Fundu vatn á reikistjörnu á lífvænlegu svæði í fyrsta sinn Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2019 13:01 Teikning listamanns af því hvernig K2-18b gæti litið út. Reikistjarna er líklega sambærileg við Neptúnus. ESA/Hubble, M. Kornmesser Hubble-geimsjónaukinn kom auga á vatnsgufu í lofthjúp fjarreikistjörnu sem er á svonefndu lífbelti móðurstjörnu sinnar í fyrsta skipti. Ekki er þó talið að reikistjarnan sjálf sé sérlega líkleg til að geta hýst líf. K2-18b er reikistjarna á braut um rauða dverginn K2-18, um 110 ljósárum frá jörðinni í stjörnumerkinu Ljóninu, að því er segir í tilkynningu á vef Hubble-geimsjónaukans. Fundurinn á vatnsgufu sætir tíðindum því K2-18b er á svonefndu lífbelti stjörnunnar, því svæði í kringum hana þar sem hitastig er passlegt til að vatn geti verið til í fljótandi formi á yfirborði reikistjörnu. Þetta er í fyrsta skipti sem vatnsgufa greinist í andrúmslofti slíkrar reikistjörnu. Stjörnufræðingar við University College í London gerðu athuganirnar með Hubble-geimsjónaukanum sem leiddu þetta í ljós. „Að finna vatn á mögulega lífvænlegum hnetti öðrum en jörðinni er ótrúlega spennandi. K2-18b er ekki „jörð 2.0“ því hún er umtalsvert þyngri og efnasamsetning andrúmsloftsins er önnur. Engu að síður færir þetta okkur nær því að svara grundvallarspurningu: er jörðin einstök?“ segir Angelos Tsiaras, aðalhöfundur rannsóknar hópsins.Líkist ísrisa og líklega böðuð lífshættulegri geislun Reikistjarnan er um átta sinnum massameiri en jörðin og auk vatnsgufunnar fundust merki um vetni og helíum í lofthjúpi hennar. Hún er því talin bera meiri líkindi við ísrisa eins og Neptúnus en heimkynni okkar. „Þar sem vetnið og helíumið er léttara en gös sem líf nýta sér þá eru öll þyngri frumefni mjög neðarlega í lofthjúpnum, svo djúpt í iðrum plánetunnar að lífræn efni eiga lítinn möguleika á að myndast,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, um möguleikann á lífi á K2-18b. Það er þó ekki aðeins eðli reikistjörnunnar sjálfrar sem gerir það ólíklegt að líf gæti þrifist á henni. Móðurstjarnan er rauður dvergur, algengasta tegund sólstjörnu í alheiminum. Rauðir dvergar eru dimmari og svalari en sólin okkar og því er lífbelti þeirra nær þeim. Rauðir dvergar eru þekktir fyrir öfluga sólblossa sem baða nálægar reikistjörnu í útfjólublárri geislun. Geislunin getur í reynd dauðhreinsað yfirborð reikistjarnanna og komið í veg fyrir að líf geti kviknað þar. Engu að síður vekur fundurinn vonir um að hægt verði að finna vatn á öðrum fjarreikistjörnum þar sem aðstæður fyrir líf gætu verið vænlegri. Kepler-geimsjónaukinn heitinn hefur fundið hundruð reikistjarna sem eru á stærðarbilinu á milli jarðarinnar og Neptúnusar og TESS-sjónaukinn á að finna hundruð til viðbótar. Næsta kynslóð geimsjónauka eins og James Webb-sjónaukinn eiga í framtíðinni að greina lofthjúpa fjarreikistjarna sem þessara á enn nákvæmari hátt en nú er hægt.Merkileg uppgötvun um K2-18b en: 8,2 jarðmassar þýðir að plánetan líkist Neptúnusi, ekki Jörðinni, auk þess hún gengur um rauðan dverg og verður því líklega fyrir mikilli geislun svo það er mjög ósennilegt að hún sé mjög lífvænleg. Spennandi samt!https://t.co/mW1R5SKOqR— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) September 11, 2019 Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Stefna á að finna nýja jörð Háskerpulitrófsgreinir sem íslenskur vísindamaður tók þátt í að smíða er þegar byrjaður að finna merki um fjarreikistjörnur sem gætu líkst jörðinni. Hundruð fjarreikistjörnufræðinga hittast á ráðstefnu í Reykjavík í vikunni. 19. ágúst 2019 09:00 Rýnt í skilyrði á nágranna Jarðar Fjarreikistjarnan Proxima Centauri b er næsti nágranni Jarðarinnar. Vísindamenn könnuðu möguleg lífvænleg skilyrði á plánetunni. 