Repúblikanar fordæma ákvörðun Trump Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2019 18:04 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Carolyn Kaster Nokkrir af helstu bandamönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa fordæmt þá ákvörðun hans að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum kleift að herja á sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum (SDF). Ákvörðunin var tilkynnt skyndilega í gærkvöldi og eftir símtal á milli Trump og Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Trump hefur reynt að lægja öldurnar með því að hóta Tyrkjum efnahagslegri eyðileggingu. Flestir þeir sem gagnrýna ákvörðun Trump gera það á þeim grundvelli að hann sé að yfirgefa góða bandamenn sem hafi barist með Bandaríkjunum, og fyrir, undanfarin ár og að bardagar á milli Tyrkja og Kúrda muni auka líkurnar á upprisu Íslamska ríkisins.Sjá einnig: Kúvending eftir símtal Trump og Erdogan í gærMeðal þeirra eru öldungadeildarþingmaðurinn Lindsay Graham, einn af helstu bandamönnum Trump. Hann sagði ákvörðunina vera „stórslys“. Graham sagði í dag að hann muni kalla eftir brottrekstri Tyrkja úr Atlantshafsbandalaginu og að þeir verði beittir refsiaðgerðum, ef þeir ráðast gegn SDF. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, segir þingmenn almennt ósammála ákvörðun Trump og hvatti hann forsetann til að sýna „bandaríska forystu“. Hann sagði að átök milli Tyrkja og SDF kæmu niður á sambandi Bandaríkjanna og Tyrklands og myndu leiða til frekari einangrunar Tyrklands á heimssviðinu.Aðrir öldungadeildarþingmenn beggja flokka, sem sitja í Utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar gáfu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem segja að „svik“ Trump muni hafa hræðilegar afleiðingar. Hún muni koma verulega niður á sýrlenskum Kúrdum, draga úr trúverðugleika Bandaríkjanna og skapa valdatæmi í Sýrlandi sem hagnist ISIS-liðum. Þar að auki muni Bashar al-Assad, Rússar og Íranar hagnast á ákvörðuninni.Ríkisstjórnin verði tafarlaust að endurskoða þá ákvörðun að endurkalla þá fáu bandarísku hermenn sem eru í Sýrlandi, þar sem vera þeirra hafi skapað mikinn frið. Án nokkurs konar samkomulags um vernd Kúrda og annarra bandamanna Bandaríkjanna, sé vera takmarkaðs fjölda hermanna á svæðinu nauðsynleg til að verja þjóðarhagsmuni Bandaríkjanna og þá hugrökku aðila sem börðust með þeim gegn ISIS. Nikki Haley, sem var sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum sagði Bandaríkin þurfa að standa við bakið á bandamönnum þeirra, ef forsvarsmenn Bandaríkjanna búast við því að bandamennirnir standi við bakið á þeim sjálfum. „Að yfirgefa þá til að deyja eru stór mistök,“ sagði hún.We must always have the backs of our allies, if we expect them to have our back. The Kurds were instrumental in our successful fight against ISIS in Syria. Leaving them to die is a big mistake. #TurkeyIsNotOurFriend — Nikki Haley (@NikkiHaley) October 7, 2019Sjá einnig: Trump afsalar Bandaríkjunum ábyrgð á SýrlandsstríðinuKevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, gagnrýndi ákvörðunina einnig í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann sagðist vilja standa við loforð Bandaríkjanna gagnvart þeim sem hjálpa þeim og berjast með þeim. Seinni partinn í dag reyndi Trump að lægja öldurnar með því að hóta Tyrkjum efnahagslegri eyðileggingu, geri þeir eitthvað sem hann, af sinni „miklu og óviðjafnanlegu“ visku telji ekki við hæfi. „Eins og ég hef haldið sterklega fram áður, og til að ítreka, ef Tyrkir gera eitthvað sem ég, af minni miklu og óviðjafnanlegu visku, tel ekki við hæfi, mun ég algerlega rústa og útrýma efnahagi Tyrklands (Ég hef gert það áður!) Þeir verða, með Evrópu og öðrum, að standa vörð um fangaða ISIS-liða og fjölskyldur þeirra. Bandaríkin hafa gert mun meira en nokkur gat búist við, þar á meðal að taka 100 prósent af Kalífadæmi ISIS. Það er kominn tími fyrir aðra á svæðinu, sumir sem eru mjög auðugir, að vernda þeirra eigin svæði. BANDARÍKIN ERU FRÁBÆR!