Með „lungu sjötugs manns“ eftir rafrettuveikindin Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. september 2019 14:57 Hergenreder í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina þegar hann lá inni á sjúkrahúsinu. Nú lýsir hann reynslunni í samtali við CNN eftir útskrift af spítalanum. SKjáskot/NBC Adam Hergenreder, átján ára nemi og íþróttamaður frá Illinois í Bandaríkjunum, greindist í ágúst með alvarlegan lungnasjúkdóm sem rakinn er til rafrettureykinga. Hergenreder lýsir því að lungu hans hafi verið í svipuðu ástandi og „lungu sjötugs manns“ þegar hann var lagður inn á sjúkrahús. 450 tilfelli af sjúkdómnum hafa greinst í Bandaríkjunum undanfarin misseri og dregið að minnsta kosti fimm til dauða.Sjá einnig: Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna Hergenreder var lagður inn á sjúkrahús seint í síðasta mánuði vegna sjúkdómsins. Hann kveðst hafa stundað rafreykingar, bæði með nikótíni og kannabisefnum, í um eitt og hálft ár áður en hann veiktist. Hergenreder lýsir reynslu sinni í viðtali við bandarísku fréttastofuna CNN. Hann segist hafa byrjað að finna fyrir hálfgerðum flensueinkennum og þá var honum einnig afar þungt um andardrátt. Eftir nokkra daga af miklum óstjórnlegum skjálftaköstum og uppköstum var hann fluttur á spítalann, þar sem læknar tjáðu honum að hann væri kominn með „lungu sjötugs manns“. „Það var óhugnanlegt að hugsa um það. Þetta litla tæki hafði þessi áhrif á lungun í mér,“ segir Hergenreder. Þá segist hann ekki viss um að hann verði nokkurn tímann alveg heill heilsu eftir veikindin. „Ég æfði glímu áður en þetta gerðist og það kann að vera að ég geti aldrei glímt aftur vegna þess að það er íþrótt sem krefst mikils af líkamanum og lungu mín höndla ef til vill ekki áreynsluna.“Donald Trump sagði í samtali við fjölmiðla í gær að notkun rafretta væri orðið mikið vandamál. Foreldrar eigi að vera meðvitaðir um það.AP/Evan VucciTöluvert hefur verið fjallað um lungnasjúkdóminn sem Hergenreder greindist með undanfarin misseri. Sjúkdómurinn hefur greinst í um 450 rafreykingamönnum í Bandaríkjunum og dregið að minnsta kosti fimm til dauða. Engar ákveðnar rafrettur hafa enn verið tengdar við sjúkdóminn. Nákvæm orsök sjúkdómsins liggur enn ekki fyrir en í skýrslu heilbrigðisyfirvalda í Wisconsin og Illinois sem unnu sameiginlega skýrslu um 53 tilfelli segir að alvarleiki hans og nýleg fjölgun tilfella bendir til þess að um sé að ræða nýjan lungnasjúkdóm sem tengist rafreykingum. Bandarísk yfirvöld hafa lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu mála. Í gær tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti því yfir að ríkisstjórn hans ætli að leggja til bann við öllum bragðvökvum í rafrettur. Embætti landlæknis sendi frá sér tilkynningu vegna málsins á mánudag en þar segir að embættið fylgist með faraldri sjúkdómsins. Ekkert gefi til kynna að um smitsjúkdóm sé að ræða heldur séu lungnaveikindin rakin til „váhrifa af efnafræðilegum toga“. „Allir þeir sem hafa veikst hafa notað rafrettur. Enn er ekki vitað hvort að veikindin tengjast tilteknum rafrettum eða efnum sem notuð eru í þær. Hins vegar eru vísbendingar um að stór hluti þeirra sem veikst hafa hafi notað rafrettu-vökva sem innihélt vímuefnið THC (tetrahydrocannabinol) eða CBD (cannabidiol) en svo virðist sem að veikindin séu ekki einungis bundin við það,“ segir í tilkynningu Landlæknisembættisins. Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna Fimm eru látnir í Bandaríkjunum af völdum torkennilegs lungasjúkdóms sem er talinn tengjast rafreykingum. 6. september 2019 21:02 Ætla að banna allar bragðtegundir í rafrettur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans ætlar að leggja til bann við alla bragðvökva í rafrettur. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að táningar og börn notist við rafrettur en slík notkun hefur aukist til muna á undanförnum árum. 11. september 2019 18:22 Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. 9. september 2019 11:07 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Adam Hergenreder, átján ára nemi og íþróttamaður frá Illinois í Bandaríkjunum, greindist í ágúst með alvarlegan lungnasjúkdóm sem rakinn er til rafrettureykinga. Hergenreder lýsir því að lungu hans hafi verið í svipuðu ástandi og „lungu sjötugs manns“ þegar hann var lagður inn á sjúkrahús. 