þú vilt skemmta þér eða einfaldlega spara matarpening, þá var þetta frekar fínt,“ segir Klega. Myndband hans má sjá hér að neðan og hefst umfjöllun hans um ruslarótið þegar um 5:50 eru liðnar. Ferðamennska á Íslandi Matur Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Leita uppi ætan mat í ruslagámum Ókjörum af ætum mat er hent daglega í matvöruverslunum að sögn Viktoríu Viktorsdóttur sem hefur stundað svokallað dumpster dive í um ár með umhverfisvernd að leiðarljósi. 24. janúar 2018 08:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Það er hægðarleikur að finna fullt af ætilegum mat í ruslatunnum Reykjavíkur að mati ferðalangsins Pavel Klega. Hann var hér á landi fyrr í sumar en aðalsmerki Klega er að ferðast með sem minnstum tilkostnaði. Þannig ferðaðist hann á puttanum frá Tékklandi til Eþíópíu á árunum 2014-2017, án þess að eyða meiru en 10 bandaríkjadölum á dag. Klega birti myndband af Íslandsferðalagi sínu í gær þar sem hann er samur við sig. Hann og samferðarkona hans „húkka sér far“ frá Borgarnesi til borgarinnar þar sem þau þurfa síðan að borga 1000 krónur fyrir strætóferð, sem þeim þykir mikið. Eftir göngu um miðborgina, með viðkomu í minjagripabúðum, fer þeim að hungra og halda því að Austurstræti. Þar bregða þau sér í ruslagám á bakvið 10-11, sem þau lýsa sem lukkupotti. „Við fundum fullt af mat,“ segir Klega glaður áður en hann beinir myndavélinni ofan í tvo fulla burðarpoka af margskonar matvælum. Í þeim er m.a. heill haugur af langlokum, mjólkurvörur, sælgæti, hnetur, rúlluterta og krakkalýsi. Er það því mat Klega að það sé auðvelt að róta eftir rusli í Reykjavík. Máli sínu til stuðnings vísar hann á vefsíðuna Dumpstermap.org, en eins og nafn hennar gefur til kynna er um að ræða kort þar sem finna má ruslagáma sem oftar en ekki eru fullir af matvælum. Þannig virðist vera nokkuð samdóma álit ruslarótara að bestu gámana sé að finna á Grandanum í Reykjavík, enda má þar finna þrjár stórar matvöruverslanir. Um ruslagáminn á bakvið 10-11 í Austurstræti, þangað sem Klega fer, er einfaldlega sagt: „Auðvelt aðgengi að aftan, alltaf opið.“ „Þannig að ef þú vilt skemmta þér eða einfaldlega spara matarpening, þá var þetta frekar fínt,“ segir Klega. Myndband hans má sjá hér að neðan og hefst umfjöllun hans um ruslarótið þegar um 5:50 eru liðnar.
Ferðamennska á Íslandi Matur Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Leita uppi ætan mat í ruslagámum Ókjörum af ætum mat er hent daglega í matvöruverslunum að sögn Viktoríu Viktorsdóttur sem hefur stundað svokallað dumpster dive í um ár með umhverfisvernd að leiðarljósi. 24. janúar 2018 08:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Leita uppi ætan mat í ruslagámum Ókjörum af ætum mat er hent daglega í matvöruverslunum að sögn Viktoríu Viktorsdóttur sem hefur stundað svokallað dumpster dive í um ár með umhverfisvernd að leiðarljósi. 24. janúar 2018 08:00