“ sagði forsetinn.....the captured ISIS fighters and families. The U.S. has done far more than anyone could have ever expected, including the capture of 100% of the ISIS Caliphate. It is time now for others in the region, some of great wealth, to protect their own territory. THE USA IS GREAT! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2019 Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin NATO Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúvending eftir símtal Trump og Erdogan í gær Bandaríkjastjórn ákvað að snúa bakinu við bandamönnum sínum Kúrdum í Sýrlandi eftir símtal Trump og Erdogan. 7. október 2019 10:48 Tyrkir áforma innrás í Sýrland Tyrkir áforma nú innrás inn í norðausturhluta Sýrlands og Bandaríkjamenn virðast hafa gefið grænt ljós á aðgerðirnar. 7. október 2019 07:48 Trump afsalar Bandaríkjunum ábyrgð á Sýrlandsstríðinu Bandaríkjaforseti segir öðrum að finna lausn á Sýrlandsstríðinu. Einn helsti bandamaður hans í Repúblikanaflokknum er harðorður um ákvörðun forsetans. 7. október 2019 12:53 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Nokkrir af helstu bandamönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa fordæmt þá ákvörðun hans að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum kleift að herja á sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum (SDF). Ákvörðunin var tilkynnt skyndilega í gærkvöldi og eftir símtal á milli Trump og Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Trump hefur reynt að lægja öldurnar með því að hóta Tyrkjum efnahagslegri eyðileggingu. Flestir þeir sem gagnrýna ákvörðun Trump gera það á þeim grundvelli að hann sé að yfirgefa góða bandamenn sem hafi barist með Bandaríkjunum, og fyrir, undanfarin ár og að bardagar á milli Tyrkja og Kúrda muni auka líkurnar á upprisu Íslamska ríkisins.Sjá einnig: Kúvending eftir símtal Trump og Erdogan í gærMeðal þeirra eru öldungadeildarþingmaðurinn Lindsay Graham, einn af helstu bandamönnum Trump. Hann sagði ákvörðunina vera „stórslys“. Graham sagði í dag að hann muni kalla eftir brottrekstri Tyrkja úr Atlantshafsbandalaginu og að þeir verði beittir refsiaðgerðum, ef þeir ráðast gegn SDF. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, segir þingmenn almennt ósammála ákvörðun Trump og hvatti hann forsetann til að sýna „bandaríska forystu“. Hann sagði að átök milli Tyrkja og SDF kæmu niður á sambandi Bandaríkjanna og Tyrklands og myndu leiða til frekari einangrunar Tyrklands á heimssviðinu.Aðrir öldungadeildarþingmenn beggja flokka, sem sitja í Utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar gáfu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem segja að „svik“ Trump muni hafa hræðilegar afleiðingar. Hún muni koma verulega niður á sýrlenskum Kúrdum, draga úr trúverðugleika Bandaríkjanna og skapa valdatæmi í Sýrlandi sem hagnist ISIS-liðum. Þar að auki muni Bashar al-Assad, Rússar og Íranar hagnast á ákvörðuninni.Ríkisstjórnin verði tafarlaust að endurskoða þá ákvörðun að endurkalla þá fáu bandarísku hermenn sem eru í Sýrlandi, þar sem vera þeirra hafi