18. september 2018 08:30 Hubble fann reikistjörnu í laginu eins og ruðningsbolti Gasrisi í fjarlægu sólkerfi er svo heitur að þungmálmar streyma úr lofthjúpnum út í geim. 1. ágúst 2019 17:04 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Hubble-geimsjónaukinn kom auga á vatnsgufu í lofthjúp fjarreikistjörnu sem er á svonefndu lífbelti móðurstjörnu sinnar í fyrsta skipti. Ekki er þó talið að reikistjarnan sjálf sé sérlega líkleg til að geta hýst líf. K2-18b er reikistjarna á braut um rauða dverginn K2-18, um 110 ljósárum frá jörðinni í stjörnumerkinu Ljóninu, að því er segir í tilkynningu á vef Hubble-geimsjónaukans. Fundurinn á vatnsgufu sætir tíðindum því K2-18b er á svonefndu lífbelti stjörnunnar, því svæði í kringum hana þar sem hitastig er passlegt til að vatn geti verið til í fljótandi formi á yfirborði reikistjörnu. Þetta er í fyrsta skipti sem vatnsgufa greinist í andrúmslofti slíkrar reikistjörnu. Stjörnufræðingar við University College í London gerðu athuganirnar með Hubble-geimsjónaukanum sem leiddu þetta í ljós. „Að finna vatn á mögulega lífvænlegum hnetti öðrum en jörðinni er ótrúlega spennandi. K2-18b er ekki „jörð 2.0“ því hún er umtalsvert þyngri og efnasamsetning andrúmsloftsins er önnur. Engu að síður færir þetta okkur nær því að svara grundvallarspurningu: er jörðin einstök?“ segir Angelos Tsiaras, aðalhöfundur rannsóknar hópsins.Líkist ísrisa og líklega böðuð lífshættulegri geislun Reikistjarnan er um átta sinnum massameiri en jörðin og auk vatnsgufunnar fundust merki um vetni og helíum í lofthjúpi hennar. Hún er því talin bera meiri líkindi við ísrisa eins og Neptúnus en heimkynni okkar. „Þar sem vetnið og helíumið er léttara en gös sem líf nýta sér þá eru öll þyngri frumefni mjög neðarlega í lofthjúpnum, svo djúpt í iðrum plánetunnar að lífræn efni eiga lítinn möguleika á að myndast,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, um möguleikann á lífi á K2-18b. Það er þó ekki aðeins eðli reikistjörnunnar sjálfrar sem gerir það ólíklegt að líf gæti þrifist á henni. Móðurstjarnan er rauður dvergur, algengasta tegund sólstjörnu í alheiminum. Rauðir dvergar eru dimmari og svalari en sólin okkar og því er lífbelti þeirra nær þeim. Rauðir dvergar eru þekktir fyrir öfluga sólblossa sem baða nálægar reikistjörnu í útfjólublárri geislun. Geislunin getur í reynd dauðhreinsað yfirborð reikistjarnanna og komið í veg fyrir að líf geti kviknað þar. Engu að síður vekur fundurinn vonir um að hægt verði að finna vatn á öðrum fjarreikistjörnum þar sem aðstæður fyrir líf gætu verið vænlegri. Kepler-geimsjónaukinn heitinn hefur fundið hundruð reikistjarna sem eru á stærðarbilinu á milli jarðarinnar og Neptúnusar og TESS-sjónaukinn á að finna hundruð til viðbótar. Næsta kynslóð geimsjónauka eins og James Webb-sjónaukinn eiga í framtíðinni að greina lofthjúpa fjarreikistjarna sem þessara á enn nákvæmari hátt en nú er hægt.Merkileg uppgötvun um K2-18b en: 8,2 jarðmassar þýðir að plánetan líkist Neptúnusi, ekki Jörðinni, auk þess hún gengur um rauðan dverg og verður því líklega fyrir mikilli geislun svo það er mjög ósennilegt að hún sé mjög lífvænleg. Spennandi samt!https://t.co/mW1R5SKOqR— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) September 11, 2019
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Stefna á að finna nýja jörð Háskerpulitrófsgreinir sem íslenskur vísindamaður tók þátt í að smíða er þegar byrjaður að finna merki um fjarreikistjörnur sem gætu líkst jörðinni. Hundruð fjarreikistjörnufræðinga hittast á ráðstefnu í Reykjavík í vikunni. 19. ágúst 2019 09:00 Rýnt í skilyrði á nágranna Jarðar Fjarreikistjarnan Proxima Centauri b er næsti nágranni Jarðarinnar. Vísindamenn könnuðu möguleg lífvænleg skilyrði á plánetunni. 18. september 2018 08:30 Hubble fann reikistjörnu í laginu eins og ruðningsbolti Gasrisi í fjarlægu sólkerfi er svo heitur að þungmálmar streyma úr lofthjúpnum út í geim. 1. ágúst 2019 17:04 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Stefna á að finna nýja jörð Háskerpulitrófsgreinir sem íslenskur vísindamaður tók þátt í að smíða er þegar byrjaður að finna merki um fjarreikistjörnur sem gætu líkst jörðinni. Hundruð fjarreikistjörnufræðinga hittast á ráðstefnu í Reykjavík í vikunni. 19. ágúst 2019 09:00
Rýnt í skilyrði á nágranna Jarðar Fjarreikistjarnan Proxima Centauri b er næsti nágranni Jarðarinnar. Vísindamenn könnuðu möguleg lífvænleg skilyrði á plánetunni. 18. september 2018 08:30
Hubble fann reikistjörnu í laginu eins og ruðningsbolti Gasrisi í fjarlægu sólkerfi er svo heitur að þungmálmar streyma úr lofthjúpnum út í geim. 1. ágúst 2019 17:04