Gylfi: Ekki búið fyrr en í nóvember Anton Ingi Leifsson skrifar 10. september 2019 21:12 Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum í kvöld er Ísland tapaði 4-2 fyrir Albaníu ytra. Gylfi segir þó að möguleiki Íslands á að komast á EM sé ekki farinn úr þeirra höndum. „Gríðarleg vonbrigði. Mjög slakir heilt yfir, bæði varnar og sóknarlega. Það var lítið að gerast fram á við. Við áttum skot í fyrri hálfleik en Albanir voru betri og áttu þetta skilið,“ sagði Gylfi við Óskar Ófeig Jónsson í Albaníu. Hvað var eiginlega í gangi í fyrri hálfleik? „Við vorum í erfiðleikum með þriggja manna varnarlínuna og háu bakverðina. Við skorum snemma í síðari hálfleik og jöfnum í 2-2. Við kannski sækjum aðeins of mikið til að skora þriðja markið og þetta er opið hjá okkur. Við urðum að sækja þrjú stig en heilt yfir var þetta slakt.“ Íslenska liðið kom tvisvar til baka og segir Gylfi að liðið hafi viljað sækja stigin þrjú. „Við áttum 30 mínútur eftir er staðan var 2-2 og við trúðum því að við værum að fara skora þriðja markið en þetta gengur ekki alltaf upp.“ „Við vissum að þetta yrði ekkert auðvelt. Þetta verður erfiðara núna en við höfum áður farið til Tyrklands og sótt í þrjú stig og viljum gera það aftur núna.“ Hafnfirðingurinn segir þó að möguleikinn á að komast á EM sé enn til staðar en næstu tveir leikir fara fram í næsta mánuði og riðillinn klárast svo í nóvember. „Það eru fjórir leikir eftir og tólf stig. Það er nóg eftir. Við getum misstigið okkur eins og öll hin liðin. Þetta er ekki búið fyrr en í nóvember svo ef við förum til Tyrklands og náum í þrjú stig er allt opið,“ sagði Gylfi. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Albanía - Ísland 4-2 | Eltingarleikur í Elbasan og allt önnur og erfiðari staða í baráttunni um sæti á EM Íslendingar náðu sér engan veginn á strik gegn Albönum og töpuðu 4-2. 10. september 2019 21:00 Twitter eftir leik: „Lykilmenn í ruglinu“ og mamma Birkis Más tjáir sig Íslenska landsliðið lá í valnum í kvöld er liðið tapaði 4-2 fyrir Albaníu á útivelli er liðin mættust í undankeppni EM 2020. 10. september 2019 20:50 Einkunnir eftir tapið í Albaníu: Hjörtur tvistaður Íslenska karlalandsliðinu var skellt niður á jörðina í Albaníu. 10. september 2019 20:52 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum í kvöld er Ísland tapaði 4-2 fyrir Albaníu ytra. Gylfi segir þó að möguleiki Íslands á að komast á EM sé ekki farinn úr þeirra höndum. „Gríðarleg vonbrigði. Mjög slakir heilt yfir, bæði varnar og sóknarlega. Það var lítið að gerast fram á við. Við áttum skot í fyrri hálfleik en Albanir voru betri og áttu þetta skilið,“ sagði Gylfi við Óskar Ófeig Jónsson í Albaníu. Hvað var eiginlega í gangi í fyrri hálfleik? „Við vorum í erfiðleikum með þriggja manna varnarlínuna og háu bakverðina. Við skorum snemma í síðari hálfleik og jöfnum í 2-2. Við kannski sækjum aðeins of mikið til að skora þriðja markið og þetta er opið hjá okkur. Við urðum að sækja þrjú stig en heilt yfir var þetta slakt.“ Íslenska liðið kom tvisvar til baka og segir Gylfi að liðið hafi viljað sækja stigin þrjú. „Við áttum 30 mínútur eftir er staðan var 2-2 og við trúðum því að við værum að fara skora þriðja markið en þetta gengur ekki alltaf upp.“ „Við vissum að þetta yrði ekkert auðvelt. Þetta verður erfiðara núna en við höfum áður farið til Tyrklands og sótt í þrjú stig og viljum gera það aftur núna.“ Hafnfirðingurinn segir þó að möguleikinn á að komast á EM sé enn til staðar en næstu tveir leikir fara fram í næsta mánuði og riðillinn klárast svo í nóvember. „Það eru fjórir leikir eftir og tólf stig. Það er nóg eftir. Við getum misstigið okkur eins og öll hin liðin. Þetta er ekki búið fyrr en í nóvember svo ef við förum til Tyrklands og náum í þrjú stig er allt opið,“ sagði Gylfi.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Albanía - Ísland 4-2 | Eltingarleikur í Elbasan og allt önnur og erfiðari staða í baráttunni um sæti á EM Íslendingar náðu sér engan veginn á strik gegn Albönum og töpuðu 4-2. 10. september 2019 21:00 Twitter eftir leik: „Lykilmenn í ruglinu“ og mamma Birkis Más tjáir sig Íslenska landsliðið lá í valnum í kvöld er liðið tapaði 4-2 fyrir Albaníu á útivelli er liðin mættust í undankeppni EM 2020. 10. september 2019 20:50 Einkunnir eftir tapið í Albaníu: Hjörtur tvistaður Íslenska karlalandsliðinu var skellt niður á jörðina í Albaníu. 10. september 2019 20:52 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Umfjöllun: Albanía - Ísland 4-2 | Eltingarleikur í Elbasan og allt önnur og erfiðari staða í baráttunni um sæti á EM Íslendingar náðu sér engan veginn á strik gegn Albönum og töpuðu 4-2. 10. september 2019 21:00
Twitter eftir leik: „Lykilmenn í ruglinu“ og mamma Birkis Más tjáir sig Íslenska landsliðið lá í valnum í kvöld er liðið tapaði 4-2 fyrir Albaníu á útivelli er liðin mættust í undankeppni EM 2020. 10. september 2019 20:50
Einkunnir eftir tapið í Albaníu: Hjörtur tvistaður Íslenska karlalandsliðinu var skellt niður á jörðina í Albaníu. 10. september 2019 20:52