Notkun á rafrettum fer einungis minnkandi meðal ungra karlmanna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2019 19:45 Konur virðast nota rafrettur í meira mæli en karlmenn. Dagleg notkun á rafrettum meðal ungra karlmanna fer minnkandi þó aðra sögu sé að segja af notkun ungra kvenna. Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem rekja má til notkunar rafrettna. Vöntun er á langtímarannsóknum á rafrettum að sögn verkefnastjóra hjá Embætti Landlæknis sem segir notkunina ekki skaðlausa. Undanfarin ár hefur umræða um notkun rafrettna meðal ungmenna farið mikinn. Embætti Landlæknis mældi aukningu í mörg ár en nú er breyting á. „Við vorum að mæla aukningu í mörg ár. Í fyrra sáum við að það var hætt að aukast notkun á rafrettum og í ár sjáum við að það er heldur að draga úr þeim heldur en hitt,“ sagði Viðar Jensson, verkefnastjóri hjá Embætti Landlæknis. Þó séu breytingar á notkuninni. Dagleg notkun á rafrettum meðal karlmanna minnkar um tvö prósent. Karlmenn neyta þó tóbaks í vör í auknari mæli en notkunin eykst um sex prósent. Dagleg notkun á rafrettum meðal ungra kvenna minnkar þó ekki, heldur mælist enn í kringum sjö prósent líkt og áður. Þá eykst dagleg notkun á munntóbaki meðal kvenna og fer úr tveimur prósentum í þrjú. „Konur virðast nota rafrettur í meira mæli en karlar. Sérstaklega ungar konur,“ sagði Viðar. Viðar vonast til að skólayfirvöld taki höndum saman í ljósi þess að skólahald er hafið að nýju, en samkvæmt lögum um rafrettur er notkun þeirra bönnuðí skólum landsins. Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem má rekja til notkunar rafrettna. Á sama tíma hafa sérfræðingar rannsakað nýjan og óþekktan lungnasjúkdóm sem herjar á tæplega 200 manns í Bandaríkjunum. Einstaklingurinn sem lést hafði verið lagður inn á spítala í Illinoisríki í Bandaríkjunum með óþekktan kvilla eftir rafrettunotkun. Hafði viðkomandi þróað með sér alvarlegan lungnasjúkdóm og lést í kjölfarið af völdum hans. „Það hefur lengi verið sagt að skaðsemi af völdum notkunar á rafrettum er ekki þekkt. Þetta eru mjög áhugaverðar upplýsignar sem eru að koma fram núna en það er vöntun á landtímarannsóknum á rafrettum en þær eru örugglega ekki skaðlausar,“ sagði Viðar. Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir Rannsaka tengsl leyndardómsfulls lungnasjúkdóms og rafrettunotkunar Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem má rekja til notkunar rafrettna. 24. ágúst 2019 10:22 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Konur virðast nota rafrettur í meira mæli en karlmenn. Dagleg notkun á rafrettum meðal ungra karlmanna fer minnkandi þó aðra sögu sé að segja af notkun ungra kvenna. Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem rekja má til notkunar rafrettna. Vöntun er á langtímarannsóknum á rafrettum að sögn verkefnastjóra hjá Embætti Landlæknis sem segir notkunina ekki skaðlausa. Undanfarin ár hefur umræða um notkun rafrettna meðal ungmenna farið mikinn. Embætti Landlæknis mældi aukningu í mörg ár en nú er breyting á. „Við vorum að mæla aukningu í mörg ár. Í fyrra sáum við að það var hætt að aukast notkun á rafrettum og í ár sjáum við að það er heldur að draga úr þeim heldur en hitt,“ sagði Viðar Jensson, verkefnastjóri hjá Embætti Landlæknis. Þó séu breytingar á notkuninni. Dagleg notkun á rafrettum meðal karlmanna minnkar um tvö prósent. Karlmenn neyta þó tóbaks í vör í auknari mæli en notkunin eykst um sex prósent. Dagleg notkun á rafrettum meðal ungra kvenna minnkar þó ekki, heldur mælist enn í kringum sjö prósent líkt og áður. Þá eykst dagleg notkun á munntóbaki meðal kvenna og fer úr tveimur prósentum í þrjú. „Konur virðast nota rafrettur í meira mæli en karlar. Sérstaklega ungar konur,“ sagði Viðar. Viðar vonast til að skólayfirvöld taki höndum saman í ljósi þess að skólahald er hafið að nýju, en samkvæmt lögum um rafrettur er notkun þeirra bönnuðí skólum landsins. Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem má rekja til notkunar rafrettna. Á sama tíma hafa sérfræðingar rannsakað nýjan og óþekktan lungnasjúkdóm sem herjar á tæplega 200 manns í Bandaríkjunum. Einstaklingurinn sem lést hafði verið lagður inn á spítala í Illinoisríki í Bandaríkjunum með óþekktan kvilla eftir rafrettunotkun. Hafði viðkomandi þróað með sér alvarlegan lungnasjúkdóm og lést í kjölfarið af völdum hans. „Það hefur lengi verið sagt að skaðsemi af völdum notkunar á rafrettum er ekki þekkt. Þetta eru mjög áhugaverðar upplýsignar sem eru að koma fram núna en það er vöntun á landtímarannsóknum á rafrettum en þær eru örugglega ekki skaðlausar,“ sagði Viðar.
Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir Rannsaka tengsl leyndardómsfulls lungnasjúkdóms og rafrettunotkunar Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem má rekja til notkunar rafrettna. 24. ágúst 2019 10:22 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Rannsaka tengsl leyndardómsfulls lungnasjúkdóms og rafrettunotkunar Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem má rekja til notkunar rafrettna. 24. ágúst 2019 10:22