450 tilfelli af sjúkdómnum hafa greinst í Bandaríkjunum undanfarin misseri og dregið að minnsta kosti fimm til dauða.Sjá einnig: Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna Hergenreder var lagður inn á sjúkrahús seint í síðasta mánuði vegna sjúkdómsins. Hann kveðst hafa stundað rafreykingar, bæði með nikótíni og kannabisefnum, í um eitt og hálft ár áður en hann veiktist. Hergenreder lýsir reynslu sinni í viðtali við bandarísku fréttastofuna CNN. Hann segist hafa byrjað að finna fyrir hálfgerðum flensueinkennum og þá var honum einnig afar þungt um andardrátt. Eftir nokkra daga af miklum óstjórnlegum skjálftaköstum og uppköstum var hann fluttur á spítalann, þar sem læknar tjáðu honum að hann væri kominn með „lungu sjötugs manns“. „Það var óhugnanlegt að hugsa um það. Þetta litla tæki hafði þessi áhrif á lungun í mér,“ segir Hergenreder. Þá segist hann ekki viss um að hann verði nokkurn tímann alveg heill heilsu eftir veikindin. „Ég æfði glímu áður en þetta gerðist og það kann að vera að ég geti aldrei glímt aftur vegna þess að það er íþrótt sem krefst mikils af líkamanum og lungu mín höndla ef til vill ekki áreynsluna.“Donald Trump sagði í samtali við fjölmiðla í gær að notkun rafretta væri orðið mikið vandamál. Foreldrar eigi að vera meðvitaðir um það.AP/Evan VucciTöluvert hefur verið fjallað um lungnasjúkdóminn sem Hergenreder greindist með undanfarin misseri. Sjúkdómurinn hefur greinst í um 450 rafreykingamönnum í Bandaríkjunum og dregið að minnsta kosti fimm til dauða. Engar ákveðnar rafrettur hafa enn verið tengdar við sjúkdóminn. Nákvæm orsök sjúkdómsins liggur enn ekki fyrir en í skýrslu heilbrigðisyfirvalda í Wisconsin og Illinois sem unnu sameiginlega skýrslu um 53 tilfelli segir að alvarleiki hans og nýleg fjölgun tilfella bendir til þess að um sé að ræða nýjan lungnasjúkdóm sem tengist rafreykingum. Bandarísk yfirvöld hafa lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu mála. Í gær tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti því yfir að ríkisstjórn hans ætli að leggja til bann við öllum bragðvökvum í rafrettur. Embætti landlæknis sendi frá sér tilkynningu vegna málsins á mánudag en þar segir að embættið fylgist með faraldri sjúkdómsins. Ekkert gefi til kynna að um smitsjúkdóm sé að ræða heldur séu lungnaveikindin rakin til „váhrifa af efnafræðilegum toga“. „Allir þeir sem hafa veikst hafa notað rafrettur. Enn er ekki vitað hvort að veikindin tengjast tilteknum rafrettum eða efnum sem notuð eru í þær. Hins vegar eru vísbendingar um að stór hluti þeirra sem veikst hafa hafi notað rafrettu-vökva sem innihélt vímuefnið THC (tetrahydrocannabinol) eða CBD (cannabidiol) en svo virðist sem að veikindin séu ekki einungis bundin við það,“ segir í tilkynningu Landlæknisembættisins.
Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna Fimm eru látnir í Bandaríkjunum af völdum torkennilegs lungasjúkdóms sem er talinn tengjast rafreykingum. 6. september 2019 21:02 Ætla að banna allar bragðtegundir í rafrettur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans ætlar að leggja til bann við alla bragðvökva í rafrettur. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að táningar og börn notist við rafrettur en slík notkun hefur aukist til muna á undanförnum árum. 11. september 2019 18:22 Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. 9. september 2019 11:07 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna Fimm eru látnir í Bandaríkjunum af völdum torkennilegs lungasjúkdóms sem er talinn tengjast rafreykingum. 6. september 2019 21:02
Ætla að banna allar bragðtegundir í rafrettur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans ætlar að leggja til bann við alla bragðvökva í rafrettur. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að táningar og börn notist við rafrettur en slík notkun hefur aukist til muna á undanförnum árum. 11. september 2019 18:22
Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. 9. september 2019 11:07