Safna varnarliðsmunum fyrir nýtt safn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. september 2019 21:00 Byggðasafn Reykjanesbæjar safnar nú varnarliðsmunum en til stendur til að opna stærðarinnar sýningu um sögu varnarliðsins á næstu árum. Nú þegar hafa merkir munir safnast og eru þeir varðveittir í stóru geymsluhúsnæði safnsins. Meðal þess sem safnast hefur er stærsti slökkvibíll sem hefur verið framleiddur í heiminum, áttatíu tonna trukkur. „Hann kom hingað í þjónustu hjá slökkviliðinu á vellinum árið 1985 var meira og minna í notkun til 2006. Þetta er bíll sem var við það að hverfa og fara í förgun þannig okkur þótti mjög mikilvægt að geta náð honum hingað í hús,“ segir Eiríkur Páll Jörundsson, forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar. Það sama gildi um alla muni frá tímum varnarliðsins á Íslandi, enda saga liðsins stór hluti af sögu Suðurnesja. „Við erum að reyna að koma í veg fyrir að þetta hverfi og nýtist okkar í fyrirhugaðri sýningu,“ segir Eiríkur Páll en til stendur að opna sýninguna í Reykjanesbæ innan þriggja ára. „Við erum ekki að sjá það fyrir okkur sem stríðsminjasýningu. Varnarliðið var miklu meira en það, og ekki síst hvað varðar veru varnarliðsins á menningu og samfélagið hér í Reykjanesbæ og landið allt,“ segir Eiríkur Páll. „Það þekkja náttúrulega allir áhrif af kanasjónvarpinu og kanaútvarpinu.“ Nú þegar hefur mikið af merkum munum safnast og eru þeir varðveittir í stóru geymsluhúsnæði. „Húsgögnum og öllu mögulegu ofan af velli, umbúðir af mat og myndir,“ segir Eiríkur Páll sem hvetur alla sem eiga einhverja muni frá þessum tíma að hafa samband. Reykjanesbær Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Byggðasafn Reykjanesbæjar safnar nú varnarliðsmunum en til stendur til að opna stærðarinnar sýningu um sögu varnarliðsins á næstu árum. Nú þegar hafa merkir munir safnast og eru þeir varðveittir í stóru geymsluhúsnæði safnsins. Meðal þess sem safnast hefur er stærsti slökkvibíll sem hefur verið framleiddur í heiminum, áttatíu tonna trukkur. „Hann kom hingað í þjónustu hjá slökkviliðinu á vellinum árið 1985 var meira og minna í notkun til 2006. Þetta er bíll sem var við það að hverfa og fara í förgun þannig okkur þótti mjög mikilvægt að geta náð honum hingað í hús,“ segir Eiríkur Páll Jörundsson, forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar. Það sama gildi um alla muni frá tímum varnarliðsins á Íslandi, enda saga liðsins stór hluti af sögu Suðurnesja. „Við erum að reyna að koma í veg fyrir að þetta hverfi og nýtist okkar í fyrirhugaðri sýningu,“ segir Eiríkur Páll en til stendur að opna sýninguna í Reykjanesbæ innan þriggja ára. „Við erum ekki að sjá það fyrir okkur sem stríðsminjasýningu. Varnarliðið var miklu meira en það, og ekki síst hvað varðar veru varnarliðsins á menningu og samfélagið hér í Reykjanesbæ og landið allt,“ segir Eiríkur Páll. „Það þekkja náttúrulega allir áhrif af kanasjónvarpinu og kanaútvarpinu.“ Nú þegar hefur mikið af merkum munum safnast og eru þeir varðveittir í stóru geymsluhúsnæði. „Húsgögnum og öllu mögulegu ofan af velli, umbúðir af mat og myndir,“ segir Eiríkur Páll sem hvetur alla sem eiga einhverja muni frá þessum tíma að hafa samband.
Reykjanesbær Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira