Íslendingar leita reglulega á bráðamóttöku vegna avókadóslysa Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. september 2019 20:30 Nokkuð er um að fólk leiti á bráðamóttöku Landspítalans eftir að hafa skorið sig í lófann við að skera avókadó. Svokölluð avókadóslys gerast daglega í Bandaríkjunum. Yfirlæknir segir að best sé að fara gætilega þegar skera á ávöxtinn. Vinsældir lárperunnar hafa aukist hratt á undanförnum árum. Áætlað er að neysla ávaxtarins hafi fjórfaldast í Bandaríkjunum frá aldamótum og skyldi engan undra. Þroskað avókadó þykir af mörgum mjög bragðgott og þá benda rannsóknir til þess að avókadó innihaldi hjartvænar fitur, geti hjálpað við þyndarstjórnun lækkað kólesteról. Lárperuát hefur þó endað illa hjá sumum sem enda á bráðamóttökunni eftir að hafa ætlað að gæða sér á ávextinum. Síðustu misseri hefur verið fjallað um svokölluð avókadóslys á erlendum miðlum. Í síðasta mánuði sagði Bandaríski miðilinn Insider frá því að árlega væru 8900 komur á bráðamóttökur í Bandaríkjunum vegna avókadóslysa. Það gera 24 slys á dag.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala.Vísir/Anton BrinkÍslendingar slasa sig einnig með þessum hætti og þekkir starfsfólk bráðamóttökunnar í Fossvogi slysin. „Við höfum séð nokkuð af avókadóslysum þar sem fólk sker sig eftir að hafa opnað avókadó,“ segir Jón Magnús Kristinsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Þetta komi ekki upp daglega, en starfsmenn bráðamóttökunnar þekki vel til þessara slysa. „Yfirleitt fer þetta þannig fram að viðkomandi heldur á avókadó í annarri hendi og hnífurinn hrekkur til í lófa eða fingur viðkomandi,“ segir Jón Magnús. Þá gerast alvarlegustu slysin þegar fólk stingur í steininn í þeim tilgangi að fjarlægja hann. „Það má fara gætilega við að skera avókadó og annað,“ segir Jón Magnús. Heilbrigðismál Matur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Nokkuð er um að fólk leiti á bráðamóttöku Landspítalans eftir að hafa skorið sig í lófann við að skera avókadó. Svokölluð avókadóslys gerast daglega í Bandaríkjunum. Yfirlæknir segir að best sé að fara gætilega þegar skera á ávöxtinn. Vinsældir lárperunnar hafa aukist hratt á undanförnum árum. Áætlað er að neysla ávaxtarins hafi fjórfaldast í Bandaríkjunum frá aldamótum og skyldi engan undra. Þroskað avókadó þykir af mörgum mjög bragðgott og þá benda rannsóknir til þess að avókadó innihaldi hjartvænar fitur, geti hjálpað við þyndarstjórnun lækkað kólesteról. Lárperuát hefur þó endað illa hjá sumum sem enda á bráðamóttökunni eftir að hafa ætlað að gæða sér á ávextinum. Síðustu misseri hefur verið fjallað um svokölluð avókadóslys á erlendum miðlum. Í síðasta mánuði sagði Bandaríski miðilinn Insider frá því að árlega væru 8900 komur á bráðamóttökur í Bandaríkjunum vegna avókadóslysa. Það gera 24 slys á dag.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala.Vísir/Anton BrinkÍslendingar slasa sig einnig með þessum hætti og þekkir starfsfólk bráðamóttökunnar í Fossvogi slysin. „Við höfum séð nokkuð af avókadóslysum þar sem fólk sker sig eftir að hafa opnað avókadó,“ segir Jón Magnús Kristinsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Þetta komi ekki upp daglega, en starfsmenn bráðamóttökunnar þekki vel til þessara slysa. „Yfirleitt fer þetta þannig fram að viðkomandi heldur á avókadó í annarri hendi og hnífurinn hrekkur til í lófa eða fingur viðkomandi,“ segir Jón Magnús. Þá gerast alvarlegustu slysin þegar fólk stingur í steininn í þeim tilgangi að fjarlægja hann. „Það má fara gætilega við að skera avókadó og annað,“ segir Jón Magnús.
Heilbrigðismál Matur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira