Sjálfstæðismenn funda í Valhöll Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. september 2019 14:10 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kemur til fundarins í Valhöll. Hann hefur lengi gert tilkall til ráðherraembættis enda oddviti í Suðurkjördæmi, einu sterkasta vígi flokksins. vísir/vilhelm Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar í Valhöll núna klukkan 14:15. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður, sagði í samtali við fréttastofu fyrir fundinn að farið yrði yfir þingmál vetrarins og svo yrði ákveðið hvenær þingflokkurinn kemur saman á ný til að fara yfir ráðherramálin. Seinni fundurinn verður væntanlega síðdegis í dag eða í kvöld. Á honum ætti að koma í ljós hver verður næsti dómsmálaráðherra en boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á Bessastöðum á morgun þar sem nýr ráðherra tekur formlega við embætti.Sjá einnig:Hrókerar Bjarni stutt eða langt Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur einnig farið með dómsmálin eftir að Sigríður Á. Andersen, sagði af sér ráðherraembætti í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. Ásmundur Friðriksson mætir til fundarins.vísir/vilhelm Alltaf lá fyrir að sú ráðstöfun yrði aðeins tímabundin. Bjarni sagður sjálfur að þetta fyrirkomulag myndi aðeins vara í nokkrar vikur en nú eru liðnir nokkrir mánuðir. Eins og Vísir fjallaði um í ítarlegri fréttaskýringu fyrr í vikunni var almennt gert ráð fyrir því að Bjarni myndi þá skipa Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara flokksins og formann utanríkismálanefndar, sem dómsmálaráðherra. Hins vegar virðist Bjarni hafa hikað við að stíga það skref eftir samráðsferli sem fólst í því að formaðurinn ræddi við alla þingmenn flokksins. Enn er nafn Áslaugar Örnu nefnt í tengslum við embættið en einnig nafn Birgis Ármannssonar og Brynjars Níelssonar. Þá hefur Páll Magnússon, oddviti flokksins í Suðurkjördæmi, lengi gert tilkall til ráðherraembættis og formaður flokksins hefur sagt að Sigríður Á. Andersen eigi afturkvæmt í ríkisstjórn ef svo ber undir. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mætir til fundar.vísir/vilhelm Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, kemur til fundarins.vísir/vilhelm Landsréttarmálið Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30 Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00 Hyggst leggja fram tillögu um nýjan dómsmálaráðherra áður en þingið hefst að nýju Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mun ólíklega halda áfram að gegna stöðu dómsmálaráðherra á komandi þingári. 21. ágúst 2019 19:56 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar í Valhöll núna klukkan 14:15. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður, sagði í samtali við fréttastofu fyrir fundinn að farið yrði yfir þingmál vetrarins og svo yrði ákveðið hvenær þingflokkurinn kemur saman á ný til að fara yfir ráðherramálin. Seinni fundurinn verður væntanlega síðdegis í dag eða í kvöld. Á honum ætti að koma í ljós hver verður næsti dómsmálaráðherra en boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á Bessastöðum á morgun þar sem nýr ráðherra tekur formlega við embætti.Sjá einnig:Hrókerar Bjarni stutt eða langt Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur einnig farið með dómsmálin eftir að Sigríður Á. Andersen, sagði af sér ráðherraembætti í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. Ásmundur Friðriksson mætir til fundarins.vísir/vilhelm Alltaf lá fyrir að sú ráðstöfun yrði aðeins tímabundin. Bjarni sagður sjálfur að þetta fyrirkomulag myndi aðeins vara í nokkrar vikur en nú eru liðnir nokkrir mánuðir. Eins og Vísir fjallaði um í ítarlegri fréttaskýringu fyrr í vikunni var almennt gert ráð fyrir því að Bjarni myndi þá skipa Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara flokksins og formann utanríkismálanefndar, sem dómsmálaráðherra. Hins vegar virðist Bjarni hafa hikað við að stíga það skref eftir samráðsferli sem fólst í því að formaðurinn ræddi við alla þingmenn flokksins. Enn er nafn Áslaugar Örnu nefnt í tengslum við embættið en einnig nafn Birgis Ármannssonar og Brynjars Níelssonar. Þá hefur Páll Magnússon, oddviti flokksins í Suðurkjördæmi, lengi gert tilkall til ráðherraembættis og formaður flokksins hefur sagt að Sigríður Á. Andersen eigi afturkvæmt í ríkisstjórn ef svo ber undir. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mætir til fundar.vísir/vilhelm Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, kemur til fundarins.vísir/vilhelm
Landsréttarmálið Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30 Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00 Hyggst leggja fram tillögu um nýjan dómsmálaráðherra áður en þingið hefst að nýju Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mun ólíklega halda áfram að gegna stöðu dómsmálaráðherra á komandi þingári. 21. ágúst 2019 19:56 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30
Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00
Hyggst leggja fram tillögu um nýjan dómsmálaráðherra áður en þingið hefst að nýju Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mun ólíklega halda áfram að gegna stöðu dómsmálaráðherra á komandi þingári. 21. ágúst 2019 19:56