skapað mikinn frið. Án nokkurs konar samkomulags um vernd Kúrda og annarra bandamanna Bandaríkjanna, sé vera takmarkaðs fjölda hermanna á svæðinu nauðsynleg til að verja þjóðarhagsmuni Bandaríkjanna og þá hugrökku aðila sem börðust með þeim gegn ISIS. Nikki Haley, sem var sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum sagði Bandaríkin þurfa að standa við bakið á bandamönnum þeirra, ef forsvarsmenn Bandaríkjanna búast við því að bandamennirnir standi við bakið á þeim sjálfum. „Að yfirgefa þá til að deyja eru stór mistök,“ sagði hún.We must always have the backs of our allies, if we expect them to have our back. The Kurds were instrumental in our successful fight against ISIS in Syria. Leaving them to die is a big mistake. #TurkeyIsNotOurFriend — Nikki Haley (@NikkiHaley) October 7, 2019Sjá einnig: Trump afsalar Bandaríkjunum ábyrgð á SýrlandsstríðinuKevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, gagnrýndi ákvörðunina einnig í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann sagðist vilja standa við loforð Bandaríkjanna gagnvart þeim sem hjálpa þeim og berjast með þeim. Seinni partinn í dag reyndi Trump að lægja öldurnar með því að hóta Tyrkjum efnahagslegri eyðileggingu, geri þeir eitthvað sem hann, af sinni „miklu og óviðjafnanlegu“ visku telji ekki við hæfi. „Eins og ég hef haldið sterklega fram áður, og til að ítreka, ef Tyrkir gera eitthvað sem ég, af minni miklu og óviðjafnanlegu visku, tel ekki við hæfi, mun ég algerlega rústa og útrýma efnahagi Tyrklands (Ég hef gert það áður!) Þeir verða, með Evrópu og öðrum, að standa vörð um fangaða ISIS-liða og fjölskyldur þeirra. Bandaríkin hafa gert mun meira en nokkur gat búist við, þar á meðal að taka 100 prósent af Kalífadæmi ISIS. Það er kominn tími fyrir aðra á svæðinu, sumir sem eru mjög auðugir, að vernda þeirra eigin svæði. BANDARÍKIN ERU FRÁBÆR!“ sagði forsetinn.....the captured ISIS fighters and families. The U.S. has done far more than anyone could have ever expected, including the capture of 100% of the ISIS Caliphate. It is time now for others in the region, some of great wealth, to protect their own territory. THE USA IS GREAT! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2019
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin NATO Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúvending eftir símtal Trump og Erdogan í gær Bandaríkjastjórn ákvað að snúa bakinu við bandamönnum sínum Kúrdum í Sýrlandi eftir símtal Trump og Erdogan. 7. október 2019 10:48 Tyrkir áforma innrás í Sýrland Tyrkir áforma nú innrás inn í norðausturhluta Sýrlands og Bandaríkjamenn virðast hafa gefið grænt ljós á aðgerðirnar. 7. október 2019 07:48 Trump afsalar Bandaríkjunum ábyrgð á Sýrlandsstríðinu Bandaríkjaforseti segir öðrum að finna lausn á Sýrlandsstríðinu. Einn helsti bandamaður hans í Repúblikanaflokknum er harðorður um ákvörðun forsetans. 7. október 2019 12:53 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Kúvending eftir símtal Trump og Erdogan í gær Bandaríkjastjórn ákvað að snúa bakinu við bandamönnum sínum Kúrdum í Sýrlandi eftir símtal Trump og Erdogan. 7. október 2019 10:48
Tyrkir áforma innrás í Sýrland Tyrkir áforma nú innrás inn í norðausturhluta Sýrlands og Bandaríkjamenn virðast hafa gefið grænt ljós á aðgerðirnar. 7. október 2019 07:48
Trump afsalar Bandaríkjunum ábyrgð á Sýrlandsstríðinu Bandaríkjaforseti segir öðrum að finna lausn á Sýrlandsstríðinu. Einn helsti bandamaður hans í Repúblikanaflokknum er harðorður um ákvörðun forsetans. 7. október 2019 12:53